„Ég er ekki í neinum felum fyrir þessari þjóð“ Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 2. janúar 2023 17:14 Telma Tómasson, fréttakona og Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri. Stöð 2/Hulda Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri var valinn maður ársins af fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar og var valið kynnt í Kryddsíld á gamlársdag. Ásgeir segist sofa vel á næturnar þrátt fyrir ábyrgð í starfi og vera kurteis maður, að minnsta kosti að mati mömmu sinnar. Telma Tómasson fréttakona spjallaði við Ásgeir þegar valið var kynnt. Þú hélst fyrst þegar við töluðum við þig, að þú yrðir að jafnvel skúrkur ársins og vissulega ertu umdeildur. En þú hefur ekki verið í neinni vinsældakosningu þetta árið? „Nei, ég held að enginn seðlabankastjóri hafi verið vinsæll í þessu landi frá upphafi. Mér datt ekki alveg í hug að ég myndi endilega vera það heldur. Við erum í þeirri stöðu að þurfa að taka óvinsælar ákvarðanir sem við teljum vera réttar en þær eru oft óvinsælar.“ Hvernig líður manni sem þarf að axla þessa ábyrgð, sefurðu vel á næturnar? „Ja, ég sef vel. Enda líka, ég er ekki einn, ég er náttúrulega með heilan banka með mér. Það eru þrjú hundruð manns í Seðlabankanum og þetta er ekki ég sem er að ákveða þetta einn. Ég er í rauninni bara fjölmiðlafulltrúi fyrir bankann. Þessar ákvarðanir eru teknar af nefndum sem eru skipaðar sérfræðingum þannig þetta er þetta eru vandaðar ákvarðanir, ekki eitthvað sem mér datt í hug bara sjálfum. Ég fæ náttúrulega það hlutverk að kynna þær og reyna að útskýra þær,“ sagði Ásgeir. Alltaf að reyna að vera kurteis og glaður maður En þú ert umdeildur, feikna umdeildur og það er engum blöðum um það að fletta að það kom fram í innslaginu hérna áðan. Þú hefur verið gagnrýndur af félagasamtökum og ýmsum stofnunum. Hvað með almenning, kemur fólk að máli við þig? Ertu stoppaður úti á götu, úti í búð? „Já, já, ég er það og yfirleitt er það bara svona vinsamlegt. Fólk vill bara stundum segja mér til. Það er bara eðlilegt. Ég er ekki í neinum felum fyrir þessari þjóð neitt,“ sagði Ásgeir. En hvernig bregstu við? „Ég er alltaf bara að reyna að vera, og er alltaf bara, kurteis og glaður svona almennt séð.“ Þú ert kurteis og glaður maður? „Ég myndi telja það, mamma telur það reyndar líka sko, en ég vona að aðrir séu sammála,“ sagði Ásgeir. Hagvöxturinn Evrópumet En ef þú lítur svona í baksýnisspegilinn og þú horfir svona yfir árið er eitthvað sem þú hefðir gert öðruvísi eða viljað gera öðruvísi svona í ljósi stöðunnar. „Það er allt eitthvað sem maður hefði viljað gera öðruvísi. Ég held að þessar ákvarðanir sem við tókum séu réttar. Við erum náttúrulega búin að hækka vexti alveg gríðarlega á þessu ári og síðasta sumar sérstaklega. Mögulega hefði átt að hækka vextina fyrr, það er erfitt samt að gera það,“ sagði Ásgeir og nefnir að sjö prósent hagvöxtur hafi verið á árinu, sem sé Evrópumet. „Fólk er að bæta sér upp fyrir þessi tvö ár sem það missti af, utanlandsferðum og fleira, bara með því að allir séu úti núna. Það kom aðeins á óvart,“ sagði Ásgeir. Hann játar að hann hafi svolítið fengið tásuummælin í hausin. Þau séu orðin að dálítið þreyttum brandara. „Það sem ég vildi segja með þessu, þetta var í rauninni pólitískt einmitt. Núna hefur gengi krónunnar sigið. Að Seðlabankinn ætlaði ekki að verja gengi krónunnar ef gengisfallið stafaði af því að fólk færi að eyða peningum í útlöndum eða annars staðar og það hefur síðan gerst sko,“ sagði Ásgeir. „Bara best að vera heima“ Ég ætlaði að fara í svona flóknar spurningu: hvar stöndum við í dag og eitthvað svona, ég ætla að sleppa því. Ég ætla bara að spyrja þig: Hvað ætlar seðlabankastjóri að gera í kvöld á gamlárskvöld? „Ég ætla bara að vera heima hjá mér í kvöld í góðum félagsskap,“ sagði Ásgeir. Þú ferð ekkert út, kannski bara getur það ekki, hvað gerir fólk þá þegar þú birtist? „Mamma sagði að það væri aldrei sérstaklega heppilegt að vera að þvælast út á nóttunni eða kvöldin. Það náttúrulega fylgir þessu starfi og ég held að margir þeir sem sitja við þetta háborð hérna geti líka sammælst mér um það að þegar þú ert kominn í svona starf, þá ertu ekki að þvælast úti á neinu djammi eða eitthvað álíka, bara best að vera heima,“ sagði Ásgeir. Viðtalið við Ásgeir í heild sinni ásamt Kryddsíldinni má sjá hér að ofan. Áramót Kryddsíld Seðlabankinn Mest lesið „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru Sjá meira
