Enginn forseti í fulltrúadeildinni eftir ellefu tilraunir Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 6. janúar 2023 07:48 Kevin McCarthy ræðir við blaðamenn eftir að í ljós var komið að honum hafði mistekist að ná kjöri þriðja daginn í röð og í elleftu tilrauns. AP Photo/Jose Luis Magana Það gengur hvorki né rekur hjá bandaríska þingmanninum Kevin McCarthy að ná kjöri sem forseti fulltrúadeildarinnar. Eitthvað virðist þó þokast í samkomulagsátt innan Repúblikanaflokksins. Nú hafa þingmenn greitt ellefu sinnum atkvæði um tillöguna og ávallt er niðurstaðan sú að enginn nær tilskyldum meirihluta, hvorki McCarthy né aðrir. Á þessu hefur gengið í þrjá daga. Þetta hefur leitt til þess að bandarískt stjórnkerfi er að hluta til lamað því nýir þingmenn geta ekki svarið embættiseið sinn. Viðlíka ástand hefur ekki sést á Bandaríkjaþingi síðan á tímum borgarastríðsins. Kevin McCarthy er leiðtogi Repúblikana í fulltrúadeild Bandaríkjaþings og þegar þeir náðu átta manna meirihuta í deildinni í síðustu kosningum hefði það átt að vera formsatriði að kjósa hann sem forseta þingsins. Vandamálið er hópur lengst til hægri í Repúblikanaflokknum sem telur um tuttugu þingmenn sem vilja ekki sjá McCarthy í embættinu. Demókratar kjósa síðan ávallt sitt forsetaefni og þannig nær enginn tilskyldum meirihluta. Því er komin upp pattstaða á þinginu sem ekki hefur sést síðan 1860 þegar þingmenn komu sér ekki saman um forseta í miðri deilunni um þrælahald. Þá þurfti 44 atkvæðagreiðslur til að komast að niðurstöðu. Washington Post segir að teikn séu á lofti um að McCarthy nái að sannfæra nokkra af andófsmönnunum um að greiða sér atkvæði með frekari eftirgjöf. Hann hafi meðal annars fallist á kröfu þeirra um að hver og einn þingmaður geti lagt fram tillögu um vantraust á forseta og um fleiri nefndarsæti til uppreisnarmannanna. „Mér líður vel, ég var mjög jákvæður í gær. Ég er enn jákvæðari í dag. Ég tel að við höfum átt mjög góðar viðræður,“ sagði McCarty þegar hann yfirgaf þinghúsið seint í gærkvöldi. Óljóst er þó hvenær viðsemjendur McCarthy gætu gengið honum á hönd. Hugmynd forsetaefnisins er að grynnka í röðum andófsmannanna og setja þannig þrýsting á þá sem enn þráast við. Sumir þeirra sitja enn sem fastast við sinn keip. Matt Gaetz, þingmaður flokksins frá Flórída, greiddi Donald Trump atkvæði sitt sem forseti þingsins í gær. Hann hefur sagt að honum sé sama þó að innanflokkserjur repúblikana leiði til þess að demókratinn Hakeem Jeffries verði kjörinn þingforseti. Bandaríkin Tengdar fréttir Niðurlæging þingforsetaefnis repúblikana hélt áfram Pattstaða ríkir enn í fulltrúadeild Bandaríkjaþings eftir að Kevin McCarthy, leiðtoga repúblikana, mistókst enn og aftur að tryggja sér nógu mörg atkvæði flokkssystkina sinna til þess að ná kjöri sem forseti deildarinnar. Ekkert liggur fyrir um hvernig hægt verður að skera á hnútinn. 5. janúar 2023 09:00 Trump kallar eftir stuðningi við McCarthy Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðandi, kallar eftir því að Repúblikanar í fulltrúadeild Bandaríkjaþings fylki liði við bak Kevin McCarthy, leiðtoga þingflokksins. McCarthy vill verða forseti fulltrúadeildarinnar en mistókst það í þremur atkvæðagreiðslum í gær. 4. janúar 2023 14:23 Leiðtogi Repúblikana í fulltrúadeildinni niðurlægður í atkvæðagreiðslum í gær Kevin McCarthy, leiðtogi Repúblikana í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, varð í gær fyrstur manna í hundrað ár til að ná ekki að tryggja sér embætti forseta fulltrúadeildarinnar í fyrstu atkvæðagreiðslu. 4. janúar 2023 07:33 Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Fleiri fréttir Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Sjá meira
