Innlent

Nafn mannsins sem leitað var í Þykkva­bæjar­fjöru

Árni Sæberg skrifar
Renars Mezgalis er talinn af.
Renars Mezgalis er talinn af.

Leit að Renars Mezgalis hefur verið hætt. Hans hefur verið saknað frá 15. desember síðastliðnum. Bifreið hans fannst í flæðarmálinu í Þykkvabæjarfjöru daginn eftir og talið er að hann hafi lent í sjónum þar og sé látinn.

Renars var fæddur árið 2000 og því aðeins 22 ára að aldri.

Umfangsmikil leit hófst að beiðni aðstandenda hans að kvöldi 15. desember. Leitað var með drónum, gangandi og með sporhundum nokkuð stórt svæði í kring um bílinn og svæðið milli Þjórsár og Hólsár inn í landið og fjöruleit beggja vegna við það svæði. Þá aðstoðaði þyrla Landhelgisgæslu við leitina daginn eftir.

Formlegri leit að Renars hefur verið hætt.Lögreglan

Björgunarsveitir hafa undanfarna daga leitað ströndina allt frá Þorlákshöfn og austurum ásamt því að áhafnir þyrlu Landhelgisgæslu hafa leita úr lofti og nú síðast í dag frá Knarrarósvita að Hjörleifshöfða en án árangurs, að því er segir í tilkynningu á vef lögreglunnar.

Áformað er að farnar verði eftirlitsferðir á leitarsvæðinu eftir því sem veðurfarslegar aðstæður og snjóalög leyfa á næstunni.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×