TMZ greinir frá því að endanleg refsing verði ákveðin við síðara þinghald. Hann var sakfelldur fyrir alla ákæruliði; fyrir gáleysislega meðferð skotvopns, líkamsárás með skotvopni og fyrir að hafa borið hlaðið og óskráð skotvopn.
Lanez skaut Megan Thee Stallion í fótinn að loknu sundlaugarpartýi Kylie Jenner í Hollywood Hills þann 12. júlí 2020. Vitni sögðu að hún hafi móðgað Lanez og gert lítið úr tónlistarhæfileikum hans. Þá hafi Lanez skipað henni að „dansa“ og skotið fimm skotum að henni. Hann hefur ávallt neitað sök.
Megan Thee Stallion segir Lanez hafa boðið henni milljón dala greiðslu gegn því að tilkynna ekki um árásina, þar sem hann hafi verið á skilorði vegna vopnalagabrots á þessum tíma. Hún greindi lögreglu upphaflega frá því að hún hafi skorið sig á glerbroti og það skýrði sárin á fætinum.
Fyrir dómi kvaðst hún upphaflega hafa logið til að byrja með vegna áhyggna af viðbrögðum lögreglu, sér í lagi vegna umræðunnar um kynþáttahatur innan lögreglunnar sumarið 2020. Fjölmargir báru vitni fyrir dómstólum en aðalmeðferðin tók alls tvær vikur. Eins og fyrr segir taldi kviðdómurinn að sakfella ætti Tory Lanez.