Innlent

Opna fleiri rými vegna óvenju skæðrar flensutíðar

Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar
Már Kristjánsson forstöðumaður bráða-og lyflækningasviðs LSH segir ný rými opnuð vegna mikillar flensutíðar þar sem margir aldraðir séu að veikjast.
Már Kristjánsson forstöðumaður bráða-og lyflækningasviðs LSH segir ný rými opnuð vegna mikillar flensutíðar þar sem margir aldraðir séu að veikjast. Vísir/Egill

Landspítalinn hefur opnað ný rými fyrir sjúklinga vegna óvenju mikillar flenustíðar. Forstöðumaður á spítalanum segir koma til greina að takamarka heimsóknir á spítalann. Hann biðlar til fólks að gæta vel að sóttvörnum.

Már Kristjánsson forstöðumaður lyflækninga-og bráðaþjónustu á Landspítalanum segir óvenju mikið flensufár valda gríðarlegu álagi á Landspítalanum.

„Þetta er inflúensa sem er bæði af A og B gerð. Veirusýkingar, parainflúensa. Við höfum verið með Covid og aðrar kórónuveirur. Svo hefur komið upp hérna faraldur af nóróveirusýkingum sem getur lagst afar illa á þá sem eru aldraðir,“ segir Már.

Hann segir að nýtt rými hafi verið opnað á spítalanum í dag og næstu daga. 

„Við erum að reyna að opna rými fyrir eina tólf sjúklinga. Þá á Hringbraut, svo erum við með viðbótarrými sem við getum nýtt hér og hvar,“ segir hann. 

Már segir skýringuna á þessari aukningu á flensum vera að þær hafi legið í láginni í kórónuveirufaraldrinum vegna samkomutakmarkana og  mikilla sóttvarna. 

Hann segir koma til greina að takmarka heimsóknir á spítalann. 

„Það hefur komið til greina. En við biðlum til fólks að viðhafa ströngustu sóttvarnir ef það kemur hingað og alls ekki koma með flensueinkenni. Þá á líka við út í samfélaginu við biðlum til fólks að halda sig heima sé það veikt. Þá verðum við fljótari að komast yfir þennan kúf,“ segir Már. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×