Mannlausir bílar tefja fyrir mokstri og sumir troða sér í gegnum lokun Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. desember 2022 08:28 Eins og sjá má eru vegir á Suðurnesjum rauðir. Þar er lokað en bílar eru fluttir í kippum eftir Reykjanesbrautinni. Vegaerðin Mjög blint er á Suðurnesjum, skafrenningur og hávaðarok. Formaður Björgunarsveitarinnar Suðurnes hvetur ökumenn til að virða lokanir. Ekið er með bíla í kippum á milli Reykjanesbæjar og höfuðborgarsvæðisins. Appelsínugul viðvörun er vegna veðurs á Suðausturlandi. Þá er gul viðvörun á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi, Faxaflóa, Breiðafirði, Vestfjörðum og Austfjörðum. Aðeins Norðlendingar virðast sleppa við slæma veðrið í dag. Viðvarnir eru í gildi út þriðjudag en þó mislengi eftir landshlutum. Haraldur Haraldsson er formaður Björgunarsveitarinnar Suðurnes. Í samtali við Bítið á Bylgjunni í morgun kom í ljós að Haraldur áttaði sig ekki á því hvaða dagur væri. Þeir rynnu saman í eitt, þessir dagar sem hann hefur staðið í að hjálpa fólki vegna snjókomunnar. Fimmtíu bílar í kippum „Hér er mjög blint, mikill skafrenningur og hávaðarok. Bíll við bíl fastur,“ segir Haraldur. „Við erum að safna saman bílum í kippur, fimmtíu bílum í einu, og það fer Vegagerðaplógur á undan bílum til Reykjavíkur. Allt flug er á áætlun þannig að Vegagerðin er að koma bílum frá lokunarpósti við Hafnarfjörð og upp í flugstöð.“ Einn snjóplógur ekur Reykjanesbrautina í hvora átt. Vegagerðin hefur ákveðið að um fimmtíu bílar fylgi hverjum plóg. Haraldur telur fleiri hundruð bíla bíða eftir því að komast Reykjanesbrautina í norður. Vafalítið bíði margir eftir því að komast út á flugvöll. „Þetta er heljarinnar verkefni, að koma fólki hérna á milli. Þetta er bara einn angi. Svo eru fastir bílar hér úti um allan bæ. Það eru bílar fastir á helstu stóru götunum og verið að reyna að koma þeim í burtu til að halda opnu,“ segir Haraldur. Bílarnir sem sitja fastir tefji fyrir snjómokstri. Bílar bíða þess að komast eftir Reykjanesbraut suður til Keflavíkur.Aðsend „Ég tala ekki um þá bíla sem hefur verið skilið eftir. Þá þarf að byrja á því að hafa uppi á eiganda og svo koma þeim í burtu. Ökumenn séu ýmist að koma frá flugvellinum, á leið til vinnu eða fólk á flakki innanbæjar. „Þetta er í Reykjanesbæ, Sandgerði, Vogum... Það eru alls staðar bílar fastir.“ Hann segir flesta sýna störfum björgunarsveitar skilning. Þó séu alltaf einhverjir með stæla. Veit enginn hvað er hinum megin við lokun „Svo eru alltaf einhverjir sem troða sér í gegnum lokunina. Við erum á björgunarsveitarbíl að loka. Það sem fólk áttar sig ekki á er hvað getur verið í gangi hinum megin við lokunina. Það geta verið viðbragðsaðilar að vinna úti á götunni. Það getur verið stórhættulegt að keyra í gegnum lokunina og út í óvissuna. Það getur verið fólk að vinna á götunni við að koma bílum í burtu, umferðarslys. Það veit enginn hvað er hinum megin við lokunina.“ Hann segir snjóplógana gera gagn en í stutta stund. „Það skefur mjög glatt í. Um leið og Vegagerðarbíllinn er farinn fram hjá,“ segir Haraldur. Lumar þú á myndum eða myndskeiðum úr ófærðinni? Endilega sendu okkur myndefni á ritstjorn@visir.is. Myndir verða merktar þeim sem þær tóku, sé þess óskað. Veður Samgöngur Keflavíkurflugvöllur Reykjanesbær Snjómokstur Tengdar fréttir „Löng helgi hjá björgunarsveitum á Suðurnesjum“ Björgunarsveitarfólk á Suðurnesjum var kallað út snemma í morgun til að sinna ýmsum verkefnum tengdu óveðrinu sem nú gengur yfir landið. 19. desember 2022 07:38 Norðaustan stormur og viðvaranir Veðurstofan spáir norðaustan hvassviðri eða stormi víða um land í dag og jafnvel rok á Suðausturlandi. 19. desember 2022 07:06 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðavogi Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðavogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Sjá meira
