Innlent

Tveimur skot­bóm­u­lyfturum stolið

Árni Sæberg skrifar
Annar skotbómulyftarinn er rauður Manitou líkt og þessi. Þetta er þó sennilega ekki lyftarinn sem um ræðir.
Annar skotbómulyftarinn er rauður Manitou líkt og þessi. Þetta er þó sennilega ekki lyftarinn sem um ræðir. Facebook/Verkfæri ehf.

Upp úr klukkan tíu í morgun var tilkynnt um stuld á skotbómulyftara af byggingarsvæði í Garðabæ. Það væri kannski ekki í frásögur færandi ef önnur tilkynning sama efnis hefði ekki borist tuttugu mínútum seinna. 

Klukkan hálf ellefu í dag var tilkynnt um þjófnað á skotbómulyftara í Dugguvogi. Lyftaranum, sem er rauður og af gerðinni Manitou, var stolið um helgina. Þjófnaðurinn uppgötvaðist þegar starfsmenn söknuðu lyftarans við komu til vinnu. Þetta segir í dagbókarfærslu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fyrir daginn.

Lyftarinn, sem stolið var úr Garðabæ, er blár að lit og af gerðinni Genie.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×