Þyngri refsing í kynferðisbrotamáli til kasta Hæstaréttar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 4. janúar 2023 12:00 Hæstiréttur Íslands mun taka málið fyrir. Vísir/Vilhelm Hæstiréttur hefur samþykkt málskotsbeiðni ríkissaksóknara í máli manns sem sakfelldur var fyrir kynferðisbrot gegn dóttur sinni. Málið snýst um hvort að Landsrétti hafi verið heimilt að þyngja refsingu mannsins eftir að mál hans var endurupptekið vegna Landsréttarmálsins svokallaða. Málið má rekja til þess að í nóvember 2018 var maðurinn sakfelldur fyrir kynferðisbrot gegn dóttur sinni, sem fyrr segir. Dæmdi Landsréttur manninn í níu mánaða fangelsi, þar af voru sex mánuður skilorðsbundnir. Tengist Landsréttarmálinu Einn af dómurum í málinu fyrir Landsrétti var Landsréttardómarinn fyrrverandi Jón Finnbjörnsson, einn af þeim dómurum sem tengdist Landsréttarmálinu svokallaða. Var hann einn fjögurra Landsréttardómara sem Sigríður Andersen, þáverandi dómsmálaráðherra, skipaði og tók fram yfir aðra umsækjendur sem dómnefnd hafði metið hæfari. Árið 2020 komst yfirdeild Mannréttindardómstóll Evrópu að þeirri niðurstöðu að ólöglega hefði verið skipað í dómstólinn. Á grundvelli þess máls fór umræddur maður, sem sakfelldur var fyrir kynferðisbrotið, fram á það að mál hans yrði endurupptekið. Endurupptökudómstóll féllst á þá beiðni í upphafi síðasta árs. Var dæmt á ný í málinu í Landsrétti í nóvember síðastliðnum. Þar hlaut maðurinn þyngri dóm en árið 2018, tólf mánaða fangelsi, þar af voru níu mánuðir skilorðsbundnir, í stað níu mánaða fangelsis og sex mánuði skilorðsbundna. Í málskotsbeiðni ríkissaksóknara til Hæstaréttar er vísað í ákvæði í lögum um sakamál þar sem fram kemur að þegar mál hafi verið endurupptekið að beiðni dómfellda megi hlutir hans ekki vera lakari en hann hafi verið eftir hinum upphaflega dómi, eins og raunin varð með seinni Landsréttardóminum. Mikilvægt að fá úrlausn Hæstaréttar Telur ríkissaksóknari að mikilvægt sé að fá úrlausn Hæstaréttar um hvort Landsrétti hafi verið heimilt að þyngja refsinguna. Umræddur maður studdi málskotsbeiðni ríkissaksóknara og taldi að Hæstiréttur ætti að samþykkja hana með sömu rökum og ríkissaksóknari byggði á. Í ákvörðun Hæstaréttar segir að af gögnum málsins virtum sé ástæða til að ætla að dómur Landsréttar sé bersýnilega rangur og er vísað í sömu lagagrein og ríkissaksóknari byggði málskotsbeiðnina á. Mun Hæstiréttur því taka málið fyrir. Dómsmál Landsréttarmálið Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Dómstólar Tengdar fréttir Fallist á endurupptöku í tveimur málum vegna Landsréttarmálsins Endurupptökudómur hefur heimilað endurupptöku tveggja sakamála sem dæmd voru í Landsrétti. Grundvöllur endurupptöku er dómur Mannréttindardómstóls Evrópu í Landsréttarmálinu. 12. janúar 2022 15:46 Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Málið má rekja til þess að í nóvember 2018 var maðurinn sakfelldur fyrir kynferðisbrot gegn dóttur sinni, sem fyrr segir. Dæmdi Landsréttur manninn í níu mánaða fangelsi, þar af voru sex mánuður skilorðsbundnir. Tengist Landsréttarmálinu Einn af dómurum í málinu fyrir Landsrétti var Landsréttardómarinn fyrrverandi Jón Finnbjörnsson, einn af þeim dómurum sem tengdist Landsréttarmálinu svokallaða. Var hann einn fjögurra Landsréttardómara sem Sigríður Andersen, þáverandi dómsmálaráðherra, skipaði og tók fram yfir aðra umsækjendur sem dómnefnd hafði metið hæfari. Árið 2020 komst yfirdeild Mannréttindardómstóll Evrópu að þeirri niðurstöðu að ólöglega hefði verið skipað í dómstólinn. Á grundvelli þess máls fór umræddur maður, sem sakfelldur var fyrir kynferðisbrotið, fram á það að mál hans yrði endurupptekið. Endurupptökudómstóll féllst á þá beiðni í upphafi síðasta árs. Var dæmt á ný í málinu í Landsrétti í nóvember síðastliðnum. Þar hlaut maðurinn þyngri dóm en árið 2018, tólf mánaða fangelsi, þar af voru níu mánuðir skilorðsbundnir, í stað níu mánaða fangelsis og sex mánuði skilorðsbundna. Í málskotsbeiðni ríkissaksóknara til Hæstaréttar er vísað í ákvæði í lögum um sakamál þar sem fram kemur að þegar mál hafi verið endurupptekið að beiðni dómfellda megi hlutir hans ekki vera lakari en hann hafi verið eftir hinum upphaflega dómi, eins og raunin varð með seinni Landsréttardóminum. Mikilvægt að fá úrlausn Hæstaréttar Telur ríkissaksóknari að mikilvægt sé að fá úrlausn Hæstaréttar um hvort Landsrétti hafi verið heimilt að þyngja refsinguna. Umræddur maður studdi málskotsbeiðni ríkissaksóknara og taldi að Hæstiréttur ætti að samþykkja hana með sömu rökum og ríkissaksóknari byggði á. Í ákvörðun Hæstaréttar segir að af gögnum málsins virtum sé ástæða til að ætla að dómur Landsréttar sé bersýnilega rangur og er vísað í sömu lagagrein og ríkissaksóknari byggði málskotsbeiðnina á. Mun Hæstiréttur því taka málið fyrir.
Dómsmál Landsréttarmálið Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Dómstólar Tengdar fréttir Fallist á endurupptöku í tveimur málum vegna Landsréttarmálsins Endurupptökudómur hefur heimilað endurupptöku tveggja sakamála sem dæmd voru í Landsrétti. Grundvöllur endurupptöku er dómur Mannréttindardómstóls Evrópu í Landsréttarmálinu. 12. janúar 2022 15:46 Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Fallist á endurupptöku í tveimur málum vegna Landsréttarmálsins Endurupptökudómur hefur heimilað endurupptöku tveggja sakamála sem dæmd voru í Landsrétti. Grundvöllur endurupptöku er dómur Mannréttindardómstóls Evrópu í Landsréttarmálinu. 12. janúar 2022 15:46