Nú hafa þingmenn greitt ellefu sinnum atkvæði um tillöguna og ávallt er niðurstaðan sú að enginn nær tilskyldum meirihluta, hvorki McCarthy né aðrir. Á þessu hefur gengið í þrjá daga. Þetta hefur leitt til þess að bandarískt stjórnkerfi er að hluta til lamað því nýir þingmenn geta ekki svarið embættiseið sinn. Viðlíka ástand hefur ekki sést á Bandaríkjaþingi síðan á tímum borgarastríðsins. Kevin McCarthy er leiðtogi Repúblikana í fulltrúadeild Bandaríkjaþings og þegar þeir náðu átta manna meirihuta í deildinni í síðustu kosningum hefði það átt að vera formsatriði að kjósa hann sem forseta þingsins. Vandamálið er hópur lengst til hægri í Repúblikanaflokknum sem telur um tuttugu þingmenn sem vilja ekki sjá McCarthy í embættinu. Demókratar kjósa síðan ávallt sitt forsetaefni og þannig nær enginn tilskyldum meirihluta. Því er komin upp pattstaða á þinginu sem ekki hefur sést síðan 1860 þegar þingmenn komu sér ekki saman um forseta í miðri deilunni um þrælahald. Þá þurfti 44 atkvæðagreiðslur til að komast að niðurstöðu. Washington Post segir að teikn séu á lofti um að McCarthy nái að sannfæra nokkra af andófsmönnunum um að greiða sér atkvæði með frekari eftirgjöf. Hann hafi meðal annars fallist á kröfu þeirra um að hver og einn þingmaður geti lagt fram tillögu um vantraust á forseta og um fleiri nefndarsæti til uppreisnarmannanna. „Mér líður vel, ég var mjög jákvæður í gær. Ég er enn jákvæðari í dag. Ég tel að við höfum átt mjög góðar viðræður,“ sagði McCarty þegar hann yfirgaf þinghúsið seint í gærkvöldi. Óljóst er þó hvenær viðsemjendur McCarthy gætu gengið honum á hönd. Hugmynd forsetaefnisins er að grynnka í röðum andófsmannanna og setja þannig þrýsting á þá sem enn þráast við. Sumir þeirra sitja enn sem fastast við sinn keip. Matt Gaetz, þingmaður flokksins frá Flórída, greiddi Donald Trump atkvæði sitt sem forseti þingsins í gær. Hann hefur sagt að honum sé sama þó að innanflokkserjur repúblikana leiði til þess að demókratinn Hakeem Jeffries verði kjörinn þingforseti.
Bandaríkin Tengdar fréttir Niðurlæging þingforsetaefnis repúblikana hélt áfram Pattstaða ríkir enn í fulltrúadeild Bandaríkjaþings eftir að Kevin McCarthy, leiðtoga repúblikana, mistókst enn og aftur að tryggja sér nógu mörg atkvæði flokkssystkina sinna til þess að ná kjöri sem forseti deildarinnar. Ekkert liggur fyrir um hvernig hægt verður að skera á hnútinn. 5. janúar 2023 09:00 Trump kallar eftir stuðningi við McCarthy Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðandi, kallar eftir því að Repúblikanar í fulltrúadeild Bandaríkjaþings fylki liði við bak Kevin McCarthy, leiðtoga þingflokksins. McCarthy vill verða forseti fulltrúadeildarinnar en mistókst það í þremur atkvæðagreiðslum í gær. 4. janúar 2023 14:23 Leiðtogi Repúblikana í fulltrúadeildinni niðurlægður í atkvæðagreiðslum í gær Kevin McCarthy, leiðtogi Repúblikana í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, varð í gær fyrstur manna í hundrað ár til að ná ekki að tryggja sér embætti forseta fulltrúadeildarinnar í fyrstu atkvæðagreiðslu. 4. janúar 2023 07:33 Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Fleiri fréttir Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Sjá meira
Niðurlæging þingforsetaefnis repúblikana hélt áfram Pattstaða ríkir enn í fulltrúadeild Bandaríkjaþings eftir að Kevin McCarthy, leiðtoga repúblikana, mistókst enn og aftur að tryggja sér nógu mörg atkvæði flokkssystkina sinna til þess að ná kjöri sem forseti deildarinnar. Ekkert liggur fyrir um hvernig hægt verður að skera á hnútinn. 5. janúar 2023 09:00
Trump kallar eftir stuðningi við McCarthy Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðandi, kallar eftir því að Repúblikanar í fulltrúadeild Bandaríkjaþings fylki liði við bak Kevin McCarthy, leiðtoga þingflokksins. McCarthy vill verða forseti fulltrúadeildarinnar en mistókst það í þremur atkvæðagreiðslum í gær. 4. janúar 2023 14:23
Leiðtogi Repúblikana í fulltrúadeildinni niðurlægður í atkvæðagreiðslum í gær Kevin McCarthy, leiðtogi Repúblikana í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, varð í gær fyrstur manna í hundrað ár til að ná ekki að tryggja sér embætti forseta fulltrúadeildarinnar í fyrstu atkvæðagreiðslu. 4. janúar 2023 07:33