Erlent

Einn látinn eftir að bygginga­krani féll á verslunar­mið­stöð í Noregi

Atli Ísleifsson skrifar
Tveir hafa verið fluttir á sjúkrahús og eins er saknað eftir að kraninn féll.
Tveir hafa verið fluttir á sjúkrahús og eins er saknað eftir að kraninn féll. AP

Starfsmaður verslunar er látinn eftir að sextíu metra hár byggingakrani féll á verslunarmiðstöð í Melhus í Þrándalögum í Noregi í morgun.

Norskir fjölmiðlar segja að kraninn hafi fallið klukkan 9:20 að staðartíma í morgun en framkvæmdir hafa staðið fyrir utan verslunarmiðstöðina Melhustorget að undanförnu. 

Talsmaður verktakafyrirækisins segir líklegt að vindhviða hafi valdið því að kraninn hafi fallið.

Á myndum má sjá að þak verslunarmiðstöðvarinnar er mikið skemmt. Tveir eru sagðir hafa slasast og voru fluttir á sjúkrahús. Ákveðið var að rýma verslunarmiðstöðina í kjölfar slyssins.

Melhus er að finna suður af Þrándheimi.AP

Enginn var í krananum sjálfum þegar hann féll.

Melhus er að finna suður af Þrándheimi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×