Forval verktaka að hefjast vegna nýrrar Ölfusárbrúar Kristján Már Unnarsson skrifar 30. desember 2022 06:00 Nýja Ölfusárbrúin verður 330 metra löng og með sextíu metra háum brúarstöpli. Vegagerðin Forval vegna smíði nýrrar Ölfusárbrúar verður auglýst í janúar og er stefnt að því að framkvæmdir hefjist síðla næsta árs. Brúarsmíðin verður þó talsvert seinna á ferðinni en búið var að lofa kjósendum. Fjallað var um verkefnið í fréttum Stöðvar 2 en brúin yfir þetta vatnsmesta fljót landsins verður eitt tignarlegasta mannvirki landsins, 330 metra löng og með sextíu metra háum brúarstöpli sem slagar upp í hæð Hallgrímskirkjuturns. Og núna er að komast hreyfing á verkið. Svona mun brúin líta út séð frá Selfossi.Vegagerðin „Núna í janúar ætlum við að auglýsa forval fyrir verktaka þannig að við getum valið úr hæfa aðila til að taka þátt í útboði, sem fer þá fram með vorinu, kannski í apríl-maí, og stefnum þá að því að það liggi fyrir verksamningur fyrir haustið,“ segir Guðmundur Valur Guðmundsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Vegagerðarinnar. Guðmundur Valur Guðmundsson er framkvæmdastjóri þróunarsviðs Vegagerðarinnar.Egill Aðalsteinsson Verkið verður boðið út á grundvelli laga um samvinnuverkefni en Vegagerðin hélt kynningarfund um verkið í fyrra. Í framhaldi af honum var auglýst eftir áhugasömum aðilum og lýstu 9-12 aðilar yfir áhuga. „Við áttum samtöl við þá í sumar um verkið og þar með talið útfærslur á fjármögnun og hinu og þessu,“ segir Guðmundur. Svona geta menn ímyndað sér að útsýn ökumanns verði á brúnni í átt til Ingólfsfjalls.Vegagerðin Hann segir líklegt að farin verði sú leið að fjármögnun á framkvæmdatíma verði hluti af útboðspakkanum. Guðmundur telur þó óvarlegt að slá neinu föstu um brúartollinn en rifjar upp að síðastliðið vor hafi menn verið að tala um 300-400 krónur. Gjaldið ráðist þó af því á hve löngum tíma menn ætli að greiða verkið niður og hversu mikil notkunin verði á brúnni. Hann segir líklegt að framkvæmdir hefjist undir lok næsta árs og verði komnar á fullt árið 2024. Nýja Ölfusárbrúin mun setja svip á umhverfið.Vegagerðin Ráðherra samgöngumála var raunar búinn að segja kjósendum það fyrir síðustu þingkosningar að þessi glæsilega brú yrði tilbúin annaðhvort í lok árs 2023 eða á árinu 2024. En hvenær áætla menn núna verklok? „Miðað við þessar áætlanir og að þær gangi eftir þá ættum við 2026, þá ætti verkinu að vera lokið ,“ svarar framkvæmdastjóri þróunarsviðs Vegagerðarinnar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Ný Ölfusárbrú Árborg Ölfus Vegtollar Vegagerð Samgöngur Tengdar fréttir Kynnir stofnun opinbers hlutafélags um gjaldtöku af vegum og göngum Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra hefur kynnt á samráðsgátt stjórnvalda áform um að stofna opinbert hlutafélag um uppbyggingu og rekstur samgönguinnviða. Helsta hlutverk félagsins verður að innheimta notkunargjöld, bæði af vegum og jarðgöngum. 19. júlí 2022 12:16 Sigurður Ingi lofar nýrri Ölfusárbrú í lok árs 2023 eða 2024 Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra lofar nýrri brú yfir Ölfusá við Selfoss í lok ársins 2023 eða árið 2024 en framkvæmdir við brúna verða boðnar út um næstu áramót. Brúin mun kosta um sex og hálfan milljarða króna og innheimtur verður vegatollur yfir hana. 6. júní 2021 12:18 Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira
