Leiðindaveður á Tenerife yfir jólin Jakob Bjarnar skrifar 27. desember 2022 10:22 Íslendingar og aðrir á Tenerife fengur leiðindaveður yfir sig á aðfanga- og jóladag. Svali Kaldalóns segir götur þar ógeðslegar eftir að hvass vindur gekk eyjuna sem bar með sér sand frá Saharaeyðimörkinni. vísir Íslendingar hafa aldrei verið fleiri á Tenerife yfir jól og áramót. Áætlað er að þeir séu milli átta og níu þúsund talsins eða rétt tæplega helmingi fleiri en voru í fyrra. Rætt var við Svala Kaldalóns ferðamálafrömuð á Tenerife í Bítinu nú í morgun en hann var í óða önn við að sópa sandhrúgum sem safnast höfðu upp fyrir framan hús hans. Rok og rigning hefur verið á Tenerife undanfarna tvo daga. „Hér hefur verið svo mikið sandfok. Mjög hvasst í gær, sterk suð/austan átt og rigning. Í dag er strekkingsgustur úr austri og með öllum sandinum frá Sahara,“ segir Svali og lýsir því að nú er ríkjandi hið svokallaða Calima-ásand, sem er heitur vindur úr suðri sem ber með sér sandský frá Sahara-eyðimörinni. „Þá fær maður sandinn óþveginn í andlitið,“ segir Svali. Göturnar ógeðslegar eftir sandstorminn Hann segir þetta óvenjulegt í desember og yfir jólin. Hann segir að eyjaskeggjar séu ekki að kippa sér mikið upp við þetta þó þeir séu þessu ekki vanir á þessum tíma árs. En í nótt var mjög hvasst. Þegar Calima-vindarnir koma þá sé þetta eins og kveikt sé á ofni, þeir séu svo heitir. „Allar götur hér eru ógeðslegar. Það er drulla út um allt og á gangstéttum. Það verður mikið að gera hjá bæjarstarfsmönnum næstu dagana.“ Svali segir að veður hafi verið fínt allt þar til á sunnudaginn en svo kom veðrið yfir sem Íslendingum, sem eru að flýja veðravíti á Íslandi, þyki auðvitað heldur snautlegt. Tveir dagar í leiðindaveðri í ferð sem nemur kannski tíu dögum sé biti. En það sé búið að lofa því að veður verður gott frá og með morgundeginum. Ýmsar ferðir sem voru bókaðar um eyjuna þurfti að fella niður vegna veðurs, sem er mjög óvenjulegt. Páll Óskar væntanlegur Íslendingar eru á hverju strái á Tenerife um þessar mundir. Spurður segist Svali hafa heyrt því fleygt frá manni í ferðaþjónustunni að þeir væru næstum helmingi fleiri en í fyrra; milli átta og níu þúsund manns. Aðstæður hafi mikið breyst og nú sé ráðlegra að panta borð á veitingastöðum í stað þess að reka bara inn nefið eins og áður tíðkaðist. En þrátt fyrir þetta bakslag stefnir í mikið fjör á Tenerife. Páll Óskar er væntanlegur á eyjuna á morgun, hann verður með sérstakan áramótadansleik en það seldist upp á hann á augabragði. Búið er að setja á aukatónleika, nýárstónleika þannig að Íslendingarnir ætla ekki að láta þetta bakslag raska jóla- og nýársgleðinni. Ferðalög Jól Bítið Spánn Íslendingar erlendis Kanaríeyjar Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Símafrí en ekki símabann Innlent Fleiri fréttir Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Sjá meira
Rætt var við Svala Kaldalóns ferðamálafrömuð á Tenerife í Bítinu nú í morgun en hann var í óða önn við að sópa sandhrúgum sem safnast höfðu upp fyrir framan hús hans. Rok og rigning hefur verið á Tenerife undanfarna tvo daga. „Hér hefur verið svo mikið sandfok. Mjög hvasst í gær, sterk suð/austan átt og rigning. Í dag er strekkingsgustur úr austri og með öllum sandinum frá Sahara,“ segir Svali og lýsir því að nú er ríkjandi hið svokallaða Calima-ásand, sem er heitur vindur úr suðri sem ber með sér sandský frá Sahara-eyðimörinni. „Þá fær maður sandinn óþveginn í andlitið,“ segir Svali. Göturnar ógeðslegar eftir sandstorminn Hann segir þetta óvenjulegt í desember og yfir jólin. Hann segir að eyjaskeggjar séu ekki að kippa sér mikið upp við þetta þó þeir séu þessu ekki vanir á þessum tíma árs. En í nótt var mjög hvasst. Þegar Calima-vindarnir koma þá sé þetta eins og kveikt sé á ofni, þeir séu svo heitir. „Allar götur hér eru ógeðslegar. Það er drulla út um allt og á gangstéttum. Það verður mikið að gera hjá bæjarstarfsmönnum næstu dagana.“ Svali segir að veður hafi verið fínt allt þar til á sunnudaginn en svo kom veðrið yfir sem Íslendingum, sem eru að flýja veðravíti á Íslandi, þyki auðvitað heldur snautlegt. Tveir dagar í leiðindaveðri í ferð sem nemur kannski tíu dögum sé biti. En það sé búið að lofa því að veður verður gott frá og með morgundeginum. Ýmsar ferðir sem voru bókaðar um eyjuna þurfti að fella niður vegna veðurs, sem er mjög óvenjulegt. Páll Óskar væntanlegur Íslendingar eru á hverju strái á Tenerife um þessar mundir. Spurður segist Svali hafa heyrt því fleygt frá manni í ferðaþjónustunni að þeir væru næstum helmingi fleiri en í fyrra; milli átta og níu þúsund manns. Aðstæður hafi mikið breyst og nú sé ráðlegra að panta borð á veitingastöðum í stað þess að reka bara inn nefið eins og áður tíðkaðist. En þrátt fyrir þetta bakslag stefnir í mikið fjör á Tenerife. Páll Óskar er væntanlegur á eyjuna á morgun, hann verður með sérstakan áramótadansleik en það seldist upp á hann á augabragði. Búið er að setja á aukatónleika, nýárstónleika þannig að Íslendingarnir ætla ekki að láta þetta bakslag raska jóla- og nýársgleðinni.
Ferðalög Jól Bítið Spánn Íslendingar erlendis Kanaríeyjar Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Símafrí en ekki símabann Innlent Fleiri fréttir Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum