Ritari dæmdur fyrir hlutdeild í fleiri en tíu þúsund morðum Kjartan Kjartansson skrifar 20. desember 2022 15:54 Irmgard Furchner var átján og nítján ára gömul þegar hún vann sem ritari í útrýmingarbúðum í Stutthof. Því var réttað yfir henni fyrir ungmennadómstól í bænum Itzehoe. AP/Christian Charisius Fyrrverandi ritari í útrýmingarbúðum nasista var fundinn sekur um hlutdeild í morði á um 10.500 manns í Þýskalandi í dag. Konan er á tíræðisaldri en hún hlaut tveggja ára skilorðbundinn fangelsisdóm. Imgard Furchner er 97 ára gömul og fyrsta konan sem réttað er yfir vegna glæpa nasista í áratugi. Hún starfaði sem ritari í útrýmingarbúðum í Stutthof þegar hún var táningur frá 1943 til 1945, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Þúsundir manna voru teknir af lífi í gasklefum þar á þeim tíma. Dómari í bænum Itzehoe í norðanverðu Þýskalandi sem kvað upp dóminn sagði að Furchner hefði verið fullkunnugt um það sem fór fram í búðunum þrátt fyrir að hún hafi verið borgaralegur starfsmaður. Hún hefði getað sagt upp störfum hvenær sem var. Því var hún var fundin sek um að aðstoða við dráp á 10.505 manns og hlutdeild í tilraun til að drepa fimm til viðbótar. Furchner lýsti iðrun og harmaði að hafa verið í útrýmingarbúðunum á meðan morðin áttu sér stað. Ekki liggur fyrir hvort að hún ætli að áfrýja dómnum. Stutthof er nærri núverandi landamærum Þýskalands og Póllands. Talið er að um 65.000 manns hafi verið teknir af lífi þar, þar á meðal gyðingar, Pólverjar og sovéskir stríðsfangar. Fólk sem lifði af vistina í útrýmingarbúðunum bar vitni við réttarhöldin en sumt þeirra lést á meðan á þeim stóð. Furchner flúði af elliheimilinu þar sem hún bjó þegar réttarhöldin hófust í fyrra en lögregla fann hana á götum Hamborgar. Mögulegt er að réttarhöldin yfir Furchner verði þau síðustu sem tengjast glæpum nasista í Þýskalandi. Rannsókn stendur þó enn yfir á nokkrum einstaklingum til viðbótar. Þýskaland Seinni heimsstyrjöldin Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fleiri fréttir Prinsessa biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Sjá meira
Imgard Furchner er 97 ára gömul og fyrsta konan sem réttað er yfir vegna glæpa nasista í áratugi. Hún starfaði sem ritari í útrýmingarbúðum í Stutthof þegar hún var táningur frá 1943 til 1945, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Þúsundir manna voru teknir af lífi í gasklefum þar á þeim tíma. Dómari í bænum Itzehoe í norðanverðu Þýskalandi sem kvað upp dóminn sagði að Furchner hefði verið fullkunnugt um það sem fór fram í búðunum þrátt fyrir að hún hafi verið borgaralegur starfsmaður. Hún hefði getað sagt upp störfum hvenær sem var. Því var hún var fundin sek um að aðstoða við dráp á 10.505 manns og hlutdeild í tilraun til að drepa fimm til viðbótar. Furchner lýsti iðrun og harmaði að hafa verið í útrýmingarbúðunum á meðan morðin áttu sér stað. Ekki liggur fyrir hvort að hún ætli að áfrýja dómnum. Stutthof er nærri núverandi landamærum Þýskalands og Póllands. Talið er að um 65.000 manns hafi verið teknir af lífi þar, þar á meðal gyðingar, Pólverjar og sovéskir stríðsfangar. Fólk sem lifði af vistina í útrýmingarbúðunum bar vitni við réttarhöldin en sumt þeirra lést á meðan á þeim stóð. Furchner flúði af elliheimilinu þar sem hún bjó þegar réttarhöldin hófust í fyrra en lögregla fann hana á götum Hamborgar. Mögulegt er að réttarhöldin yfir Furchner verði þau síðustu sem tengjast glæpum nasista í Þýskalandi. Rannsókn stendur þó enn yfir á nokkrum einstaklingum til viðbótar.
Þýskaland Seinni heimsstyrjöldin Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fleiri fréttir Prinsessa biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Sjá meira