Börnum sagt að redda sér sjálf eftir aflýsingu flugs Árni Sæberg skrifar 19. desember 2022 18:57 Mikill fjöldi fólks beið lengi í Leifsstöð í dag. Rétt er að taka fram að þetta eru ekki börnin sem um ræðir í fréttinni. Hallfríður Ólafsdóttir Móðir tveggja barna sem áttu bókað flug með Icelandair í morgun segir farir fjölskyldunnar ekki sléttar. Krakkarnir vörðu fimm klukkustundum í flugrútu og komu svo að tómum kofanum hvað varðaði aðstoð í Keflavík. Börn Fannýar Goupil Thiercelin, sautján ára stálp og fimmtán ára stelpa, ætluðu sér að fara til Frakklands að verja jólahátíðinni með stórfjölskyldu sinni. Fjölskyldan er búsett á Húsavík en krakkarnir höfðu fengið inni hjá vinkonu Fannýar í Reykjavík. Þaðan tóku þau rútu eldsnemma í morgun með flugrútu Reykjavík Excursions. Rútuferðin lengdist allverulega og varð á endanum heilar fimm klukkustundir. Á meðan á rútuferðinni stóð barst tilkynning um að flugi krakkanna hefði verið aflýst, sem og flestra í rútunni. Þó voru um það bil fimm farþegar hverra flugi hafði ekki verið aflýst og því var ekki hægt að snúa rútunni við. Þegar krakkarnir komu á Keflavíkurflugvöll vildu þeir ekkert heitar en að snúa við til höfuðborgarinnar. Þá hafði flugrútan hins vegar hætt að ganga. Fengu 22 þúsund krónur og þurftu að redda sér sjálf Þá var ekkert annað í stöðunni en að fá inni á hóteli. Það reyndist erfiðara en Fannýju hafði grunað enda reyndist enga hjálp að fá á flugvellinum þrátt fyrir að um væri að ræða börn án fylgdar. Eina hjálpin frá Icelandair var vilyrði fyrir 22 þúsund króna greiðslu fyrir hótelgistingu. Fannýju tókst fyrir mikla mildi að bóka hótelgistingu fyrir börnin á Hótel Aurora sem er steinsnar frá Leifsstöð. Hefði hún ekki gert það hefðu börnin sennilega þurft að verja nóttinni í flugstöðinni enda ekki á bíl og ekkert far að fá. „Það hlýtur að vera einhver sem hjálpar börnum í svona tilfelli,“ segir Fanný í samtali við Vísi. Lítinn mat að fá Auk greiðslu fyrir hótelgistingu hefur Icelandair einnig lofað börnunum sex þúsund krónum á haus fyrir mat á dag. Fanný segir hins vegar að það komi að litlum notum enda sé hvergi nokkurn mat að fá utan morgunverðar á hótelinu, sem er innifalinn. „Hvað á ég að gera, láta börnin mín borða bara morgunmat?“ spyr Fanný og bætir við að henni finnist mjög óþægilegt að vera heima á Húsavík á meðan börnin hennar ganga í gegnum það sem hún kallar martröð. Algjör óvissa ríkir Þá segir Fanný að þau börnin óttist mikið að sagan endurtaki sig á morgun með tilheyrandi óvissu og óöryggi. Hún segist engar upplýsingar hafa fengið um framhaldið. „Það getur enginn gefið mér langtímaplan fyrir þessi börn sem eru ein á ferð,“ segir hún. Hún furðar sig á því að betri áætlanir séu ekki í gildi þegar aflýsa þarf fjölda flugferða vegna veðurs og bendir á við búum á Íslandi og ættum að vera betur undirbúin. Börnunum sagt að hypja sig Fanný segir að börnunum hafi liðið ágætlega þegar á hótelið var komið allt þar til að símtal barst úr móttökunni þess efnis að þau þyrftu að rýma herbergið. Fanný segir að fyrir misskilning hafi greiðsla hennar fyrir gistingunni ekki farið í gegn. „Í stað þess að hringja í mig hringdu þau í börnin og sögðu þeim að fara út,“ segir hún. Þá gagnrýnir hún að ekki sé betra kerfi til staðar hjá Icelandair til þess að fólk þurfi ekki að leggja út fyrir hótelgistingu sem flugfélagið hyggst borga á endanum. Sér í lagi þegar um börn er að ræða. Icelandair Veður Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Flugmönnum og -liðum Icelandair flogið frá Keflavík til Reykjavíkur Icelandair hefur ákveðið að fljúga starfsfólki sínu, sem situr fast ásamt mörg hundruð farþegum á Keflavíkurflugvelli, til Reykjavíkur. Þetta er gert til að tryggja hvíldartíma starfsmanna. Um er að ræða 35 starfsmenn. 19. desember 2022 16:44 Föst á Keflavíkurflugvelli: „Þetta er í einu orði sagt ömurlegt“ Hallfríður Þórarinsdóttir er ein fjölmargra Íslendinga sem ætlaði að vera komin í sól og sumaryl á Tenerife seinni partinn í dag. Hún situr hins vegar í rútu fyrir utan Keflavíkurflugvöll og hefur gert í fimm klukkustundir. Hún segir upplýsingaþjónustu til farþega til skammar. 