Tengdur við morðin dularfullu eftir langferð á hvítum Hyundai Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. janúar 2023 11:53 Mynd af Bryan Kohberger í haldi lögreglu. Hann verður líkast til framseldur til Idaho. Lögregla í Pennsylvaníu DNA-sönnunargögn og hvítur Hyundai Elantra bíll í eigu Bryan Christopher Kohberger leiddu til þess að lögregla beindi sjónum sínum að hinum tæplega þrítuga doktorsnema í afbrotafræði í dularfullu morðmáli í Idaho í Bandaríkjunum. Greint var frá því fyrir áramót að Lögreglan í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum handtók karlmann á þrítugsaldri, sem grunaður er um dularfullt morð á fjórum háskólanemum í Idaho í nóvember. Umræddur maður er Bryan Christopher Kohberger, 28 ára doktorsnemi í afbrotafræði við ríkisháskólann í Washington. Háskólanemarnir fjórir sem myrtir voru aðfaranótt 13. nóvember hétu Xana Kernodle, Ethan Chapin, Kaylee Goncalves og Madison Mogen. Þau voru öll rétt um tvítugt og voru stungin til bana í rúmum sínum. Morðin hafa vakið mikinn óhug í Bandaríkjunum, ekki síst vegna þess að lögreglu virtist lítið verða ágengt við rannsókn þess. Í frétt CNN segir hins vegar að lögreglan hafi meðal annars tekið þrjú hundruð viðtöl vegna þess og rannsakað tuttugu þúsund ábendingar. DNA-leifar og hvíti Hyundai-inn Sjónir lögreglu beindust að Kohberger eftir að hafa rannsakað DNA-leifar á vettvangi og borið þær saman við opinberan DNA-gagnagrunn. Skriður komst hins vegar á málið eftir að lögregla komst að því að hægt var að staðfesta að Kohberger væri eigandi hvítrar Hyundai Elantra bifreiðar, en slík bifreið sást nærri vettvangi morðsins. Við rannsókn málsins hafði lögregla gefið út að leitað væri að hvítum Hyundai Elantra-bíl. Var almenningur beðinn um að senda inn ábendingar. Það var svo rétt fyrir jól þegar Kohberger lagði í langferð á bíl hans, hvítum Hyundai Elantra, frá heimili hans, sem er að sögn yfirvalda stutt frá því þar sem morðin voru framin. Ók hann nærri fjögur þúsund kílómetra á bílnum, frá Idaho til Pennsylvaníu þar sem foreldrar hans eiga heima. Í frétt CNN segir að lögregla hafi hafið eftirlit með honum á meðan á bílferðinni stóð. Á meðan lögregla fylgdist með ferðalaginu byggði hún upp mál gegn Kohberger svo að hægt væri að fá heimild til að handtaka hann. Þar komu DNA-gögnin og eign hans á umræddum bíl sér vel fyrir lögreglu. Handtekinn á heimili foreldra hans Kohberger var handtekinn á heimili foreldra hans í Pennsylvaníu síðastliðin föstudag. Fastlega er gert ráð fyrir því að Kohberger verði fluttur til Idaho vegna málsins. Yfirvöld hafa ekki gefið neitt uppi um hver möguleg tenging Kohberger hafi verið við fórnarlömbin eða hvort hann hafi þekkt þau. Þá hefur morðvopnið í málinu ekki fundist. Krufning á líkum hinna fjögurra kvenna gefur til kynna að þær hafi verið sofandi er atlagan var gerð að þeim. Þær voru stungnar ítrekarð og talið er líklegt að einhverjar þeirra hafi reynt að verja sig gegn atlögunni eftir að hún hófst. Kohberger hefur sem fyrr segir stundan doktorsnám í afbrotafræði við Ríkisháskólann í Washington. Þar hafði hann einnig starfað sem stundakennari. Bandaríkin Erlend sakamál Tengdar fréttir Grunaður um dularfullt morð á fjórum háskólanemum Lögregla í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum handtók í gær karlmann á þrítugsaldri, sem grunaður er um dularfullt morð á fjórum háskólanemum í Idaho í nóvember. Málið vakti óhug, og jafnframt mikinn áhuga, á samfélagsmiðlum. 31. desember 2022 09:45 Ungmennin í Idaho voru stungin til bana Komið er í ljós að fjögur ungmenni sem fundust látin á heimili sínu fyrir um viku síðan í Idaho voru stungin til bana. Þau voru nemendur í Idaho háskóla í Bandaríkjunum. 19. nóvember 2022 18:44 Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Erlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Fleiri fréttir Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sjá meira
