Innlent

Dúx Flens­borgar­skólans með 9,87 í ein­kunn

Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar
Guðrún Edda Min Harðardóttir dúx Flensborgar ásamt skólastjórnendum við útskrift í gær.
Guðrún Edda Min Harðardóttir dúx Flensborgar ásamt skólastjórnendum við útskrift í gær.

Flensborgarskólinn í Hafnarfirði brautskráði í gær 43 nemendur. Nemendur útskrifuðust af fjórum brautum skólans; félagsvísinda-, raunvísinda-, viðskipta og hagfræði- og opinni braut. Tíu þeirra luku einnig námi á íþróttaafrekssviði skólans og einn af listnámssviði. Hæstu einkunn hlaut Guðrún Edda Min Harðardóttir, með einkunnina 9,87 á stúdentsprófi.

Er þetta með hæstu lokaeinkunnunum við skólann. Guðrún Edda hlaut viðurkenningu fyrir góðan árangur í raungreinum á stúdentsprófi frá Háskólanum í Reykjavík. Einnig hlaut hún styrk frá Rio Tinto og verðlaun fyrir góðan árangur í ensku og íslensku á stúdentsprófi. Hún hlaut einnig viðurkenningu frá Rótarýklúbbi Hafnarfjarðar fyrir góðan árangur á stúdentsprófi. 

Elísabet Anna Pétursdóttir var með næsthæstu einkunn á stúdentsprófi, af félagsvísindabraut. Hún fékk viðurkenningu fyrir góðan árangur í spænsku.

43 nemendur útskrifuðust frá Flensborgarskólanum í gær.

Einnig var veittur styrkur, kr. 500.000, úr fræðslusjóði Jóns Þórarinssonar en hann hefur verið veittur á hverri útskrift á jólum frá 1992. 

Hrannar Björnsson, meistaranemi í skapandi skrifum við Sarah Lawrence College í New York fylki, er styrkþegi sjóðsins að þessu sinni en hann stefnir á að ljúka framhaldsnámi sínu í Bandaríkjunum næsta vor með meistaraverkefni sínu þar sem hann hefur þróað sín ritverð með yfirnáttúrulegu sniði þar sem oft eru séríslensk fyrirbæri fyrri tíma mætt í bandarískar kringumstæður.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×