Rússneska sendiráðið gagnrýnir Þórdísi Kolbrúnu harðlega Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 23. desember 2022 19:20 Sendiráð Rússlands gagnrýndi utanríkisráðherra harðlega. Vísir/Egill Rússneska sendiráðið gagnrýnir Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra harðlega fyrir ummæli sem hún lét falla í sjónvarpsþætti í vikunni. Í þættinum gagnrýndi ráðherra rússnesk stjórnvöld en sendiráðið vísar ummælunum á bug. „Ég er algjörlega sannfærð um að þetta stríð er ekki eingöngu á milli Rússlands og Úkraínu. Það er ekki bara það að Rússlands sé að ráðast inn í fullvalda, sjálfstætt ríki, sem gerði ekkert af sér gagnvart Rússlandi eða neinum öðrum. Það er verið að vega að þessum gildum sem við byggjum tilveru okkar á – grundvallarmannréttindum,“ sagði Þórdís Kolbrún meðal annars í þættinum Fréttavaktin á Hringbraut. Rússneska sendiráðið segir að sú fullyrðing standist ekki. Orð Þórdísar Kolbrúnar sýni einmitt tregðu íslenskra yfirvalda til að horfast í augu við „glæpi“ Úkraínumanna. Sendiráðið vísar öllu á bug „Síðustu átta ár, með þegjandi samþykki Bandaríkjamanna og evrópskra leiðtoga, hafa hersveitir Úkraínumanna drepið óbreytta borgara í Donbass. Þessar svokölluðu „hetjur“ hafa ógnað þjóð, sem ekkert hefur gert annað en að vilja tala rússnesku og neitað að deila nasískri hugmyndafræði,“ segir sendiráðið í færslu á Facebook. Sendiráðið rússneska heldur áfram og segir innrásina hafa verið eðlilega afleiðingu „margra ára misþyrmingar“ Úkraínumanna. Það þurfi ráðherra að hafa í huga. Þórdís Kolbrún gagnrýndi einnig herskyldu Rússa: „Þetta er auðvitað algjör harmsaga, það er verið að fara með rússnesk mannslíf, ungra drengja, þar sem er fókusað sérstaklega á fátækustu svæði í Rússlandi, og það er verið að fara með þessi líf eins og þetta séu einhverjar einnota vörur nánast,“ sagði ráðherra meðal annars. Þessu vísar sendiráðið einnig á bug og segir orðin ljóslega gefa skakka mynd af stöðu mála. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Sendiráð á Íslandi Mest lesið Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Von um frið en uggur um efndir Erlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Fleiri fréttir Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Sjá meira
„Ég er algjörlega sannfærð um að þetta stríð er ekki eingöngu á milli Rússlands og Úkraínu. Það er ekki bara það að Rússlands sé að ráðast inn í fullvalda, sjálfstætt ríki, sem gerði ekkert af sér gagnvart Rússlandi eða neinum öðrum. Það er verið að vega að þessum gildum sem við byggjum tilveru okkar á – grundvallarmannréttindum,“ sagði Þórdís Kolbrún meðal annars í þættinum Fréttavaktin á Hringbraut. Rússneska sendiráðið segir að sú fullyrðing standist ekki. Orð Þórdísar Kolbrúnar sýni einmitt tregðu íslenskra yfirvalda til að horfast í augu við „glæpi“ Úkraínumanna. Sendiráðið vísar öllu á bug „Síðustu átta ár, með þegjandi samþykki Bandaríkjamanna og evrópskra leiðtoga, hafa hersveitir Úkraínumanna drepið óbreytta borgara í Donbass. Þessar svokölluðu „hetjur“ hafa ógnað þjóð, sem ekkert hefur gert annað en að vilja tala rússnesku og neitað að deila nasískri hugmyndafræði,“ segir sendiráðið í færslu á Facebook. Sendiráðið rússneska heldur áfram og segir innrásina hafa verið eðlilega afleiðingu „margra ára misþyrmingar“ Úkraínumanna. Það þurfi ráðherra að hafa í huga. Þórdís Kolbrún gagnrýndi einnig herskyldu Rússa: „Þetta er auðvitað algjör harmsaga, það er verið að fara með rússnesk mannslíf, ungra drengja, þar sem er fókusað sérstaklega á fátækustu svæði í Rússlandi, og það er verið að fara með þessi líf eins og þetta séu einhverjar einnota vörur nánast,“ sagði ráðherra meðal annars. Þessu vísar sendiráðið einnig á bug og segir orðin ljóslega gefa skakka mynd af stöðu mála.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Sendiráð á Íslandi Mest lesið Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Von um frið en uggur um efndir Erlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Fleiri fréttir Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Sjá meira