WHO skortir gögn frá Kína þar sem biðraðir myndast við líkbrennslur Samúel Karl Ólason skrifar 22. desember 2022 14:42 Lík flutt til brennslu í Hebei-héraði í Kína í morgun. AP Opinberar tölur yfirvalda í Kína yfir fjölda þeirra sem látist hafa vegna Covid eru líklega ekki í takt við raunveruleikann. Þetta segja forsvarsmenn Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) en sérfræðingar segja mögulegt að fjölmargir muni deyja vegna faraldursins þar á árinu. Mike Ryan, einn af yfirmönnum WHO, sagði á blaðamannafundi í gær að samkvæmt opinberum tölum frá Kína væru tiltölulega fáir á gjörgæslum vegna Covid. Hins vegar væru fregnir að berast af öngþveiti á sjúkrahúsum víða um Kína. Sérfræðingar segja mögulegt að skortur á gögnum frá Kína sé til marks um að kerfið þar ráði ekki við stöðuna. WHO segir þörf á áreiðanlegri upplýsingum frá Kína svo hægt sé að meta stöðuna af meiri nákvæmni, samkvæmt Washington Post. Undanfarin ár hafa ráðamenn í Kína haldið sig fast við harðar sóttvarnaraðgerðir sem ætlað hefur verið að stöðva alla dreifingu veirunnar. Þessar aðgerðir og tiltölulega lítil bólusetning hefur leitt til þess að stór hluti kínverska samfélagsins er með lítil mótefni gegn Covid og á það sérstaklega við eldri Kínverja. Einhverjir sérfræðingar hafa spáð því að á þessu ári gætu rúm milljón Kínverja dáið vegna Covid. Kínverjar eru um 1,4 milljarðar talsins. Í gær héldu yfirvöld í Kína því fram að í heildina hefðu 5.241 dáið vegna Covid en degi áður var talan 5.242 og var munurinn ekki útskýrður. Þetta þykir ekki trúverðug tala og þar á meðal á samfélagsmiðlum í Kína. Reuters sagði frá því í gær að álag á líkbrennslum í Peking hafi aukist til muna á undanförnum dögum og að biðlistar hafi myndast. Fólk þurfi jafnvel að bíða í nokkra daga eftir því að geta brennt ættingja sína. Blaðamenn Reuters sáu fólk í hlífðarfatnaði bera lík inn í eina líkbrennslu en þar voru einnig öryggisverðir og löng biðröð líkbíla. Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Fleiri fréttir Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Sjá meira
Mike Ryan, einn af yfirmönnum WHO, sagði á blaðamannafundi í gær að samkvæmt opinberum tölum frá Kína væru tiltölulega fáir á gjörgæslum vegna Covid. Hins vegar væru fregnir að berast af öngþveiti á sjúkrahúsum víða um Kína. Sérfræðingar segja mögulegt að skortur á gögnum frá Kína sé til marks um að kerfið þar ráði ekki við stöðuna. WHO segir þörf á áreiðanlegri upplýsingum frá Kína svo hægt sé að meta stöðuna af meiri nákvæmni, samkvæmt Washington Post. Undanfarin ár hafa ráðamenn í Kína haldið sig fast við harðar sóttvarnaraðgerðir sem ætlað hefur verið að stöðva alla dreifingu veirunnar. Þessar aðgerðir og tiltölulega lítil bólusetning hefur leitt til þess að stór hluti kínverska samfélagsins er með lítil mótefni gegn Covid og á það sérstaklega við eldri Kínverja. Einhverjir sérfræðingar hafa spáð því að á þessu ári gætu rúm milljón Kínverja dáið vegna Covid. Kínverjar eru um 1,4 milljarðar talsins. Í gær héldu yfirvöld í Kína því fram að í heildina hefðu 5.241 dáið vegna Covid en degi áður var talan 5.242 og var munurinn ekki útskýrður. Þetta þykir ekki trúverðug tala og þar á meðal á samfélagsmiðlum í Kína. Reuters sagði frá því í gær að álag á líkbrennslum í Peking hafi aukist til muna á undanförnum dögum og að biðlistar hafi myndast. Fólk þurfi jafnvel að bíða í nokkra daga eftir því að geta brennt ættingja sína. Blaðamenn Reuters sáu fólk í hlífðarfatnaði bera lík inn í eina líkbrennslu en þar voru einnig öryggisverðir og löng biðröð líkbíla.
Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Fleiri fréttir Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Sjá meira