Harðorður vegna aðgerðarleysis stjórnvalda í öryggismálum Ólafur Björn Sverrisson skrifar 27. desember 2022 21:37 Baldur Þórhallsson, stjórnmálafræðiprófessor við Háskóla Íslands. Vísir/Vilhelm Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir nýjar tillögur um breytingar á þjóðaröryggisstefnu Íslands svipta hulunni af „æpandi andvaraleysi íslenskra stjórnvalda þegar kemur að varnar- og öryggismálum“. Hann er harðorður í garð íslenskra stjórnvalda vegna aðgerðarleysis í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu og segir stefnuna litast af viðhorfi Vinstri grænna. Í nýrri skýrslu þjóðaröryggisráðs kemur fram að hernaðarlegt mikilvægi Íslands hafi aukist vegna vaxandi spennu í samskiptum Rússlands og vestrænna ríkja. Þar er lögð áhersla á virka þátttöku Íslands í þeim alþjóðastofnunum sem við eigum aðild að og fara með öryggis- og varnarmál. Baldur segir hins vegar að í tillögu að breytingu á þingsályktunartillögu um breytingar á þjóðaröryggisstefnu sé ekki fjallað um hvernig að þessum breytingum skuli standa og að skýrslan leggi áherslu á hefðbundnar almannavarnir en ekki hervarnir. „Það er ekkert samræmi á milli þessarar þingsályktunartillögu forsætisráðherra og nýrrar skýrslu þjóðaröryggisráðs um nýtt hernaðarlegt mikilvægi Íslands í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu, raunar er ekkert minnst á þessa nýju stöðu eða mótuð stefna eða gerðar áætlanir í samræmi við hana,“ segir Baldur í samtali við Vísi. Þörf á varnaráætlun Á sama tíma hafi allar aðrar nágrannaþjóðir okkar mótað nýjar varnaráætlanir. „Hér á landi hefur forsætisráðherra einungis boðað breytingar sem lúta að almannavörnum en ekki hervörnum. Mér finnst mikilvægt að þetta verði unnið mun betur.“ Í skýrslu þjóðaröryggisráðs er ýmislegt nefnt sem skuli koma til álita í öryggismálum landsins; ný grunnstefna NATO, norræn varnarsamvinna, ógn við stöðugleika á Norðurslóðum og að hernaðarlegt mikilvægi hafsvæðis í kringum landið hafi aukist. „En ekkert er kveðið á um hvað íslensk stjórnvöld vilji gera í tengslum við þetta. Hvers konar stefnu eða aðgerða þau vilja grípa til í tengslum við þessar umfangsmiklu breytingar í öryggismálum í Evrópu, stjórnvöld hafa ekki svarað því.“ Hann segir því að verið sé að útvista öryggis- og varnarmálum til bandalagsþjóða innan NATO. „Við virðumst líka í opinberri umræðu hafa voðalega takmarkaða skoðun á þessu sjálf.“ „Mér finnst þetta ekki ganga upp vegna þess að við verðum sjálf að meta hvers konar varnir við viljum hafa til staðar.“ Einnig verði að taka hugsanleg útbreiðsluáhrif stríðsins í Úkraínu inn í stefnumótun hérlendis. „Það hafa aldrei verið meiri líkur á að stríð breiðist út í Evrópu frá lokum síðari heimsstyrjaldar. Nú er ég ekki að segja að það muni eiga sér stað en í tillögum forsætisráðherra er ekkert gert ráð fyrir þeim skelfilega möguleika. Ég tel að það sé mjög mikilvægt að gera það,“ segir Baldur. Gætir áhrifa VG Þá segir Baldur að vægi Vinstri grænna birtist í stefnu ríkisstjórnarinnar í öryggis- og varnarmálum. „Líklega hafa Vinstri græn meiri áhrif á þessa stefnu en maður heldur við fyrstu sýn.“ „Þetta birtist með þeim hætti að það virðist ekki vera trú á fælingarmátt varna og varnarviðbúnaðar sem virkaði vel á tímum kalda stríðsins. Stefna Vinstri grænna um hlutleysi er góð og gild en mér finnst hún marka þessi plögg.“ Þögn Vinstri grænna um varnarviðbúnað hlutleysi íslenskra stjórnvalda í þeim efnum liti einnig áætlanir stjórnvalda. „Mér finnst ekki ásættanlegt, líkt og oft kemur fram hjá ráðamönnum þegar þeir eru spurðir að því hvernig við eigum hér heima fyrir að bregðast við ástandinu í Úkraínu, að velta boltanum yfir á bandalagsþjóðir okkar og segja við viljum sjá hvernig þau ætla að gera þetta. Vegna þess að við getum haft aðra afstöðu til þess hvernig best sé að tryggja varnir Íslands en Bandaríkin eða Norðmenn.“ Öryggis- og varnarmál Innrás Rússa í Úkraínu Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Mest lesið Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent Fleiri fréttir Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Sjá meira
