Erlent

Stúlkurnar sem létust í Spydeberg voru tví­bura­systur

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Lögregla hefur handtekið tvo vegna málsins. Myndin er úr safni.
Lögregla hefur handtekið tvo vegna málsins. Myndin er úr safni. Getty

Stúlkurnar sem fundust látnar í heimahúsi í Spydeberg í Noregi í nótt voru sextán ára tvíburasystur. Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið kærður fyrir manndráp af gáleysi vegna málsins.

Í morgun var greint frá því að tvær stúlkur á táningsaldri hefðu fundist látnar í heimahúsi í Spydeberg í Noregi í nótt og sú þriðja verið flutt á sjúkrahús. Talið var að þær kynnu að hafa innbyrt of stóran skammt fíkniefna.

Norski miðillinn VG greinir frá því að stúlkurnar sem létust hafi heitað Mina Alexandra og Mille Andrea Hjalmarsen. Þær hafi verið sextán ára tvíburasystur. Þetta er haft eftir lögreglunni á svæðinu.

Karlmaður á þrítugsaldri, sem var á heimilinu þegar lögreglu bar að garði, var handtekinn á staðnum og kærður fyrir að koma stúlkunum ekki til bjargar. Kærunni á hendur honum hefur nú verið breytt í kæru fyrir manndráp af gáleysi.

Þá hefur annar maður verið handtekinn og kærður fyrir að hafa selt stúlkunum tveimur fíkniefnin sem talið er að þær hafi innbyrt, að því er haft eftir Lars Reinholdt-Østby lögreglustjóra.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×