Fjallað var um verkefnið í fréttum Stöðvar 2 en brúin yfir þetta vatnsmesta fljót landsins verður eitt tignarlegasta mannvirki landsins, 330 metra löng og með sextíu metra háum brúarstöpli sem slagar upp í hæð Hallgrímskirkjuturns. Og núna er að komast hreyfing á verkið. Svona mun brúin líta út séð frá Selfossi.Vegagerðin „Núna í janúar ætlum við að auglýsa forval fyrir verktaka þannig að við getum valið úr hæfa aðila til að taka þátt í útboði, sem fer þá fram með vorinu, kannski í apríl-maí, og stefnum þá að því að það liggi fyrir verksamningur fyrir haustið,“ segir Guðmundur Valur Guðmundsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Vegagerðarinnar. Guðmundur Valur Guðmundsson er framkvæmdastjóri þróunarsviðs Vegagerðarinnar.Egill Aðalsteinsson Verkið verður boðið út á grundvelli laga um samvinnuverkefni en Vegagerðin hélt kynningarfund um verkið í fyrra. Í framhaldi af honum var auglýst eftir áhugasömum aðilum og lýstu 9-12 aðilar yfir áhuga. „Við áttum samtöl við þá í sumar um verkið og þar með talið útfærslur á fjármögnun og hinu og þessu,“ segir Guðmundur. Svona geta menn ímyndað sér að útsýn ökumanns verði á brúnni í átt til Ingólfsfjalls.Vegagerðin Hann segir líklegt að farin verði sú leið að fjármögnun á framkvæmdatíma verði hluti af útboðspakkanum. Guðmundur telur þó óvarlegt að slá neinu föstu um brúartollinn en rifjar upp að síðastliðið vor hafi menn verið að tala um 300-400 krónur. Gjaldið ráðist þó af því á hve löngum tíma menn ætli að greiða verkið niður og hversu mikil notkunin verði á brúnni. Hann segir líklegt að framkvæmdir hefjist undir lok næsta árs og verði komnar á fullt árið 2024. Nýja Ölfusárbrúin mun setja svip á umhverfið.Vegagerðin Ráðherra samgöngumála var raunar búinn að segja kjósendum það fyrir síðustu þingkosningar að þessi glæsilega brú yrði tilbúin annaðhvort í lok árs 2023 eða á árinu 2024. En hvenær áætla menn núna verklok? „Miðað við þessar áætlanir og að þær gangi eftir þá ættum við 2026, þá ætti verkinu að vera lokið ,“ svarar framkvæmdastjóri þróunarsviðs Vegagerðarinnar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Ný Ölfusárbrú Árborg Ölfus Vegtollar Vegagerð Samgöngur Tengdar fréttir Kynnir stofnun opinbers hlutafélags um gjaldtöku af vegum og göngum Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra hefur kynnt á samráðsgátt stjórnvalda áform um að stofna opinbert hlutafélag um uppbyggingu og rekstur samgönguinnviða. Helsta hlutverk félagsins verður að innheimta notkunargjöld, bæði af vegum og jarðgöngum. 19. júlí 2022 12:16 Sigurður Ingi lofar nýrri Ölfusárbrú í lok árs 2023 eða 2024 Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra lofar nýrri brú yfir Ölfusá við Selfoss í lok ársins 2023 eða árið 2024 en framkvæmdir við brúna verða boðnar út um næstu áramót. Brúin mun kosta um sex og hálfan milljarða króna og innheimtur verður vegatollur yfir hana. 6. júní 2021 12:18 Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira
Kynnir stofnun opinbers hlutafélags um gjaldtöku af vegum og göngum Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra hefur kynnt á samráðsgátt stjórnvalda áform um að stofna opinbert hlutafélag um uppbyggingu og rekstur samgönguinnviða. Helsta hlutverk félagsins verður að innheimta notkunargjöld, bæði af vegum og jarðgöngum. 19. júlí 2022 12:16
Sigurður Ingi lofar nýrri Ölfusárbrú í lok árs 2023 eða 2024 Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra lofar nýrri brú yfir Ölfusá við Selfoss í lok ársins 2023 eða árið 2024 en framkvæmdir við brúna verða boðnar út um næstu áramót. Brúin mun kosta um sex og hálfan milljarða króna og innheimtur verður vegatollur yfir hana. 6. júní 2021 12:18