Foreldrar Giovanni Reyna klöguðu Berhalter eftir ummæli hans um soninn Smári Jökull Jónsson skrifar 4. janúar 2023 22:31 Gregg Berhalter á hliðarlínunni í leik Bandaríkjanna og Hollands á heimsmeistaramótinu í Katar. Vísir/Getty Það er alvöru sápuópera komin í gang í kringum bandaríska karlalandsliðið í knattspyrnu. Eftir yfirlýsingu þjálfarans Gregg Berhalter í morgun hafa foreldrar Giovanni Reyna nú stigið fram og sagt frá sinni hlið á málinu. Í morgun barst yfirlýsing frá Gregg Berhalter, þjálfara bandaríska knattspyrnulandsliðsins, þar sem hann viðurkenndi að hafa sparkað í eiginkonu sína þegar þau voru táningar. Bandaríska knattspyrnusambandið hefur hafið rannsókn á málinu en í sameiginlegri yfirlýsingu Berhalter og konu hans Rosalind segist hann enga afsökun hafa fyrir því sem gerðist á sínum tíma. Atvikið átti sér stað árið 1991. Í yfirlýsingunni kom einnig fram að einstaklingur hafi haft samband við bandaríska knattspyrnusambandið á meðan á heimsmeistaramótinu í Katar stóð og hótað því að „taka hann niður“. Nú hefur Danielle Reyna, móðir Giovanni Reyna leikmanns bandaríska landsliðsins og eiginkona fyrrum landsliðsmannsins Claudio Reyna, stigið fram og sagt að það sé hún sem hafi tilkynnt forráðamönnum knattspyrnusambandsins um fortíð Berhalter. Hún segir að það hafi hún gert því hún hafi verið pirruð vegna ummæla Berhalter um son hennar Giovanni eftir heimsmeistaramótið. Þá sagði Berhalter að einn leikmaður liðsins hafi verið nálægt því að vera sendur heim frá Katar þar sem hann hafi hvorki staðist væntingar innan né utan vallar. Berhalter nafngreindi ekki umræddan leikmann en strax var talið að hann væri að ræða um Reyna og leikmaðurinn staðfesti það svo sjálfur í innleggi á Instagram daginn eftir. Reyna sagði þá frá því að í Katar hafi hann beðið þjálfarann og liðsfélaga sína afsökunar og fengið fyrirgefningu. Pabbinn viðraði óánægju sína við forráðamenn landsliðsins Giovanni Reyna fékk þau skilaboð frá Berhalter rétt fyrir fyrsta leik Bandaríkjanna að hann yrði í takmörkuðu hlutverki hjá liðinu í Katar. Í kjölfarið sendi Claudio Reyna, faðir Giovanni, skilaboð á Brian McBride sem er framkvæmdastjóri knattspyrnusambandsins og Earnie Stewart yfirmann knattspyrnumála þar sem hann lýsti yfir vonbrigðum sínum með stöðu mála. Í frétt ESPN kemur fram að samkvæmt þeirra heimildum hafi Reyna hótað því að opinbera um ofbeldisfortíð Berhalter á meðan á mótinu í Katar stóð. Reyna neitar þó að hafa hótað Berhalter á nokkurn hátt. Danielle Reyna's statement on the entire situation.(via @PaulTenorio, @TheAthletic) pic.twitter.com/Wt6PiMinRI— USMNT Only (@usmntonly) January 4, 2023 „Í Katar deildi ég svekkelsi mínu varðandi þátttöku sonar míns á heimsmeistaramótinu með nánum vinum mínum, meðal annars Earnie og Brian McBride. Ég hótaði aldrei neinum og myndi aldrei gera það,“ sagði Reyna í yfirlýsingu hans og Danielle Reyna sem þau gáfu út í dag. Í yfirlýsingunni kemur fram að Danielle Reyna hafi verið ósátt með ummæli Berhalter þann 11.desember, eftir að þátttöku Bandaríkjanna í Katar lauk, þar sem Giovanni hefði beðist afsökunar á hegðun sinni á meðan á mótinu stóð. Hún hafi því ákveðið að deila upplýsingunum um atvikið árið 1991 með forsvarsmönnum landsliðsins. „Mér fannst sérstaklega ósanngjarnt gagnvart Gio, sem baðst afsökunar fyrir barnalega hegðun vegna spiltíma hans, að enn væri verið að sverta nafn hans eftir að Gregg hafði beðið um og fengið fyrirgefningu eftir að hafa gert mun verri hluti á sama aldri.