19. desember 2022 15:58 Öllu millilandaflugi aflýst í dag og ferðaplön fjölmargra í uppnámi Flugferðum frá Keflavíkurflugvelli hefur verið aflýst í dag vegna óveðursins sem nú geisar. Icelandair hefur þá einnig þurft að aflýsa innanlandsflugi í dag. Birgir Jónsson, forstjóri Play, segir óveðrið skella á á versta tíma. Ferðaplön mörgþúsund Íslendinga séu í uppnámi nú rétt fyrir jól. 19. desember 2022 13:16 Flugfarþegar megi eiga von á röskunum áfram Farþegar sem eiga flugmiða næstu daga mega eiga von á breytingum á ferðum, að sögn samskiptastjóra hjá Icelandair. Fólk sem er innlyksa í Leifsstöð hafi að mestu tekið ástandinu með jafnaðargeði. 19. desember 2022 15:14 Öllu innanlandsflugi og tugum flugferða til og frá Keflavík aflýst Búið er að aflýsa öllu innanlandsflugi í dag og tugi flugferða til og frá Keflavíkurflugvelli vegna veðurs í dag. 19. desember 2022 09:08 Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Fleiri fréttir Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Sjá meira
Börn Fannýar Goupil Thiercelin, sautján ára stálp og fimmtán ára stelpa, ætluðu sér að fara til Frakklands að verja jólahátíðinni með stórfjölskyldu sinni. Fjölskyldan er búsett á Húsavík en krakkarnir höfðu fengið inni hjá vinkonu Fannýar í Reykjavík. Þaðan tóku þau rútu eldsnemma í morgun með flugrútu Reykjavík Excursions. Rútuferðin lengdist allverulega og varð á endanum heilar fimm klukkustundir. Á meðan á rútuferðinni stóð barst tilkynning um að flugi krakkanna hefði verið aflýst, sem og flestra í rútunni. Þó voru um það bil fimm farþegar hverra flugi hafði ekki verið aflýst og því var ekki hægt að snúa rútunni við. Þegar krakkarnir komu á Keflavíkurflugvöll vildu þeir ekkert heitar en að snúa við til höfuðborgarinnar. Þá hafði flugrútan hins vegar hætt að ganga. Fengu 22 þúsund krónur og þurftu að redda sér sjálf Þá var ekkert annað í stöðunni en að fá inni á hóteli. Það reyndist erfiðara en Fannýju hafði grunað enda reyndist enga hjálp að fá á flugvellinum þrátt fyrir að um væri að ræða börn án fylgdar. Eina hjálpin frá Icelandair var vilyrði fyrir 22 þúsund króna greiðslu fyrir hótelgistingu. Fannýju tókst fyrir mikla mildi að bóka hótelgistingu fyrir börnin á Hótel Aurora sem er steinsnar frá Leifsstöð. Hefði hún ekki gert það hefðu börnin sennilega þurft að verja nóttinni í flugstöðinni enda ekki á bíl og ekkert far að fá. „Það hlýtur að vera einhver sem hjálpar börnum í svona tilfelli,“ segir Fanný í samtali við Vísi. Lítinn mat að fá Auk greiðslu fyrir hótelgistingu hefur Icelandair einnig lofað börnunum sex þúsund krónum á haus fyrir mat á dag. Fanný segir hins vegar að það komi að litlum notum enda sé hvergi nokkurn mat að fá utan morgunverðar á hótelinu, sem er innifalinn. „Hvað á ég að gera, láta börnin mín borða bara morgunmat?“ spyr Fanný og bætir við að henni finnist mjög óþægilegt að vera heima á Húsavík á meðan börnin hennar ganga í gegnum það sem hún kallar martröð. Algjör óvissa ríkir Þá segir Fanný að þau börnin óttist mikið að sagan endurtaki sig á morgun með tilheyrandi óvissu og óöryggi. Hún segist engar upplýsingar hafa fengið um framhaldið. „Það getur enginn gefið mér langtímaplan fyrir þessi börn sem eru ein á ferð,“ segir hún. Hún furðar sig á því að betri áætlanir séu ekki í gildi þegar aflýsa þarf fjölda flugferða vegna veðurs og bendir á við búum á Íslandi og ættum að vera betur undirbúin. Börnunum sagt að hypja sig Fanný segir að börnunum hafi liðið ágætlega þegar á hótelið var komið allt þar til að símtal barst úr móttökunni þess efnis að þau þyrftu að rýma herbergið. Fanný segir að fyrir misskilning hafi greiðsla hennar fyrir gistingunni ekki farið í gegn. „Í stað þess að hringja í mig hringdu þau í börnin og sögðu þeim að fara út,“ segir hún. Þá gagnrýnir hún að ekki sé betra kerfi til staðar hjá Icelandair til þess að fólk þurfi ekki að leggja út fyrir hótelgistingu sem flugfélagið hyggst borga á endanum. Sér í lagi þegar um börn er að ræða.
