„Ég er ekki í neinum felum fyrir þessari þjóð“ Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 2. janúar 2023 17:14 Telma Tómasson, fréttakona og Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri. Stöð 2/Hulda Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri var valinn maður ársins af fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar og var valið kynnt í Kryddsíld á gamlársdag. Ásgeir segist sofa vel á næturnar þrátt fyrir ábyrgð í starfi og vera kurteis maður, að minnsta kosti að mati mömmu sinnar. Telma Tómasson fréttakona spjallaði við Ásgeir þegar valið var kynnt. Þú hélst fyrst þegar við töluðum við þig, að þú yrðir að jafnvel skúrkur ársins og vissulega ertu umdeildur. En þú hefur ekki verið í neinni vinsældakosningu þetta árið? „Nei, ég held að enginn seðlabankastjóri hafi verið vinsæll í þessu landi frá upphafi. Mér datt ekki alveg í hug að ég myndi endilega vera það heldur. Við erum í þeirri stöðu að þurfa að taka óvinsælar ákvarðanir sem við teljum vera réttar en þær eru oft óvinsælar.“ Hvernig líður manni sem þarf að axla þessa ábyrgð, sefurðu vel á næturnar? „Ja, ég sef vel. Enda líka, ég er ekki einn, ég er náttúrulega með heilan banka með mér. Það eru þrjú hundruð manns í Seðlabankanum og þetta er ekki ég sem er að ákveða þetta einn. Ég er í rauninni bara fjölmiðlafulltrúi fyrir bankann. Þessar ákvarðanir eru teknar af nefndum sem eru skipaðar sérfræðingum þannig þetta er þetta eru vandaðar ákvarðanir, ekki eitthvað sem mér datt í hug bara sjálfum. Ég fæ náttúrulega það hlutverk að kynna þær og reyna að útskýra þær,“ sagði Ásgeir. Alltaf að reyna að vera kurteis og glaður maður En þú ert umdeildur, feikna umdeildur og það er engum blöðum um það að fletta að það kom fram í innslaginu hérna áðan. Þú hefur verið gagnrýndur af félagasamtökum og ýmsum stofnunum. Hvað með almenning, kemur fólk að máli við þig? Ertu stoppaður úti á götu, úti í búð? „Já, já, ég er það og yfirleitt er það bara svona vinsamlegt. Fólk vill bara stundum segja mér til. Það er bara eðlilegt. Ég er ekki í neinum felum fyrir þessari þjóð neitt,“ sagði Ásgeir. En hvernig bregstu við? „Ég er alltaf bara að reyna að vera, og er alltaf bara, kurteis og glaður svona almennt séð.“ Þú ert kurteis og glaður maður? „Ég myndi telja það, mamma telur það reyndar líka sko, en ég vona að aðrir séu sammála,“ sagði Ásgeir. Hagvöxturinn Evrópumet En ef þú lítur svona í baksýnisspegilinn og þú horfir svona yfir árið er eitthvað sem þú hefðir gert öðruvísi eða viljað gera öðruvísi svona í ljósi stöðunnar. „Það er allt eitthvað sem maður hefði viljað gera öðruvísi. Ég held að þessar ákvarðanir sem við tókum séu réttar. Við erum náttúrulega búin að hækka vexti alveg gríðarlega á þessu ári og síðasta sumar sérstaklega. Mögulega hefði átt að hækka vextina fyrr, það er erfitt samt að gera það,“ sagði Ásgeir og nefnir að sjö prósent hagvöxtur hafi verið á árinu, sem sé Evrópumet. „Fólk er að bæta sér upp fyrir þessi tvö ár sem það missti af, utanlandsferðum og fleira, bara með því að allir séu úti núna. Það kom aðeins á óvart,“ sagði Ásgeir. Hann játar að hann hafi svolítið fengið tásuummælin í hausin. Þau séu orðin að dálítið þreyttum brandara. „Það sem ég vildi segja með þessu, þetta var í rauninni pólitískt einmitt. Núna hefur gengi krónunnar sigið. Að Seðlabankinn ætlaði ekki að verja gengi krónunnar ef gengisfallið stafaði af því að fólk færi að eyða peningum í útlöndum eða annars staðar og það hefur síðan gerst sko,“ sagði Ásgeir. „Bara best að vera heima“ Ég ætlaði að fara í svona flóknar spurningu: hvar stöndum við í dag og eitthvað svona, ég ætla að sleppa því. Ég ætla bara að spyrja þig: Hvað ætlar seðlabankastjóri að gera í kvöld á gamlárskvöld? „Ég ætla bara að vera heima hjá mér í kvöld í góðum félagsskap,“ sagði Ásgeir. Þú ferð ekkert út, kannski bara getur það ekki, hvað gerir fólk þá þegar þú birtist? „Mamma sagði að það væri aldrei sérstaklega heppilegt að vera að þvælast út á nóttunni eða kvöldin. Það náttúrulega fylgir þessu starfi og ég held að margir þeir sem sitja við þetta háborð hérna geti líka sammælst mér um það að þegar þú ert kominn í svona starf, þá ertu ekki að þvælast úti á neinu djammi eða eitthvað álíka, bara best að vera heima,“ sagði Ásgeir. Viðtalið við Ásgeir í heild sinni ásamt Kryddsíldinni má sjá hér að ofan. Áramót Kryddsíld Seðlabankinn Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Fleiri fréttir „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Sjá meira
