Erlent

Frétta­menn hand­teknir vegna mynd­bands sem sýnir for­setann bleyta buxurnar

Árni Sæberg skrifar
Salva Kiir hefur verið forseti Suður-Súdans síðan landið fékk sjálfstæði árið 2011.
Salva Kiir hefur verið forseti Suður-Súdans síðan landið fékk sjálfstæði árið 2011. Kena Betancur/Getty

Sex fréttamenn hafa verið handteknir í Suður-Súdan vegna meintra tengsla þeirra við myndskeið sem virðist sýna forseta landsins bleyta buxur sínar á opinberum viðburði.

Fréttamennirnir vinna allir hjá ríkissjónvarpi Suður-Súdans og voru handteknir á þriðjudag og miðvikudag, að sögn Patrick Oyet, formanni stéttarfélags fréttamanna í landinu.

„Þeir eru grunaðir um að vita hvernig myndskeiðið af forsetanum að pissa á sig komst í dreifingu,“ hefur Reuters eftir honum.

Myndbandið, sem sýnir hinn 71 árs gamla Salva Kiir bleyta buxur sínar á vígsluathöfn vegar, var aldrei sýnt í sjónvarpi í landinu en það komst í mikla dreifingu á samfélagsmiðlum. Myndbandið má sjá í spilaranum hér að neðan:

Yfirvöld í Suður-Súdan hafa ekki orðið við beiðni Reuters um viðbrögð vegna málsins. Þá hafa yfirvöld landsins neitað því ítrekað að forsetinn eigi við heilsufarsvanda að stríða.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×