Icelandair Veður Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Flugmönnum og -liðum Icelandair flogið frá Keflavík til Reykjavíkur Icelandair hefur ákveðið að fljúga starfsfólki sínu, sem situr fast ásamt mörg hundruð farþegum á Keflavíkurflugvelli, til Reykjavíkur. Þetta er gert til að tryggja hvíldartíma starfsmanna. Um er að ræða 35 starfsmenn. 19. desember 2022 16:44 Föst á Keflavíkurflugvelli: „Þetta er í einu orði sagt ömurlegt“ Hallfríður Þórarinsdóttir er ein fjölmargra Íslendinga sem ætlaði að vera komin í sól og sumaryl á Tenerife seinni partinn í dag. Hún situr hins vegar í rútu fyrir utan Keflavíkurflugvöll og hefur gert í fimm klukkustundir. Hún segir upplýsingaþjónustu til farþega til skammar. 19. desember 2022 15:58 Öllu millilandaflugi aflýst í dag og ferðaplön fjölmargra í uppnámi Flugferðum frá Keflavíkurflugvelli hefur verið aflýst í dag vegna óveðursins sem nú geisar. Icelandair hefur þá einnig þurft að aflýsa innanlandsflugi í dag. Birgir Jónsson, forstjóri Play, segir óveðrið skella á á versta tíma. Ferðaplön mörgþúsund Íslendinga séu í uppnámi nú rétt fyrir jól. 19. desember 2022 13:16 Flugfarþegar megi eiga von á röskunum áfram Farþegar sem eiga flugmiða næstu daga mega eiga von á breytingum á ferðum, að sögn samskiptastjóra hjá Icelandair. Fólk sem er innlyksa í Leifsstöð hafi að mestu tekið ástandinu með jafnaðargeði. 19. desember 2022 15:14 Öllu innanlandsflugi og tugum flugferða til og frá Keflavík aflýst Búið er að aflýsa öllu innanlandsflugi í dag og tugi flugferða til og frá Keflavíkurflugvelli vegna veðurs í dag. 19. desember 2022 09:08 Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Fleiri fréttir Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Sjá meira
Flugmönnum og -liðum Icelandair flogið frá Keflavík til Reykjavíkur Icelandair hefur ákveðið að fljúga starfsfólki sínu, sem situr fast ásamt mörg hundruð farþegum á Keflavíkurflugvelli, til Reykjavíkur. Þetta er gert til að tryggja hvíldartíma starfsmanna. Um er að ræða 35 starfsmenn. 19. desember 2022 16:44
Föst á Keflavíkurflugvelli: „Þetta er í einu orði sagt ömurlegt“ Hallfríður Þórarinsdóttir er ein fjölmargra Íslendinga sem ætlaði að vera komin í sól og sumaryl á Tenerife seinni partinn í dag. Hún situr hins vegar í rútu fyrir utan Keflavíkurflugvöll og hefur gert í fimm klukkustundir. Hún segir upplýsingaþjónustu til farþega til skammar. 19. desember 2022 15:58
Öllu millilandaflugi aflýst í dag og ferðaplön fjölmargra í uppnámi Flugferðum frá Keflavíkurflugvelli hefur verið aflýst í dag vegna óveðursins sem nú geisar. Icelandair hefur þá einnig þurft að aflýsa innanlandsflugi í dag. Birgir Jónsson, forstjóri Play, segir óveðrið skella á á versta tíma. Ferðaplön mörgþúsund Íslendinga séu í uppnámi nú rétt fyrir jól. 19. desember 2022 13:16
Flugfarþegar megi eiga von á röskunum áfram Farþegar sem eiga flugmiða næstu daga mega eiga von á breytingum á ferðum, að sögn samskiptastjóra hjá Icelandair. Fólk sem er innlyksa í Leifsstöð hafi að mestu tekið ástandinu með jafnaðargeði. 19. desember 2022 15:14
Öllu innanlandsflugi og tugum flugferða til og frá Keflavík aflýst Búið er að aflýsa öllu innanlandsflugi í dag og tugi flugferða til og frá Keflavíkurflugvelli vegna veðurs í dag. 19. desember 2022 09:08