Afgönskum konum bannað að stunda háskólanám Ólafur Björn Sverrisson skrifar 20. desember 2022 23:19 Kennsla í skólastofu stúlkna í Kabúl. getty Ráðamenn Talíbana, sem ráða ríkjum í Afganistan, hafa fyrirskipað að öllum konum landsins verði bannað að stunda nám í háskólum landsins. Menntamálaráðherra Talíbana fyrirskipaði um bannið í bréfi til stjórnvalda og háskóla. „Tilkynnist hér með að ykkur ber að framkvæma umrætt bann þar til annað verður ákveðið,“ segir í bréfinu sem mannréttindasamtökin Human Rights Watch birta á Twitter. BREAKING: The Taliban have banned women from universities. This is a shameful decision that violates the right to education for women and girls in Afghanistan. The Taliban are making it clear every day that they don't respect the fundamental rights of Afghans, especially women. pic.twitter.com/Ydf13rvsbF— Human Rights Watch (@hrw) December 20, 2022 Eftir að Talíbanar náðu völdum í landinu í ágúst á síðasta ári þurftu háskólar að taka upp nýjar reglur um kynjaskiptar skólastofur og konur fengu aðeins kennslu frá kennurum af sama kyni eða eldri karlmönnum. Í frétt Guardian er haft eftir kvenkyns kennara sem kemur fram undir dulnefninu Meena, af ótta við refsingu Talíbana, sem harmar ákvörðunina. „Kvenkyns nemendur mínir eru í algjöru uppnámi og ég veit ekki hvernig ég á að hugga þær,“ er haft eftir Meenu. „Ein þeirra flutti til Kabul frá afskektu þorpi og þurfti að yfirstíga mikið mótlæti en komst í virtan háskóla hér. Allir hennar draumar urðu að engu í dag.“ Afganskar konur hafa mátt þola mikið misrétti á síðustu mánuðum en margar héldu þó í vonina um að réttur þeirra til æðri menntunar væri áfram tryggður. „Margar hugguðu sig við þá hugsun að einn daginn kæmi að útskrift þeirra. Það er allt saman horfið núna,“ segir Meena. Afganistan Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Bein útsending: Kynna stóru mál ríkisstjórnarinnar í vetur Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Erlent Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Innlent Bylgja Dís er látin Innlent Fleiri fréttir Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Sjá meira
Menntamálaráðherra Talíbana fyrirskipaði um bannið í bréfi til stjórnvalda og háskóla. „Tilkynnist hér með að ykkur ber að framkvæma umrætt bann þar til annað verður ákveðið,“ segir í bréfinu sem mannréttindasamtökin Human Rights Watch birta á Twitter. BREAKING: The Taliban have banned women from universities. This is a shameful decision that violates the right to education for women and girls in Afghanistan. The Taliban are making it clear every day that they don't respect the fundamental rights of Afghans, especially women. pic.twitter.com/Ydf13rvsbF— Human Rights Watch (@hrw) December 20, 2022 Eftir að Talíbanar náðu völdum í landinu í ágúst á síðasta ári þurftu háskólar að taka upp nýjar reglur um kynjaskiptar skólastofur og konur fengu aðeins kennslu frá kennurum af sama kyni eða eldri karlmönnum. Í frétt Guardian er haft eftir kvenkyns kennara sem kemur fram undir dulnefninu Meena, af ótta við refsingu Talíbana, sem harmar ákvörðunina. „Kvenkyns nemendur mínir eru í algjöru uppnámi og ég veit ekki hvernig ég á að hugga þær,“ er haft eftir Meenu. „Ein þeirra flutti til Kabul frá afskektu þorpi og þurfti að yfirstíga mikið mótlæti en komst í virtan háskóla hér. Allir hennar draumar urðu að engu í dag.“ Afganskar konur hafa mátt þola mikið misrétti á síðustu mánuðum en margar héldu þó í vonina um að réttur þeirra til æðri menntunar væri áfram tryggður. „Margar hugguðu sig við þá hugsun að einn daginn kæmi að útskrift þeirra. Það er allt saman horfið núna,“ segir Meena.
Afganistan Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Bein útsending: Kynna stóru mál ríkisstjórnarinnar í vetur Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Erlent Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Innlent Bylgja Dís er látin Innlent Fleiri fréttir Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Sjá meira