Afgönskum konum bannað að stunda háskólanám Ólafur Björn Sverrisson skrifar 20. desember 2022 23:19 Kennsla í skólastofu stúlkna í Kabúl. getty Ráðamenn Talíbana, sem ráða ríkjum í Afganistan, hafa fyrirskipað að öllum konum landsins verði bannað að stunda nám í háskólum landsins. Menntamálaráðherra Talíbana fyrirskipaði um bannið í bréfi til stjórnvalda og háskóla. „Tilkynnist hér með að ykkur ber að framkvæma umrætt bann þar til annað verður ákveðið,“ segir í bréfinu sem mannréttindasamtökin Human Rights Watch birta á Twitter. BREAKING: The Taliban have banned women from universities. This is a shameful decision that violates the right to education for women and girls in Afghanistan. The Taliban are making it clear every day that they don't respect the fundamental rights of Afghans, especially women. pic.twitter.com/Ydf13rvsbF— Human Rights Watch (@hrw) December 20, 2022 Eftir að Talíbanar náðu völdum í landinu í ágúst á síðasta ári þurftu háskólar að taka upp nýjar reglur um kynjaskiptar skólastofur og konur fengu aðeins kennslu frá kennurum af sama kyni eða eldri karlmönnum. Í frétt Guardian er haft eftir kvenkyns kennara sem kemur fram undir dulnefninu Meena, af ótta við refsingu Talíbana, sem harmar ákvörðunina. „Kvenkyns nemendur mínir eru í algjöru uppnámi og ég veit ekki hvernig ég á að hugga þær,“ er haft eftir Meenu. „Ein þeirra flutti til Kabul frá afskektu þorpi og þurfti að yfirstíga mikið mótlæti en komst í virtan háskóla hér. Allir hennar draumar urðu að engu í dag.“ Afganskar konur hafa mátt þola mikið misrétti á síðustu mánuðum en margar héldu þó í vonina um að réttur þeirra til æðri menntunar væri áfram tryggður. „Margar hugguðu sig við þá hugsun að einn daginn kæmi að útskrift þeirra. Það er allt saman horfið núna,“ segir Meena. Afganistan Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Sjá meira
Menntamálaráðherra Talíbana fyrirskipaði um bannið í bréfi til stjórnvalda og háskóla. „Tilkynnist hér með að ykkur ber að framkvæma umrætt bann þar til annað verður ákveðið,“ segir í bréfinu sem mannréttindasamtökin Human Rights Watch birta á Twitter. BREAKING: The Taliban have banned women from universities. This is a shameful decision that violates the right to education for women and girls in Afghanistan. The Taliban are making it clear every day that they don't respect the fundamental rights of Afghans, especially women. pic.twitter.com/Ydf13rvsbF— Human Rights Watch (@hrw) December 20, 2022 Eftir að Talíbanar náðu völdum í landinu í ágúst á síðasta ári þurftu háskólar að taka upp nýjar reglur um kynjaskiptar skólastofur og konur fengu aðeins kennslu frá kennurum af sama kyni eða eldri karlmönnum. Í frétt Guardian er haft eftir kvenkyns kennara sem kemur fram undir dulnefninu Meena, af ótta við refsingu Talíbana, sem harmar ákvörðunina. „Kvenkyns nemendur mínir eru í algjöru uppnámi og ég veit ekki hvernig ég á að hugga þær,“ er haft eftir Meenu. „Ein þeirra flutti til Kabul frá afskektu þorpi og þurfti að yfirstíga mikið mótlæti en komst í virtan háskóla hér. Allir hennar draumar urðu að engu í dag.“ Afganskar konur hafa mátt þola mikið misrétti á síðustu mánuðum en margar héldu þó í vonina um að réttur þeirra til æðri menntunar væri áfram tryggður. „Margar hugguðu sig við þá hugsun að einn daginn kæmi að útskrift þeirra. Það er allt saman horfið núna,“ segir Meena.
Afganistan Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Sjá meira