Erlent

Stunginn til bana á dans­gólfinu í Birmingham

Bjarki Sigurðsson skrifar
Skemmtistaðurinn The Crane er verulega vinsæll.
Skemmtistaðurinn The Crane er verulega vinsæll. The Crane

Rúmlega tvítugur karlmaður var stunginn til bana á dansgólfi skemmtistaðar í Birmingham í Bretlandi í gærkvöldi. Árásarmaðurinn er enn ófundinn og veit lögregla ekki hver hann er. 

Árásin átti sér stað rétt fyrir miðnætti í gærkvöldi á skemmtistaðnum The Crane í Birmingham. Maðurinn var að skemmta sér ásamt vinum sínum þegar hann var stunginn. Gestir og viðbragðsaðilar reyndu að bjarga honum en þrjátíu mínútum síðar var hann látinn. 

„Við vitum að það voru hundruð manna á staðnum þegar þetta gerðist. Við höfum talað við marga þeirra nú þegar en við þurfum enn að ræða við einhvern sem sá þetta eða náði jafnvel myndbandi af þessu gerast,“ hefur BBC eftir rannsóknarlögreglumanninum Michelle Thurgood. 

Enginn hefur verið handtekinn við rannsókn málsins en lögreglan er enn að skoða vettvanginn og fara yfir myndbönd úr öryggismyndavélum. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×