Appelsínugul viðvörun er vegna veðurs á Suðausturlandi. Þá er gul viðvörun á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi, Faxaflóa, Breiðafirði, Vestfjörðum og Austfjörðum. Aðeins Norðlendingar virðast sleppa við slæma veðrið í dag. Viðvarnir eru í gildi út þriðjudag en þó mislengi eftir landshlutum. Haraldur Haraldsson er formaður Björgunarsveitarinnar Suðurnes. Í samtali við Bítið á Bylgjunni í morgun kom í ljós að Haraldur áttaði sig ekki á því hvaða dagur væri. Þeir rynnu saman í eitt, þessir dagar sem hann hefur staðið í að hjálpa fólki vegna snjókomunnar. Fimmtíu bílar í kippum „Hér er mjög blint, mikill skafrenningur og hávaðarok. Bíll við bíl fastur,“ segir Haraldur. „Við erum að safna saman bílum í kippur, fimmtíu bílum í einu, og það fer Vegagerðaplógur á undan bílum til Reykjavíkur. Allt flug er á áætlun þannig að Vegagerðin er að koma bílum frá lokunarpósti við Hafnarfjörð og upp í flugstöð.“ Einn snjóplógur ekur Reykjanesbrautina í hvora átt. Vegagerðin hefur ákveðið að um fimmtíu bílar fylgi hverjum plóg. Haraldur telur fleiri hundruð bíla bíða eftir því að komast Reykjanesbrautina í norður. Vafalítið bíði margir eftir því að komast út á flugvöll. „Þetta er heljarinnar verkefni, að koma fólki hérna á milli. Þetta er bara einn angi. Svo eru fastir bílar hér úti um allan bæ. Það eru bílar fastir á helstu stóru götunum og verið að reyna að koma þeim í burtu til að halda opnu,“ segir Haraldur. Bílarnir sem sitja fastir tefji fyrir snjómokstri. Bílar bíða þess að komast eftir Reykjanesbraut suður til Keflavíkur.Aðsend „Ég tala ekki um þá bíla sem hefur verið skilið eftir. Þá þarf að byrja á því að hafa uppi á eiganda og svo koma þeim í burtu. Ökumenn séu ýmist að koma frá flugvellinum, á leið til vinnu eða fólk á flakki innanbæjar. „Þetta er í Reykjanesbæ, Sandgerði, Vogum... Það eru alls staðar bílar fastir.“ Hann segir flesta sýna störfum björgunarsveitar skilning. Þó séu alltaf einhverjir með stæla. Veit enginn hvað er hinum megin við lokun „Svo eru alltaf einhverjir sem troða sér í gegnum lokunina. Við erum á björgunarsveitarbíl að loka. Það sem fólk áttar sig ekki á er hvað getur verið í gangi hinum megin við lokunina. Það geta verið viðbragðsaðilar að vinna úti á götunni. Það getur verið stórhættulegt að keyra í gegnum lokunina og út í óvissuna. Það getur verið fólk að vinna á götunni við að koma bílum í burtu, umferðarslys. Það veit enginn hvað er hinum megin við lokunina.“ Hann segir snjóplógana gera gagn en í stutta stund. „Það skefur mjög glatt í. Um leið og Vegagerðarbíllinn er farinn fram hjá,“ segir Haraldur. Lumar þú á myndum eða myndskeiðum úr ófærðinni? Endilega sendu okkur myndefni á ritstjorn@visir.is. Myndir verða merktar þeim sem þær tóku, sé þess óskað.
Lumar þú á myndum eða myndskeiðum úr ófærðinni? Endilega sendu okkur myndefni á ritstjorn@visir.is. Myndir verða merktar þeim sem þær tóku, sé þess óskað.
Veður Samgöngur Keflavíkurflugvöllur Reykjanesbær Snjómokstur Tengdar fréttir „Löng helgi hjá björgunarsveitum á Suðurnesjum“ Björgunarsveitarfólk á Suðurnesjum var kallað út snemma í morgun til að sinna ýmsum verkefnum tengdu óveðrinu sem nú gengur yfir landið. 19. desember 2022 07:38 Norðaustan stormur og viðvaranir Veðurstofan spáir norðaustan hvassviðri eða stormi víða um land í dag og jafnvel rok á Suðausturlandi. 19. desember 2022 07:06 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðavogi Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðavogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Sjá meira
„Löng helgi hjá björgunarsveitum á Suðurnesjum“ Björgunarsveitarfólk á Suðurnesjum var kallað út snemma í morgun til að sinna ýmsum verkefnum tengdu óveðrinu sem nú gengur yfir landið. 19. desember 2022 07:38
Norðaustan stormur og viðvaranir Veðurstofan spáir norðaustan hvassviðri eða stormi víða um land í dag og jafnvel rok á Suðausturlandi. 19. desember 2022 07:06
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent