Leiðtogi Repúblikana í fulltrúadeildinni niðurlægður í atkvæðagreiðslum í gær Hólmfríður Gísladóttir skrifar 4. janúar 2023 07:33 Áhyggjur eru uppi um að McCarthy muni ekki takast að sameina þingflokkinn að baki sér. AP/Andrew Harnik Kevin McCarthy, leiðtogi Repúblikana í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, varð í gær fyrstur manna í hundrað ár til að ná ekki að tryggja sér embætti forseta fulltrúadeildarinnar í fyrstu atkvæðagreiðslu. Guardian hefur eftir pólitískum ráðgjafa sem sjálfur er Repúblikani að um sé að ræða mestu niðurlæginguna sem McCarthey hefur upplifað á ferlinum en honum mistókst ekki bara að tryggja sér embættið í þremur atkvæðagreiðslum í gær, heldur hlaut Demókratinn Hakeem Jeffries fleiri atkvæði en McCarthy. Í fyrstu tveimur umferðunum sviku nítján þingmenn Repúblikanaflokksins lit, þannig að McCarthy vantaði fimmtán atkvæði til að ná 218 atkvæða lágmarkinu. Í þriðju umferðinni hafði einn Repúblikani til viðbótar látið af stuðningi sínum við McCarthy. Atkvæðagreiðslunni var frestað í kjölfarið, til hádegis í dag. McCarthy hafði viðurkennt fyrirfram að honum myndi líklega ekki takast að tryggja sér embættið í fyrstu atkvæðagreiðslunni og gaf til kynna að hann væri undir það búinn að ferlið myndi taka nokkurn tíma. Leiðtoginn hefur notið stuðnings Donald Trump, fyrrverandi forseta, en sá neitaði að tjá sig um það í gær hvort hann myndi áfram styðja McCarthy eftir vandræðagang gærdagsins. „Við sjáum hvað gerist. Við sjáum hvernig þetta endar allt saman,“ sagði Trump í samtali við NBC í gær. Þingmaðurinn Bob Good frá Virginíu sagði í samtali við CNN í gærkvöldi að ákveðinn hópur þingmanna hefði fengið nóg af McCarthy og að atkvæðum honum til stuðnings myndi fara fækkandi í næstu atkvæðagreiðslum. Helstu andstæðingar McCarthy í þinginu tilheyra hópi harðra hægri manna sem hafa kallað eftir breytingum á starfsreglum þingdeildarinnar. Þeir saka McCarthy um að hafa hunsað sig og barist gegn sér. Stuðningsmenn McCarthy saka hópinn hins vegar um að forgangsraða eigin metnaði fram yfir hagsmuni flokksins. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir McCarthy í erfiðri stöðu og líkur á óreiðu á þingi Nýtt kjörtímabil hefst í Bandaríkjunum á morgun og munu Demókratar þá formlega missa meirihluta í fulltrúadeildinni. Kevin McCarthy, leiðtogi Repúblikana í fulltrúadeildinni, hefur unnið hörðum höndum að því að tryggja sér atkvæði 218 þingmanna svo hann geti orðið þingforseti en svo virðist sem hann nái því ekki. 2. janúar 2023 14:05 Taka aftur upp fjársvikamál gegn lygaþingmanninum Saksóknarar í Brasilíu ætla að taka aftur upp rannsókn á fjársvikamáli gegn George Santos, verðandi þingmanni Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum. Rannsóknin var sett á ís á sínum tíma þar sem brasilísku lögreglunni tókst ekki að hafa uppi á Santos. 3. janúar 2023 09:46 Mætir mótspyrnu innan eigin flokks Kevin McCarthy, leiðtogi Repúblikanaflokksins í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, stendur frammi fyrir óvæntri mótspyrnu innan flokksins í tilraunum hans til að tryggja sér embætti forseta fulltrúadeildarinnar. Þingmenn flokksins hafa sagt að til greina komi að gera samkomulag við Demókrata um að kjósa þingforseta sem falli í kramið hjá þeim. 1. desember 2022 16:02 Mest lesið Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Erlent Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent „Mál að linni“ Innlent Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Innlent Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Erlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Fleiri fréttir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Sjá meira
