Rússneska sendiráðið gagnrýnir Þórdísi Kolbrúnu harðlega Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 23. desember 2022 19:20 Sendiráð Rússlands gagnrýndi utanríkisráðherra harðlega. Vísir/Egill Rússneska sendiráðið gagnrýnir Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra harðlega fyrir ummæli sem hún lét falla í sjónvarpsþætti í vikunni. Í þættinum gagnrýndi ráðherra rússnesk stjórnvöld en sendiráðið vísar ummælunum á bug. „Ég er algjörlega sannfærð um að þetta stríð er ekki eingöngu á milli Rússlands og Úkraínu. Það er ekki bara það að Rússlands sé að ráðast inn í fullvalda, sjálfstætt ríki, sem gerði ekkert af sér gagnvart Rússlandi eða neinum öðrum. Það er verið að vega að þessum gildum sem við byggjum tilveru okkar á – grundvallarmannréttindum,“ sagði Þórdís Kolbrún meðal annars í þættinum Fréttavaktin á Hringbraut. Rússneska sendiráðið segir að sú fullyrðing standist ekki. Orð Þórdísar Kolbrúnar sýni einmitt tregðu íslenskra yfirvalda til að horfast í augu við „glæpi“ Úkraínumanna. Sendiráðið vísar öllu á bug „Síðustu átta ár, með þegjandi samþykki Bandaríkjamanna og evrópskra leiðtoga, hafa hersveitir Úkraínumanna drepið óbreytta borgara í Donbass. Þessar svokölluðu „hetjur“ hafa ógnað þjóð, sem ekkert hefur gert annað en að vilja tala rússnesku og neitað að deila nasískri hugmyndafræði,“ segir sendiráðið í færslu á Facebook. Sendiráðið rússneska heldur áfram og segir innrásina hafa verið eðlilega afleiðingu „margra ára misþyrmingar“ Úkraínumanna. Það þurfi ráðherra að hafa í huga. Þórdís Kolbrún gagnrýndi einnig herskyldu Rússa: „Þetta er auðvitað algjör harmsaga, það er verið að fara með rússnesk mannslíf, ungra drengja, þar sem er fókusað sérstaklega á fátækustu svæði í Rússlandi, og það er verið að fara með þessi líf eins og þetta séu einhverjar einnota vörur nánast,“ sagði ráðherra meðal annars. Þessu vísar sendiráðið einnig á bug og segir orðin ljóslega gefa skakka mynd af stöðu mála. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Sendiráð á Íslandi Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Fleiri fréttir Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Sjá meira
„Ég er algjörlega sannfærð um að þetta stríð er ekki eingöngu á milli Rússlands og Úkraínu. Það er ekki bara það að Rússlands sé að ráðast inn í fullvalda, sjálfstætt ríki, sem gerði ekkert af sér gagnvart Rússlandi eða neinum öðrum. Það er verið að vega að þessum gildum sem við byggjum tilveru okkar á – grundvallarmannréttindum,“ sagði Þórdís Kolbrún meðal annars í þættinum Fréttavaktin á Hringbraut. Rússneska sendiráðið segir að sú fullyrðing standist ekki. Orð Þórdísar Kolbrúnar sýni einmitt tregðu íslenskra yfirvalda til að horfast í augu við „glæpi“ Úkraínumanna. Sendiráðið vísar öllu á bug „Síðustu átta ár, með þegjandi samþykki Bandaríkjamanna og evrópskra leiðtoga, hafa hersveitir Úkraínumanna drepið óbreytta borgara í Donbass. Þessar svokölluðu „hetjur“ hafa ógnað þjóð, sem ekkert hefur gert annað en að vilja tala rússnesku og neitað að deila nasískri hugmyndafræði,“ segir sendiráðið í færslu á Facebook. Sendiráðið rússneska heldur áfram og segir innrásina hafa verið eðlilega afleiðingu „margra ára misþyrmingar“ Úkraínumanna. Það þurfi ráðherra að hafa í huga. Þórdís Kolbrún gagnrýndi einnig herskyldu Rússa: „Þetta er auðvitað algjör harmsaga, það er verið að fara með rússnesk mannslíf, ungra drengja, þar sem er fókusað sérstaklega á fátækustu svæði í Rússlandi, og það er verið að fara með þessi líf eins og þetta séu einhverjar einnota vörur nánast,“ sagði ráðherra meðal annars. Þessu vísar sendiráðið einnig á bug og segir orðin ljóslega gefa skakka mynd af stöðu mála.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Sendiráð á Íslandi Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Fleiri fréttir Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Sjá meira