Greint var frá því fyrir áramót að Lögreglan í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum handtók karlmann á þrítugsaldri, sem grunaður er um dularfullt morð á fjórum háskólanemum í Idaho í nóvember. Umræddur maður er Bryan Christopher Kohberger, 28 ára doktorsnemi í afbrotafræði við ríkisháskólann í Washington. Háskólanemarnir fjórir sem myrtir voru aðfaranótt 13. nóvember hétu Xana Kernodle, Ethan Chapin, Kaylee Goncalves og Madison Mogen. Þau voru öll rétt um tvítugt og voru stungin til bana í rúmum sínum. Morðin hafa vakið mikinn óhug í Bandaríkjunum, ekki síst vegna þess að lögreglu virtist lítið verða ágengt við rannsókn þess. Í frétt CNN segir hins vegar að lögreglan hafi meðal annars tekið þrjú hundruð viðtöl vegna þess og rannsakað tuttugu þúsund ábendingar. DNA-leifar og hvíti Hyundai-inn Sjónir lögreglu beindust að Kohberger eftir að hafa rannsakað DNA-leifar á vettvangi og borið þær saman við opinberan DNA-gagnagrunn. Skriður komst hins vegar á málið eftir að lögregla komst að því að hægt var að staðfesta að Kohberger væri eigandi hvítrar Hyundai Elantra bifreiðar, en slík bifreið sást nærri vettvangi morðsins. Við rannsókn málsins hafði lögregla gefið út að leitað væri að hvítum Hyundai Elantra-bíl. Var almenningur beðinn um að senda inn ábendingar. Það var svo rétt fyrir jól þegar Kohberger lagði í langferð á bíl hans, hvítum Hyundai Elantra, frá heimili hans, sem er að sögn yfirvalda stutt frá því þar sem morðin voru framin. Ók hann nærri fjögur þúsund kílómetra á bílnum, frá Idaho til Pennsylvaníu þar sem foreldrar hans eiga heima. Í frétt CNN segir að lögregla hafi hafið eftirlit með honum á meðan á bílferðinni stóð. Á meðan lögregla fylgdist með ferðalaginu byggði hún upp mál gegn Kohberger svo að hægt væri að fá heimild til að handtaka hann. Þar komu DNA-gögnin og eign hans á umræddum bíl sér vel fyrir lögreglu. Handtekinn á heimili foreldra hans Kohberger var handtekinn á heimili foreldra hans í Pennsylvaníu síðastliðin föstudag. Fastlega er gert ráð fyrir því að Kohberger verði fluttur til Idaho vegna málsins. Yfirvöld hafa ekki gefið neitt uppi um hver möguleg tenging Kohberger hafi verið við fórnarlömbin eða hvort hann hafi þekkt þau. Þá hefur morðvopnið í málinu ekki fundist. Krufning á líkum hinna fjögurra kvenna gefur til kynna að þær hafi verið sofandi er atlagan var gerð að þeim. Þær voru stungnar ítrekarð og talið er líklegt að einhverjar þeirra hafi reynt að verja sig gegn atlögunni eftir að hún hófst. Kohberger hefur sem fyrr segir stundan doktorsnám í afbrotafræði við Ríkisháskólann í Washington. Þar hafði hann einnig starfað sem stundakennari.
Bandaríkin Erlend sakamál Tengdar fréttir Grunaður um dularfullt morð á fjórum háskólanemum Lögregla í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum handtók í gær karlmann á þrítugsaldri, sem grunaður er um dularfullt morð á fjórum háskólanemum í Idaho í nóvember. Málið vakti óhug, og jafnframt mikinn áhuga, á samfélagsmiðlum. 31. desember 2022 09:45 Ungmennin í Idaho voru stungin til bana Komið er í ljós að fjögur ungmenni sem fundust látin á heimili sínu fyrir um viku síðan í Idaho voru stungin til bana. Þau voru nemendur í Idaho háskóla í Bandaríkjunum. 19. nóvember 2022 18:44 Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Erlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Fleiri fréttir Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sjá meira
Grunaður um dularfullt morð á fjórum háskólanemum Lögregla í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum handtók í gær karlmann á þrítugsaldri, sem grunaður er um dularfullt morð á fjórum háskólanemum í Idaho í nóvember. Málið vakti óhug, og jafnframt mikinn áhuga, á samfélagsmiðlum. 31. desember 2022 09:45
Ungmennin í Idaho voru stungin til bana Komið er í ljós að fjögur ungmenni sem fundust látin á heimili sínu fyrir um viku síðan í Idaho voru stungin til bana. Þau voru nemendur í Idaho háskóla í Bandaríkjunum. 19. nóvember 2022 18:44