Björgunarafrek þegar fjölskylda í Teslu steyptist fram af bjargi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. janúar 2023 13:58 Aðstæður á vettvangi. Tayfun Coskun/Anadolu Agency via Getty Images Ljóst er að björgunarafrek var unnið í Kaliforníu-ríki Bandaríkjanna í gær þegar Tesla með fjögurra manna fjölskyldu innanborðs steyptist fram af 76 metra háu þverhnípi niður í grýtta fjöru. Tildrög slyssins eru óljós en ljóst er að bíllinn steyptist fram af þverhnípi við hinn svokallaða þjóðveg eitt í Kaliforníu-ríki, sem liggur með fram ströndinni við Kyrrahaf. Slysið átti sér stað skammt frá San Francisco borg. Fjórir voru um borð í bílnum, tveir fullorðnir auk tveggja barna á aldrinum fjögurra og níu ára. Slökkvilið og lögregla komu að björgunaraðgerðum þar sem þyrlu var meðal annars beitt. Sjá má myndband frá vettvangi hér að neðan. Björgunin heppnaðist giftusamlega við flóknar aðstæður en farþegar bílsins sluppu frá slysinu án lífshættulegra meiðsla. Þeir sem komu að slysinu segja það kraftaverk að farþegar bílsins hafi sloppið lifandi frá slysinu. „Við komum hingað oft vegna bíla sem fara yfir bjargið og það er yfirleitt enginn sem kemst lífs af. Þetta var algjört kraftaverk,“ er haft eftir Brian Pottinger, slökkviliðsstjóra sem var einn að þeim sem kom að slysinu. Slökkviliðsmenn voru látnir síga niður að bílnum og mikil gleði braust út þegar ljóst var að lífsmark var með þeim sem voru inn í honum. Börnin tvö hlutu smávægileg meiðsli en meiðsli hinna fullorðnu voru alvarlegri, þó ekki lífshættuleg. Tesla Bandaríkin Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Fleiri fréttir Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Sjá meira
Tildrög slyssins eru óljós en ljóst er að bíllinn steyptist fram af þverhnípi við hinn svokallaða þjóðveg eitt í Kaliforníu-ríki, sem liggur með fram ströndinni við Kyrrahaf. Slysið átti sér stað skammt frá San Francisco borg. Fjórir voru um borð í bílnum, tveir fullorðnir auk tveggja barna á aldrinum fjögurra og níu ára. Slökkvilið og lögregla komu að björgunaraðgerðum þar sem þyrlu var meðal annars beitt. Sjá má myndband frá vettvangi hér að neðan. Björgunin heppnaðist giftusamlega við flóknar aðstæður en farþegar bílsins sluppu frá slysinu án lífshættulegra meiðsla. Þeir sem komu að slysinu segja það kraftaverk að farþegar bílsins hafi sloppið lifandi frá slysinu. „Við komum hingað oft vegna bíla sem fara yfir bjargið og það er yfirleitt enginn sem kemst lífs af. Þetta var algjört kraftaverk,“ er haft eftir Brian Pottinger, slökkviliðsstjóra sem var einn að þeim sem kom að slysinu. Slökkviliðsmenn voru látnir síga niður að bílnum og mikil gleði braust út þegar ljóst var að lífsmark var með þeim sem voru inn í honum. Börnin tvö hlutu smávægileg meiðsli en meiðsli hinna fullorðnu voru alvarlegri, þó ekki lífshættuleg.
Tesla Bandaríkin Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Fleiri fréttir Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Sjá meira