Árshámarki náð í dag þegar mengun fór yfir klukkustundarheilsuverndarmörk Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 5. janúar 2023 18:00 Svava segir tól til róttækara inngrips vanta. Vísir/Vilhelm Vegna stillu og frosts hefur styrkur köfnunardíoxíðs mælst hár í Reykjavík á dögunum. Núna síðdegis fór styrkurinn yfir klukkustundarheilsuverndarmörk í átjánda sinn á árinu. Samkvæmt reglugerð frá umhverfisráðuneytinu má aðeins fara yfir þessi mörk átján sinnum á ári. Svava Steinarsdóttir, heilbrigðisfulltrúi hjá heilbrigðiseftirlitinu hvetur almenning til að nota umhverfisvænni samgöngur og fyrirtæki til þess að skipta yfir í rafmagnsbíla. Hún segir einstakar aðstæður hafa myndast með þeirri stillu og frosti sem hefur verið síðustu daga og gert það að verkum að mengun liggur yfir borginni. „Svo auðvitað þegar það er svona kalt og slæm færð þá eyða bílarnir meira þannig losunin er meiri,“ segir Svava. Aðspurð hvort það væru einhverjar aðgerðir sem hún myndi vilja sjá að væri mögulegt að grípa til þegar þessi staða er komin upp svona snemma á árinu nefnir hún frekari reglugerðir og tækifæri til róttækara inngrips við þessar aðstæður. „Það sem í rauninni kannski þarf að gera er að gefa okkur tækifæri til þess að grípa inn í á róttækari hátt þegar svona aðstæður myndast til þess að draga úr bílaumferð. Það eina sem við höfum núna er að geta sent út tilkynningar og hvatt til þess að fólk hvíli bílinn og nýti vistvæna samgöngumáta,“ segir Svava. Hún bætir því jafnframt við að heimildir til annarra aðgerða eins og umferðarstýringar séu í umferðarlögum og reglugerð en skortur sé á nánari útfærslu á því hvernig og við hvaða aðstæður skuli beita þessum aðgerðum. Svava segir mengunarástand sem þetta og áhrif á loftgæði mjög háð veðri. „Það gæti auðvitað orðið þannig að við færum ekki oftar yfir þessi klukkustundarheilsuverndarmörk á árinu ef þessar veðuraðstæður skapast ekki. Við erum náttúrulega alltaf að losa mikla mengun en hún nær að fjúka burt og helst ekki svona yfir borginni eins og hún gerir núna,“ segir Svava. Heilbrigðismál Umhverfismál Reykjavík Loftgæði Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Sjá meira
Svava Steinarsdóttir, heilbrigðisfulltrúi hjá heilbrigðiseftirlitinu hvetur almenning til að nota umhverfisvænni samgöngur og fyrirtæki til þess að skipta yfir í rafmagnsbíla. Hún segir einstakar aðstæður hafa myndast með þeirri stillu og frosti sem hefur verið síðustu daga og gert það að verkum að mengun liggur yfir borginni. „Svo auðvitað þegar það er svona kalt og slæm færð þá eyða bílarnir meira þannig losunin er meiri,“ segir Svava. Aðspurð hvort það væru einhverjar aðgerðir sem hún myndi vilja sjá að væri mögulegt að grípa til þegar þessi staða er komin upp svona snemma á árinu nefnir hún frekari reglugerðir og tækifæri til róttækara inngrips við þessar aðstæður. „Það sem í rauninni kannski þarf að gera er að gefa okkur tækifæri til þess að grípa inn í á róttækari hátt þegar svona aðstæður myndast til þess að draga úr bílaumferð. Það eina sem við höfum núna er að geta sent út tilkynningar og hvatt til þess að fólk hvíli bílinn og nýti vistvæna samgöngumáta,“ segir Svava. Hún bætir því jafnframt við að heimildir til annarra aðgerða eins og umferðarstýringar séu í umferðarlögum og reglugerð en skortur sé á nánari útfærslu á því hvernig og við hvaða aðstæður skuli beita þessum aðgerðum. Svava segir mengunarástand sem þetta og áhrif á loftgæði mjög háð veðri. „Það gæti auðvitað orðið þannig að við færum ekki oftar yfir þessi klukkustundarheilsuverndarmörk á árinu ef þessar veðuraðstæður skapast ekki. Við erum náttúrulega alltaf að losa mikla mengun en hún nær að fjúka burt og helst ekki svona yfir borginni eins og hún gerir núna,“ segir Svava.
Heilbrigðismál Umhverfismál Reykjavík Loftgæði Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Sjá meira