“ Hafa þekkst í fjöldamörg ár Claudio Reyna, sem nú er yfirmaður knattspyrnumála hjá Austin FC, hefur þekkt Gregg Berhalter í áratugi. Þeir spiluðu saman fótbolta sem börn sem og í framhaldsskóla og léku á sama tíma í bandaríska landsliðinu. Danielle Reyna og Rosalind Berhalter voru liðsfélagar hjá háskólanum í Norður Karólínu í fjögur ár og tengingin því sterk á milli fjölskyldnanna. Danielle Reyna segir að yfirlýsing Berhalter hjónanna um atvikið árið 1991 geri lítið úr atvikinu. Claudio Reyna and Gregg Berhalter grew up together in NJ. They were teammates from youth soccer days, high school, and then of course the #USMNTTheir wives, Danielle and Rosalind, were also teammates and roommates at UNC Chapel Hill. It s really sad to see what is happening. pic.twitter.com/4tpQt4ydky— Anthony (@anthonykyaw) January 4, 2023 „Án þess að fara út í smáatriði þá gerir yfirlýsingin lítið út atvikinu þetta umrædda kvöld. Rosalind Berhalter var herbergisfélagi minn og mín besta vinkona og ég studdi hana í gegnum erfiðleikana sem fylgdu í kjölfar þess.“ „Það tók mig langan tíma að fyrirgefa Gregg í kjölfarið, en ég lagði mig hart fram við að veita honum fyrirgefningu og þau og börnin þeirra hafa verið stór hluti af lífi fjölskyldu minnar. Ég hefði viljað og bjóst við að hann fyrirgæfi Gio á sama hátt. Þess vegna er núverandi staða mjög særandi og erfið.“ HM 2022 í Katar Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Enski boltinn Fleiri fréttir Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Sjá meira
Í morgun barst yfirlýsing frá Gregg Berhalter, þjálfara bandaríska knattspyrnulandsliðsins, þar sem hann viðurkenndi að hafa sparkað í eiginkonu sína þegar þau voru táningar. Bandaríska knattspyrnusambandið hefur hafið rannsókn á málinu en í sameiginlegri yfirlýsingu Berhalter og konu hans Rosalind segist hann enga afsökun hafa fyrir því sem gerðist á sínum tíma. Atvikið átti sér stað árið 1991. Í yfirlýsingunni kom einnig fram að einstaklingur hafi haft samband við bandaríska knattspyrnusambandið á meðan á heimsmeistaramótinu í Katar stóð og hótað því að „taka hann niður“. Nú hefur Danielle Reyna, móðir Giovanni Reyna leikmanns bandaríska landsliðsins og eiginkona fyrrum landsliðsmannsins Claudio Reyna, stigið fram og sagt að það sé hún sem hafi tilkynnt forráðamönnum knattspyrnusambandsins um fortíð Berhalter. Hún segir að það hafi hún gert því hún hafi verið pirruð vegna ummæla Berhalter um son hennar Giovanni eftir heimsmeistaramótið. Þá sagði Berhalter að einn leikmaður liðsins hafi verið nálægt því að vera sendur heim frá Katar þar sem hann hafi hvorki staðist væntingar innan né utan vallar. Berhalter nafngreindi ekki umræddan leikmann en strax var talið að hann væri að ræða um Reyna og leikmaðurinn staðfesti það svo sjálfur í innleggi á Instagram daginn eftir. Reyna sagði þá frá því að í Katar hafi hann beðið þjálfarann og liðsfélaga