Guardian hefur eftir pólitískum ráðgjafa sem sjálfur er Repúblikani að um sé að ræða mestu niðurlæginguna sem McCarthey hefur upplifað á ferlinum en honum mistókst ekki bara að tryggja sér embættið í þremur atkvæðagreiðslum í gær, heldur hlaut Demókratinn Hakeem Jeffries fleiri atkvæði en McCarthy. Í fyrstu tveimur umferðunum sviku nítján þingmenn Repúblikanaflokksins lit, þannig að McCarthy vantaði fimmtán atkvæði til að ná 218 atkvæða lágmarkinu. Í þriðju umferðinni hafði einn Repúblikani til viðbótar látið af stuðningi sínum við McCarthy. Atkvæðagreiðslunni var frestað í kjölfarið, til hádegis í dag. McCarthy hafði viðurkennt fyrirfram að honum myndi líklega ekki takast að tryggja sér embættið í fyrstu atkvæðagreiðslunni og gaf til kynna að hann væri undir það búinn að ferlið myndi taka nokkurn tíma. Leiðtoginn hefur notið stuðnings Donald Trump, fyrrverandi forseta, en sá neitaði að tjá sig um það í gær hvort hann myndi áfram styðja McCarthy eftir vandræðagang gærdagsins. „Við sjáum hvað gerist. Við sjáum hvernig þetta endar allt saman,“ sagði Trump í samtali við NBC í gær. Þingmaðurinn Bob Good frá Virginíu sagði í samtali við CNN í gærkvöldi að ákveðinn hópur þingmanna hefði fengið nóg af McCarthy og að atkvæðum honum til stuðnings myndi fara fækkandi í næstu atkvæðagreiðslum. Helstu andstæðingar McCarthy í þinginu tilheyra hópi harðra hægri manna sem hafa kallað eftir breytingum á starfsreglum þingdeildarinnar. Þeir saka McCarthy um að hafa hunsað sig og barist gegn sér. Stuðningsmenn McCarthy saka hópinn hins vegar um að forgangsraða eigin metnaði fram yfir hagsmuni flokksins.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir McCarthy í erfiðri stöðu og líkur á óreiðu á þingi Nýtt kjörtímabil hefst í Bandaríkjunum á morgun og munu Demókratar þá formlega missa meirihluta í fulltrúadeildinni. Kevin McCarthy, leiðtogi Repúblikana í fulltrúadeildinni, hefur unnið hörðum höndum að því að tryggja sér atkvæði 218 þingmanna svo hann geti orðið þingforseti en svo virðist sem hann nái því ekki. 2. janúar 2023 14:05 Taka aftur upp fjársvikamál gegn lygaþingmanninum Saksóknarar í Brasilíu ætla að taka aftur upp rannsókn á fjársvikamáli gegn George Santos, verðandi þingmanni Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum. Rannsóknin var sett á ís á sínum tíma þar sem brasilísku lögreglunni tókst ekki að hafa uppi á Santos. 3. janúar 2023 09:46 Mætir mótspyrnu innan eigin flokks Kevin McCarthy, leiðtogi Repúblikanaflokksins í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, stendur frammi fyrir óvæntri mótspyrnu innan flokksins í tilraunum hans til að tryggja sér embætti forseta fulltrúadeildarinnar. Þingmenn flokksins hafa sagt að til greina komi að gera samkomulag við Demókrata um að kjósa þingforseta sem falli í kramið hjá þeim. 1. desember 2022 16:02 Mest lesið Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Erlent Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent „Mál að linni“ Innlent Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Innlent Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Erlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Fleiri fréttir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Sjá meira
McCarthy í erfiðri stöðu og líkur á óreiðu á þingi Nýtt kjörtímabil hefst í Bandaríkjunum á morgun og munu Demókratar þá formlega missa meirihluta í fulltrúadeildinni. Kevin McCarthy, leiðtogi Repúblikana í fulltrúadeildinni, hefur unnið hörðum höndum að því að tryggja sér atkvæði 218 þingmanna svo hann geti orðið þingforseti en svo virðist sem hann nái því ekki. 2. janúar 2023 14:05
Taka aftur upp fjársvikamál gegn lygaþingmanninum Saksóknarar í Brasilíu ætla að taka aftur upp rannsókn á fjársvikamáli gegn George Santos, verðandi þingmanni Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum. Rannsóknin var sett á ís á sínum tíma þar sem brasilísku lögreglunni tókst ekki að hafa uppi á Santos. 3. janúar 2023 09:46
Mætir mótspyrnu innan eigin flokks Kevin McCarthy, leiðtogi Repúblikanaflokksins í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, stendur frammi fyrir óvæntri mótspyrnu innan flokksins í tilraunum hans til að tryggja sér embætti forseta fulltrúadeildarinnar. Þingmenn flokksins hafa sagt að til greina komi að gera samkomulag við Demókrata um að kjósa þingforseta sem falli í kramið hjá þeim. 1. desember 2022 16:02