Innlent

Allir ráð­herrar nema tveir fengu jóla­gjöf frá Lárusi

Árni Sæberg skrifar
Bjarni og Ásmundur Einar fengu engan jólapakka frá Lárusi.
Bjarni og Ásmundur Einar fengu engan jólapakka frá Lárusi. Vísir/Vilhelm

Gefinn hefur verið út listi yfir þær gjafir sem ráðherrar þáðu á árinu sem leið. Athygli vekur að bókin Uppgjör bankamanns eftir Lárus Welding leyndist undir jólatrjám flestra ráðherra.

„Bókin Uppgjör bankamanns. Gjöf frá höfundi, Lárusi Welding,“ er algengur liður á listum ráðherranna yfir gjafir sem þeir þáðu árið 2020. Gjafirnar eru ýmist dagsettar 20. eða 21. desember síðastliðinn og því má ætla að um jólagjafir hafi verið að ræða.

Aðeins tveir ráðherrar skrá bókina ekki sem gjöf, þeir Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, og Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra. Hvað liggur því að baki liggur ekki fyrir.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×