sína afsökunar og fengið fyrirgefningu. Pabbinn viðraði óánægju sína við forráðamenn landsliðsins Giovanni Reyna fékk þau skilaboð frá Berhalter rétt fyrir fyrsta leik Bandaríkjanna að hann yrði í takmörkuðu hlutverki hjá liðinu í Katar. Í kjölfarið sendi Claudio Reyna, faðir Giovanni, skilaboð á Brian McBride sem er framkvæmdastjóri knattspyrnusambandsins og Earnie Stewart yfirmann knattspyrnumála þar sem hann lýsti yfir vonbrigðum sínum með stöðu mála. Í frétt ESPN kemur fram að samkvæmt þeirra heimildum hafi Reyna hótað því að opinbera um ofbeldisfortíð Berhalter á meðan á mótinu í Katar stóð. Reyna neitar þó að hafa hótað Berhalter á nokkurn hátt. Danielle Reyna's statement on the entire situation.(via @PaulTenorio, @TheAthletic) pic.twitter.com/Wt6PiMinRI— USMNT Only (@usmntonly) January 4, 2023 „Í Katar deildi ég svekkelsi mínu varðandi þátttöku sonar míns á heimsmeistaramótinu með nánum vinum mínum, meðal annars Earnie og Brian McBride. Ég hótaði aldrei neinum og myndi aldrei gera það,“ sagði Reyna í yfirlýsingu hans og Danielle Reyna sem þau gáfu út í dag. Í yfirlýsingunni kemur fram að Danielle Reyna hafi verið ósátt með ummæli Berhalter þann 11.desember, eftir að þátttöku Bandaríkjanna í Katar lauk, þar sem Giovanni hefði beðist afsökunar á hegðun sinni á meðan á mótinu stóð. Hún hafi því ákveðið að deila upplýsingunum um atvikið árið 1991 með forsvarsmönnum landsliðsins. „Mér fannst sérstaklega ósanngjarnt gagnvart Gio, sem baðst afsökunar fyrir barnalega hegðun vegna spiltíma hans, að enn væri verið að sverta nafn hans eftir að Gregg hafði beðið um og fengið fyrirgefningu eftir að hafa gert mun verri hluti á sama aldri.“ Hafa þekkst í fjöldamörg ár Claudio Reyna, sem nú er yfirmaður knattspyrnumála hjá Austin FC, hefur þekkt Gregg Berhalter í áratugi. Þeir spiluðu saman fótbolta sem börn sem og í framhaldsskóla og léku á sama tíma í bandaríska landsliðinu. Danielle Reyna og Rosalind Berhalter voru liðsfélagar hjá háskólanum í Norður Karólínu í fjögur ár og tengingin því sterk á milli fjölskyldnanna. Danielle Reyna segir að yfirlýsing Berhalter hjónanna um atvikið árið 1991 geri lítið úr atvikinu. Claudio Reyna and Gregg Berhalter grew up together in NJ. They were teammates from youth soccer days, high school, and then of course the #USMNTTheir wives, Danielle and Rosalind, were also teammates and roommates at UNC Chapel Hill. It s really sad to see what is happening. pic.twitter.com/4tpQt4ydky— Anthony (@anthonykyaw) January 4, 2023 „Án þess að fara út í smáatriði þá gerir yfirlýsingin lítið út atvikinu þetta umrædda kvöld. Rosalind Berhalter var herbergisfélagi minn og mín besta vinkona og ég studdi hana í gegnum erfiðleikana sem fylgdu í kjölfar þess.“ „Það tók mig langan tíma að fyrirgefa Gregg í kjölfarið, en ég lagði mig hart fram við að veita honum fyrirgefningu og þau og börnin þeirra hafa verið stór hluti af lífi fjölskyldu minnar. Ég hefði viljað og bjóst við að hann fyrirgæfi Gio á sama hátt. Þess vegna er núverandi staða mjög særandi og erfið.“
HM 2022 í Katar Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Enski boltinn Fleiri fréttir Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Sjá meira