Tólf hundruð veðurtepptum ferðalöngum bjargað af Grindavíkurvegi í nótt Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 18. desember 2022 12:03 Frá aðgerðum á Grindavíkurvegi. Margir lögðu leið sína í Bláa lónið í gær þrátt fyrir snjóbyl og þurfti að opna þar fjöldahjálparmiðstöð. aðsend Björgunarsveitin Þorbjörn í Grindavík vann mikið þrekvirki í nótt þegar hún kom rúmlega þúsund manns, sem höfðu setið fastir á Grindavíkurvegi vegna veðurs í hálfan sólarhring, til byggða. Björgunarsveitir biðla til fólks að huga vel að veðurspám en gular og appelsínugular viðvaranir hafa verið gefnar út fyrir mánudag og þriðjudag. Miklar samgöngutruflanir hafa verið á suðvesturlandi undafnarinn rúman sólarhring vegna mikillar snjókomu og skafrennings. Ástandið var einna verst á Grindavíkurvegi og Suðurstrandarvegi en þeim þurfti að loka vegna bíla sem sátu þar fastir í gær. „Það var mikil vinna á Grindavíkurveginum. Það voru björgunarsveitir hinum megin frá, bæði Reykjavík og Suðurnesjunum, og við hérna megin, gröfur og ég veit ekki hvað og hvað. Við gerðum það sem var hægt að gera og það bara tók sinn tíma,“ segir Bogi Adolfsson, formaður björgunarsveitarinnar Þorbjarnar í Grindavík. „Þetta er svakaleg vinna, sérstaklega þegar eru svona vegrið í miðjunni á veginum og köntunum. Það er ekki svigrúm til að gera nokkurn skapaðan hlut.“ Fjöldahjálparstöð í Bláa lóninu Enn eru tíu fastir í íþróttahúsinu, þar sem fjöldahjálparstöð var opnuð, sem verið er að hjálpa að komast heim. Þeir eru búnir að vera veðurtepptir í sólarhring. Bogi Adolfsson formaður björgunarsveitarinnar Þorbjarnar.Vísir/Egill „Ég myndi giska á að með Bláa lóninu og öllu, við vorum náttúrulega í samstarfi við Bláa lónið með tvær fjöldahjálparstöðvar. Starfsfólkið þar sá um þá og svo var fjöldahjálparstöð hér í Grindavík. Ég giska á að samtals hafi þetta verið á milli þúsund og tólf hundruð manns sem voru innlyksa hérna,“ segir Bogi. Margir sem sátu fastir hafi reynt að fara þessa leið suður á Þorlákshöfn og Selfoss og lengra austur þar sem heiðin var lokuð. „Jú, jú. Það fékk alveg frábærar leiðbeiningar og ruðning hingað í fjöldahjálparstöð í staðin fyrir hinum megin. Ég veit ekki af hverju það skeði en það skeði alla vega. En við redduðum því bara,“ segir Bogi. Vonar að landsmenn séu sprengjuglaðir Óvíst sé hvenær verkefninu lauk. „Ég veit bara að liðið mitt fór í svefn hálf fimm. Þá var komin smá ró í þetta.“ Svona verkefni sé gríðarlega dýrt og tímafrekt og nú stóli björgunarsveitir á að landsmenn verði sprengjuglaðir um áramótin. „Nú treystir maður á að menn verði sprengjuglaðir. Því meira sem þú kaupir, því meira get ég hjálpað þér. Rótarskotin eru frábær líka fyrir þá sem ekki vilja sprengja.“ Björgunarsveitir Veður Grindavík Tengdar fréttir Um þrjú hundruð bílum komið af Grindavíkurvegi í nótt Björgunarsveitin Þorbjörn í Grindavík stóð í ströngu, ásamt Lögreglunni á Suðurnesjum og Vegagerðinni, við að létta á umferð og gera Grindavíkurveg færan. Áætlað er að um þrjú hundruð bílar hafi verið ferjaðir af veginum í bílalestum. 18. desember 2022 10:02 Leiðin heim úr vinnu tók sex klukkustundir Plötusnúðurinn Atli Kanill var einn af þeim fjölmörgu sem lentu í vandræðum vegna veðurs í nótt. Eftir að hafa lokið vinnu um klukkan tvö í nótt tók við sex klukkustunda langt ferðalag heim til Hveragerðis. 17. desember 2022 22:05 Fimmtán ferðamenn ferjaðir með snjóbílnum Tinna Björgunarsveitir á Suðurlandi komu fimmtán ferðamönnum til bjargar í dag eftir að þeir höfðu fests inni á bílastæði vegna fannfergis. 17. desember 2022 19:08 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Miklar samgöngutruflanir hafa verið á suðvesturlandi undafnarinn rúman sólarhring vegna mikillar snjókomu og skafrennings. Ástandið var einna verst á Grindavíkurvegi og Suðurstrandarvegi en þeim þurfti að loka vegna bíla sem sátu þar fastir í gær. „Það var mikil vinna á Grindavíkurveginum. Það voru björgunarsveitir hinum megin frá, bæði Reykjavík og Suðurnesjunum, og við hérna megin, gröfur og ég veit ekki hvað og hvað. Við gerðum það sem var hægt að gera og það bara tók sinn tíma,“ segir Bogi Adolfsson, formaður björgunarsveitarinnar Þorbjarnar í Grindavík. „Þetta er svakaleg vinna, sérstaklega þegar eru svona vegrið í miðjunni á veginum og köntunum. Það er ekki svigrúm til að gera nokkurn skapaðan hlut.“ Fjöldahjálparstöð í Bláa lóninu Enn eru tíu fastir í íþróttahúsinu, þar sem fjöldahjálparstöð var opnuð, sem verið er að hjálpa að komast heim. Þeir eru búnir að vera veðurtepptir í sólarhring. Bogi Adolfsson formaður björgunarsveitarinnar Þorbjarnar.Vísir/Egill „Ég myndi giska á að með Bláa lóninu og öllu, við vorum náttúrulega í samstarfi við Bláa lónið með tvær fjöldahjálparstöðvar. Starfsfólkið þar sá um þá og svo var fjöldahjálparstöð hér í Grindavík. Ég giska á að samtals hafi þetta verið á milli þúsund og tólf hundruð manns sem voru innlyksa hérna,“ segir Bogi. Margir sem sátu fastir hafi reynt að fara þessa leið suður á Þorlákshöfn og Selfoss og lengra austur þar sem heiðin var lokuð. „Jú, jú. Það fékk alveg frábærar leiðbeiningar og ruðning hingað í fjöldahjálparstöð í staðin fyrir hinum megin. