Samþykkja að vernda þriðjung hafs og jarðar Kjartan Kjartansson skrifar 19. desember 2022 11:49 COP15 ráðstefnan átti að fara fram í Kína en var færð til Kanada vegna strangra sóttvarnaráðstafana kínverskra stjórnvalda. AP/Ryan Remiorz/The Canadian Press Samkomulag sem ríki heims náðu á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um líffræðilegan fjölbreytileika er sagt stærsta skrefið til þessa í verndun land- og hafsvæða. Það felur einnig í sér fjárhagslegan stuðning til þess að vernda líffræðilegan fjölbreytileika í þróunarríkjum. Kínverjar, sem fara með forsæti á COP15 ráðstefnunni í Montreal í Kanada birtu drög að samkomulagi í nótt. Samkvæmt því skuldbinda um 190 ríki sig til þess að vernd þrjátíu prósent land- og hafsvæða jarðar sem eru talin mikilvægt líffræðilegum fjölbreytileika fyrir árið 2030. Eins og sakir standa eru sautján prósent landsvæða og tíu prósent hafsvæða heimsins friðuð, að sögn AP-fréttastofunnar. Sérstök markmið eru einnig sett um verndun regnskóga og votlendis og sjálfbæra nýtingu líffræðilegs fjölbreytileika, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. „Það hefur aldrei verið hnattrænt friðunarmarkmið af þessari stærðargráðu áður,“ sagði Brian O'Donnell, forstöðumaður náttúruverndarsamtakanna Campaign for Nature, við blaðamenn eftir að samkomulagsdrögin voru birt. Samkomulagið skapi möguleika á að forða líffræðilegum fjölbreytileika á jörðinni frá hruni. Einn helsti ásteytingarsteinninn á ráðstefnunni var hvernig ætti að fjármagna aðgerðir til þess að vernda vistkerfi jarðar. Fulltrúar sjötíu Afríku-, Suður-Ameríku- og Asíuríkja gengu út af fundinum vegna þeirra deilna á miðvikudag. Ríkin féllust þannig á að safna tvö hundruð milljörðum dollara, jafnvirði meira en 28.700 milljarða íslenskra króna, til að styðja markmiðin næstu sjö árin. Framlög til þróunarríkja verði jafnframt tvöfölduð og verði að minnsta kosti tuttugu milljarðar dollara, jafnvirði um 2.870 milljarða íslenskra króna fyrir árið 2025. Loftslagsbreytingar af völdum manna, tap búsvæða, mengun og uppbygging er sögð ganga nærri líffræðilegum fjölbreytileika á jörðinni. Varað hefur verið við því að milljón dýra- og plöntutegunda gæti dáið út á næstu áratugum. Sum náttúruverndarsamtök gagnrýna að samkomulagsdrögin slá markmiði um að koma í veg fyrir útdauða tegunda og vernd vistkerfa á frest til 2050. Umhverfismál Kanada Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fleiri fréttir Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Sjá meira
Kínverjar, sem fara með forsæti á COP15 ráðstefnunni í Montreal í Kanada birtu drög að samkomulagi í nótt. Samkvæmt því skuldbinda um 190 ríki sig til þess að vernd þrjátíu prósent land- og hafsvæða jarðar sem eru talin mikilvægt líffræðilegum fjölbreytileika fyrir árið 2030. Eins og sakir standa eru sautján prósent landsvæða og tíu prósent hafsvæða heimsins friðuð, að sögn AP-fréttastofunnar. Sérstök markmið eru einnig sett um verndun regnskóga og votlendis og sjálfbæra nýtingu líffræðilegs fjölbreytileika, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. „Það hefur aldrei verið hnattrænt friðunarmarkmið af þessari stærðargráðu áður,“ sagði Brian O'Donnell, forstöðumaður náttúruverndarsamtakanna Campaign for Nature, við blaðamenn eftir að samkomulagsdrögin voru birt. Samkomulagið skapi möguleika á að forða líffræðilegum fjölbreytileika á jörðinni frá hruni. Einn helsti ásteytingarsteinninn á ráðstefnunni var hvernig ætti að fjármagna aðgerðir til þess að vernda vistkerfi jarðar. Fulltrúar sjötíu Afríku-, Suður-Ameríku- og Asíuríkja gengu út af fundinum vegna þeirra deilna á miðvikudag. Ríkin féllust þannig á að safna tvö hundruð milljörðum dollara, jafnvirði meira en 28.700 milljarða íslenskra króna, til að styðja markmiðin næstu sjö árin. Framlög til þróunarríkja verði jafnframt tvöfölduð og verði að minnsta kosti tuttugu milljarðar dollara, jafnvirði um 2.870 milljarða íslenskra króna fyrir árið 2025. Loftslagsbreytingar af völdum manna, tap búsvæða, mengun og uppbygging er sögð ganga nærri líffræðilegum fjölbreytileika á jörðinni. Varað hefur verið við því að milljón dýra- og plöntutegunda gæti dáið út á næstu áratugum. Sum náttúruverndarsamtök gagnrýna að samkomulagsdrögin slá markmiði um að koma í veg fyrir útdauða tegunda og vernd vistkerfa á frest til 2050.
Umhverfismál Kanada Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fleiri fréttir Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Sjá meira