Telma Tómasson fréttakona spjallaði við Ásgeir þegar valið var kynnt. Þú hélst fyrst þegar við töluðum við þig, að þú yrðir að jafnvel skúrkur ársins og vissulega ertu umdeildur. En þú hefur ekki verið í neinni vinsældakosningu þetta árið? „Nei, ég held að enginn seðlabankastjóri hafi verið vinsæll í þessu landi frá upphafi. Mér datt ekki alveg í hug að ég myndi endilega vera það heldur. Við erum í þeirri stöðu að þurfa að taka óvinsælar ákvarðanir sem við teljum vera réttar en þær eru oft óvinsælar.“ Hvernig líður manni sem þarf að axla þessa ábyrgð, sefurðu vel á næturnar? „Ja, ég sef vel. Enda líka, ég er ekki einn, ég er náttúrulega með heilan banka með mér. Það eru þrjú hundruð manns í Seðlabankanum og þetta er ekki ég sem er að ákveða þetta einn. Ég er í rauninni bara fjölmiðlafulltrúi fyrir bankann. Þessar ákvarðanir eru teknar af nefndum sem eru skipaðar sérfræðingum þannig þetta er þetta eru vandaðar ákvarðanir, ekki eitthvað sem mér datt í hug bara sjálfum. Ég fæ náttúrulega það hlutverk að kynna þær og reyna að útskýra þær,“ sagði Ásgeir. Alltaf að reyna að vera kurteis og glaður maður En þú ert umdeildur, feikna umdeildur og það er engum blöðum um það að fletta að það kom fram í innslaginu hérna áðan. Þú hefur verið gagnrýndur af félagasamtökum og ýmsum stofnunum. Hvað með almenning, kemur fólk að máli við þig? Ertu stoppaður úti á götu, úti í búð? „Já, já, ég er það og yfirleitt er það bara svona vinsamlegt. Fólk vill bara stundum segja mér til. Það er bara eðlilegt. Ég er ekki í neinum felum fyrir þessari þjóð neitt,“ sagði Ásgeir. En hvernig bregstu við? „Ég er alltaf bara að reyna að vera, og er alltaf bara, kurteis og glaður svona almennt séð.“ Þú ert kurteis og glaður maður? „Ég myndi telja það, mamma telur það reyndar líka sko, en ég vona að aðrir séu sammála,“ sagði Ásgeir. Hagvöxturinn Evrópumet En ef þú lítur svona í baksýnisspegilinn og þú horfir svona yfir árið er eitthvað sem þú hefðir gert öðruvísi eða viljað gera öðruvísi svona í ljósi stöðunnar. „Það er allt eitthvað sem maður hefði viljað gera öðruvísi. Ég held að þessar ákvarðanir sem við tókum séu réttar. Við erum náttúrulega búin að hækka vexti alveg gríðarlega á þessu ári og síðasta sumar sérstaklega. Mögulega hefði átt að hækka vextina fyrr, það er erfitt samt að gera það,“ sagði Ásgeir og nefnir að sjö prósent hagvöxtur hafi verið á árinu, sem sé Evrópumet. „Fólk er að bæta sér upp fyrir þessi tvö ár sem það missti af, utanlandsferðum og fleira, bara með því að allir séu úti núna. Það kom aðeins á óvart,“ sagði Ásgeir. Hann játar að hann hafi svolítið fengið tásuummælin í hausin. Þau séu orðin að dálítið þreyttum brandara. „Það sem ég vildi segja með þessu, þetta var í rauninni pólitískt einmitt. Núna hefur gengi krónunnar sigið. Að Seðlabankinn ætlaði ekki að verja gengi krónunnar ef gengisfallið stafaði af því að fólk færi að eyða peningum í útlöndum eða annars staðar og það hefur síðan gerst sko,“ sagði Ásgeir. „Bara best að vera heima“ Ég ætlaði að fara í svona flóknar spurningu: hvar stöndum við í dag og eitthvað svona, ég ætla að sleppa því. Ég ætla bara að spyrja þig: Hvað ætlar seðlabankastjóri að gera í kvöld á gamlárskvöld? „Ég ætla bara að vera heima hjá mér í kvöld í góðum félagsskap,“ sagði Ásgeir. Þú ferð ekkert út, kannski bara getur það ekki, hvað gerir fólk þá þegar þú birtist? „Mamma sagði að það væri aldrei sérstaklega heppilegt að vera að þvælast út á nóttunni eða kvöldin. Það náttúrulega fylgir þessu starfi og ég held að margir þeir sem sitja við þetta háborð hérna geti líka sammælst mér um það að þegar þú ert kominn í svona starf, þá ertu ekki að þvælast úti á neinu djammi eða eitthvað álíka, bara best að vera heima,“ sagði Ásgeir. Viðtalið við Ásgeir í heild sinni ásamt Kryddsíldinni má sjá hér að ofan.
Áramót Kryddsíld Seðlabankinn Mest lesið „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru Sjá meira