Innlent

Erfið færð og jafn­vel ó­fært reynist spár réttar

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Vegagerðin hvetur fólk til þess að vera ekki á ferðinni þar sem veður er verst.
Vegagerðin hvetur fólk til þess að vera ekki á ferðinni þar sem veður er verst. Vísir/Vilhelm

Ekkert ferðaveður verður á morgun þegar gular veðurviðvaranir taka gildi fyrir Breiðafjörð, Vestfirði, Strandir, Norðurland vestra og Norðurland eystra. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni.

Búast megi við snjókomu, skafrenningi og blindu á vegum á fyrrnefndum svæðum. Þá er athygli vakin á því að líkur séu á að snjóflóðahætta skapist á vegum á utanverðum Tröllaskaga og á Súðavíkurhlið en hér að neðan má sjá yfirlitsmynd vegna snjóflóðahættu frá Veðurstofunni. Frekari upplýsingar um snjóflóðahættu  má nálgast með því að smella hér.

Yfirlit yfir snjóflóðahættu næstu daga. Veðurstofan

Þá hvetur Vegagerðin fólk til þess að vera ekki á ferðinni þar sem veður verður verst en líklegt sé að færð verði erfið á vegum og víða ófært á morgun, sunnudag og jafnvel fram eftir mánudegi reynist veðurspár réttar.

Brýnt er fyrir aðilum í ferðaþjónustu að miðla upplýsingum um færð og veður til ferðamanna.

Nánari upplýsingar um færð á vegum frá Vegagerðinni má nálgast með því að smella hér


Tengdar fréttir

„Varasamt ferðaveður“ í dag

Í dag er spáð allhvassri eða hvassri norðaustanátt og éljagangi á norðvestanverðu landinu. Varasamt ferðaveður og líkur á að færð spillist þar. Þá á að hvessa enn frekar á morgun, sunnudag, og eru gular viðvaranir í gildi á Norðurlandi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×