Í nýrri skýrslu þjóðaröryggisráðs kemur fram að hernaðarlegt mikilvægi Íslands hafi aukist vegna vaxandi spennu í samskiptum Rússlands og vestrænna ríkja. Þar er lögð áhersla á virka þátttöku Íslands í þeim alþjóðastofnunum sem við eigum aðild að og fara með öryggis- og varnarmál. Baldur segir hins vegar að í tillögu að breytingu á þingsályktunartillögu um breytingar á þjóðaröryggisstefnu sé ekki fjallað um hvernig að þessum breytingum skuli standa og að skýrslan leggi áherslu á hefðbundnar almannavarnir en ekki hervarnir. „Það er ekkert samræmi á milli þessarar þingsályktunartillögu forsætisráðherra og nýrrar skýrslu þjóðaröryggisráðs um nýtt hernaðarlegt mikilvægi Íslands í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu, raunar er ekkert minnst á þessa nýju stöðu eða mótuð stefna eða gerðar áætlanir í samræmi við hana,“ segir Baldur í samtali við Vísi. Þörf á varnaráætlun Á sama tíma hafi allar aðrar nágrannaþjóðir okkar mótað nýjar varnaráætlanir. „Hér á landi hefur forsætisráðherra einungis boðað breytingar sem lúta að almannavörnum en ekki hervörnum. Mér finnst mikilvægt að þetta verði unnið mun betur.“ Í skýrslu þjóðaröryggisráðs er ýmislegt nefnt sem skuli koma til álita í öryggismálum landsins; ný grunnstefna NATO, norræn varnarsamvinna, ógn við stöðugleika á Norðurslóðum og að hernaðarlegt mikilvægi hafsvæðis í kringum landið hafi aukist. „En ekkert er kveðið á um hvað íslensk stjórnvöld vilji gera í tengslum við þetta. Hvers konar stefnu eða aðgerða þau vilja grípa til í tengslum við þessar umfangsmiklu breytingar í öryggismálum í Evrópu, stjórnvöld hafa ekki svarað því.“ Hann segir því að verið sé að útvista öryggis- og varnarmálum til bandalagsþjóða innan NATO. „Við virðumst líka í opinberri umræðu hafa voðalega takmarkaða skoðun á þessu sjálf.“ „Mér finnst þetta ekki ganga upp vegna þess að við verðum sjálf að meta hvers konar varnir við viljum hafa til staðar.“ Einnig verði að taka hugsanleg útbreiðsluáhrif stríðsins í Úkraínu inn í stefnumótun hérlendis. „Það hafa aldrei verið meiri líkur á að stríð breiðist út í Evrópu frá lokum síðari heimsstyrjaldar. Nú er ég ekki að segja að það muni eiga sér stað en í tillögum forsætisráðherra er ekkert gert ráð fyrir þeim skelfilega möguleika. Ég tel að það sé mjög mikilvægt að gera það,“ segir Baldur. Gætir áhrifa VG Þá segir Baldur að vægi Vinstri grænna birtist í stefnu ríkisstjórnarinnar í öryggis- og varnarmálum. „Líklega hafa Vinstri græn meiri áhrif á þessa stefnu en maður heldur við fyrstu sýn.“ „Þetta birtist með þeim hætti að það virðist ekki vera trú á fælingarmátt varna og varnarviðbúnaðar sem virkaði vel á tímum kalda stríðsins. Stefna Vinstri grænna um hlutleysi er góð og gild en mér finnst hún marka þessi plögg.“ Þögn Vinstri grænna um varnarviðbúnað hlutleysi íslenskra stjórnvalda í þeim efnum liti einnig áætlanir stjórnvalda. „Mér finnst ekki ásættanlegt, líkt og oft kemur fram hjá ráðamönnum þegar þeir eru spurðir að því hvernig við eigum hér heima fyrir að bregðast við ástandinu í Úkraínu, að velta boltanum yfir á bandalagsþjóðir okkar og segja við viljum sjá hvernig þau ætla að gera þetta. Vegna þess að við getum haft aðra afstöðu til þess hvernig best sé að tryggja varnir Íslands en Bandaríkin eða Norðmenn.“
Öryggis- og varnarmál Innrás Rússa í Úkraínu Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Mest lesið Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent Fleiri fréttir Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Sjá meira