Erlent

Grunaður um dularfullt morð á fjórum háskólanemum

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Mynd af Bryan Kohberger í haldi lögreglu. Hann verður líkast til framseldur til Idaho.
Mynd af Bryan Kohberger í haldi lögreglu. Hann verður líkast til framseldur til Idaho. Lögregla í Pennsylvaníu

Lögregla í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum handtók í gær karlmann á þrítugsaldri, sem grunaður er um dularfullt morð á fjórum háskólanemum í Idaho í nóvember. Málið vakti óhug, og jafnframt mikinn áhuga, á samfélagsmiðlum. 

Lögregla gaf lítið sem ekkert upp um gang rannsóknarinnar og virtist verða lítið ágengt, fyrr en nú. 

Maðurinn sem handtekinn var heitir Bryan Christopher Kohberger, 28 ára doktorsnemi við ríkisháskólann í Washington. Hann er búsettur skammt frá morðstaðnum en var handtekinn í Pennsylvaníu, rúmlega fjögur þúsund kílómetrum frá heimili sínu. Lögregla hefur ekkert gefið upp um ástæðu að baki morðunum eða mögulega tengingu Kohberger við fórnarlömbin.

Háskólanemarnir fjórir sem myrtir voru aðfaranótt 13. nóvember hétu Xana Kernodle, Ethan Chapin, Kaylee Goncalves og Madison Mogen. Þau voru öll rétt um tvítugt og voru stungin til bana í rúmum sínum. 


Tengdar fréttir

Ung­mennin í I­da­ho voru stungin til bana

Komið er í ljós að fjögur ungmenni sem fundust látin á heimili sínu fyrir um viku síðan í Idaho voru stungin til bana. Þau voru nemendur í Idaho háskóla í Bandaríkjunum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×