Samþykkja að vernda þriðjung hafs og jarðar Kjartan Kjartansson skrifar 19. desember 2022 11:49 COP15 ráðstefnan átti að fara fram í Kína en var færð til Kanada vegna strangra sóttvarnaráðstafana kínverskra stjórnvalda. AP/Ryan Remiorz/The Canadian Press Samkomulag sem ríki heims náðu á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um líffræðilegan fjölbreytileika er sagt stærsta skrefið til þessa í verndun land- og hafsvæða. Það felur einnig í sér fjárhagslegan stuðning til þess að vernda líffræðilegan fjölbreytileika í þróunarríkjum. Kínverjar, sem fara með forsæti á COP15 ráðstefnunni í Montreal í Kanada birtu drög að samkomulagi í nótt. Samkvæmt því skuldbinda um 190 ríki sig til þess að vernd þrjátíu prósent land- og hafsvæða jarðar sem eru talin mikilvægt líffræðilegum fjölbreytileika fyrir árið 2030. Eins og sakir standa eru sautján prósent landsvæða og tíu prósent hafsvæða heimsins friðuð, að sögn AP-fréttastofunnar. Sérstök markmið eru einnig sett um verndun regnskóga og votlendis og sjálfbæra nýtingu líffræðilegs fjölbreytileika, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. „Það hefur aldrei verið hnattrænt friðunarmarkmið af þessari stærðargráðu áður,“ sagði Brian O'Donnell, forstöðumaður náttúruverndarsamtakanna Campaign for Nature, við blaðamenn eftir að samkomulagsdrögin voru birt. Samkomulagið skapi möguleika á að forða líffræðilegum fjölbreytileika á jörðinni frá hruni. Einn helsti ásteytingarsteinninn á ráðstefnunni var hvernig ætti að fjármagna aðgerðir til þess að vernda vistkerfi jarðar. Fulltrúar sjötíu Afríku-, Suður-Ameríku- og Asíuríkja gengu út af fundinum vegna þeirra deilna á miðvikudag. Ríkin féllust þannig á að safna tvö hundruð milljörðum dollara, jafnvirði meira en 28.700 milljarða íslenskra króna, til að styðja markmiðin næstu sjö árin. Framlög til þróunarríkja verði jafnframt tvöfölduð og verði að minnsta kosti tuttugu milljarðar dollara, jafnvirði um 2.870 milljarða íslenskra króna fyrir árið 2025. Loftslagsbreytingar af völdum manna, tap búsvæða, mengun og uppbygging er sögð ganga nærri líffræðilegum fjölbreytileika á jörðinni. Varað hefur verið við því að milljón dýra- og plöntutegunda gæti dáið út á næstu áratugum. Sum náttúruverndarsamtök gagnrýna að samkomulagsdrögin slá markmiði um að koma í veg fyrir útdauða tegunda og vernd vistkerfa á frest til 2050. Umhverfismál Kanada Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Sjá meira
Kínverjar, sem fara með forsæti á COP15 ráðstefnunni í Montreal í Kanada birtu drög að samkomulagi í nótt. Samkvæmt því skuldbinda um 190 ríki sig til þess að vernd þrjátíu prósent land- og hafsvæða jarðar sem eru talin mikilvægt líffræðilegum fjölbreytileika fyrir árið 2030. Eins og sakir standa eru sautján prósent landsvæða og tíu prósent hafsvæða heimsins friðuð, að sögn AP-fréttastofunnar. Sérstök markmið eru einnig sett um verndun regnskóga og votlendis og sjálfbæra nýtingu líffræðilegs fjölbreytileika, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. „Það hefur aldrei verið hnattrænt friðunarmarkmið af þessari stærðargráðu áður,“ sagði Brian O'Donnell, forstöðumaður náttúruverndarsamtakanna Campaign for Nature, við blaðamenn eftir að samkomulagsdrögin voru birt. Samkomulagið skapi möguleika á að forða líffræðilegum fjölbreytileika á jörðinni frá hruni. Einn helsti ásteytingarsteinninn á ráðstefnunni var hvernig ætti að fjármagna aðgerðir til þess að vernda vistkerfi jarðar. Fulltrúar sjötíu Afríku-, Suður-Ameríku- og Asíuríkja gengu út af fundinum vegna þeirra deilna á miðvikudag. Ríkin féllust þannig á að safna tvö hundruð milljörðum dollara, jafnvirði meira en 28.700 milljarða íslenskra króna, til að styðja markmiðin næstu sjö árin. Framlög til þróunarríkja verði jafnframt tvöfölduð og verði að minnsta kosti tuttugu milljarðar dollara, jafnvirði um 2.870 milljarða íslenskra króna fyrir árið 2025. Loftslagsbreytingar af völdum manna, tap búsvæða, mengun og uppbygging er sögð ganga nærri líffræðilegum fjölbreytileika á jörðinni. Varað hefur verið við því að milljón dýra- og plöntutegunda gæti dáið út á næstu áratugum. Sum náttúruverndarsamtök gagnrýna að samkomulagsdrögin slá markmiði um að koma í veg fyrir útdauða tegunda og vernd vistkerfa á frest til 2050.
Umhverfismál Kanada Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Sjá meira