Telma Tómasson fréttakona spjallaði við Ásgeir þegar valið var kynnt. Þú hélst fyrst þegar við töluðum við þig, að þú yrðir að jafnvel skúrkur ársins og vissulega ertu umdeildur. En þú hefur ekki verið í neinni vinsældakosningu þetta árið? „Nei, ég held að enginn seðlabankastjóri hafi verið vinsæll í þessu landi frá upphafi. Mér datt ekki alveg í hug að ég myndi endilega vera það heldur. Við erum í þeirri stöðu að þurfa að taka óvinsælar ákvarðanir sem við teljum vera réttar en þær eru oft óvinsælar.“ Hvernig líður manni sem þarf að axla þessa ábyrgð, sefurðu vel á næturnar? „Ja, ég sef vel. Enda líka, ég er ekki einn, ég er náttúrulega með heilan banka með mér. Það eru þrjú hundruð manns í Seðlabankanum og þetta er ekki ég sem er að ákveða þetta einn. Ég er í rauninni bara fjölmiðlafulltrúi fyrir bankann. Þessar ákvarðanir eru teknar af nefndum sem eru skipaðar sérfræðingum þannig þetta er þetta eru vandaðar ákvarðanir, ekki eitthvað sem mér datt í hug bara sjálfum. Ég fæ náttúrulega það hlutverk að kynna þær og reyna að útskýra þær,“ sagði Ásgeir. Alltaf að reyna að vera kurteis og glaður maður En þú ert umdeildur, feikna umdeildur og það er engum blöðum um það að fletta að það kom fram í innslaginu hérna áðan. Þú hefur verið gagnrýndur af félagasamtökum og ýmsum stofnunum. Hvað með almenning, kemur fólk að máli við þig? Ertu stoppaður úti á götu, úti í búð? „Já, já, ég er það og yfirleitt er það bara svona vinsamlegt. Fólk vill bara stundum segja mér til. Það er bara eðlilegt. Ég er ekki í neinum felum fyrir þessari þjóð neitt,“ sagði Ásgeir. En hvernig bregstu við? „Ég er alltaf bara að reyna að vera, og er alltaf bara, kurteis og glaður svona almennt séð.“ Þú ert kurteis og glaður maður? „Ég myndi telja það, mamma telur það reyndar líka sko, en ég vona að aðrir séu sammála,“ sagði Ásgeir. Hagvöxturinn Evrópumet En ef þú lítur svona í baksýnisspegilinn og þú horfir svona yfir árið er eitthvað sem þú hefðir gert öðruvísi eða viljað gera öðruvísi svona í ljósi stöðunnar. „Það er allt eitthvað sem maður hefði viljað gera öðruvísi. Ég held að þessar ákvarðanir sem við tókum séu réttar. Við erum náttúrulega búin að hækka vexti alveg gríðarlega á þessu ári og síðasta sumar sérstaklega. Mögulega hefði átt að hækka vextina fyrr, það er erfitt samt að gera það,“ sagði Ásgeir og nefnir að sjö prósent hagvöxtur hafi verið á árinu, sem sé Evrópumet. „Fólk er að bæta sér upp fyrir þessi tvö ár sem það missti af, utanlandsferðum og fleira, bara með því að allir séu úti núna. Það kom aðeins á óvart,“ sagði Ásgeir. Hann játar að hann hafi svolítið fengið tásuummælin í hausin. Þau séu orðin að dálítið þreyttum brandara. „Það sem ég vildi segja með þessu, þetta var í rauninni pólitískt einmitt. Núna hefur gengi krónunnar sigið. Að Seðlabankinn ætlaði ekki að verja gengi krónunnar ef gengisfallið stafaði af því að fólk færi að eyða peningum í útlöndum eða annars staðar og það hefur síðan gerst sko,“ sagði Ásgeir. „Bara best að vera heima“ Ég ætlaði að fara í svona flóknar spurningu: hvar stöndum við í dag og eitthvað svona, ég ætla að sleppa því. Ég ætla bara að spyrja þig: Hvað ætlar seðlabankastjóri að gera í kvöld á gamlárskvöld? „Ég ætla bara að vera heima hjá mér í kvöld í góðum félagsskap,“ sagði Ásgeir. Þú ferð ekkert út, kannski bara getur það ekki, hvað gerir fólk þá þegar þú birtist? „Mamma sagði að það væri aldrei sérstaklega heppilegt að vera að þvælast út á nóttunni eða kvöldin. Það náttúrulega fylgir þessu starfi og ég held að margir þeir sem sitja við þetta háborð hérna geti líka sammælst mér um það að þegar þú ert kominn í svona starf, þá ertu ekki að þvælast úti á neinu djammi eða eitthvað álíka, bara best að vera heima,“ sagði Ásgeir. Viðtalið við Ásgeir í heild sinni ásamt Kryddsíldinni má sjá hér að ofan.
Áramót Kryddsíld Seðlabankinn Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Fleiri fréttir „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Sjá meira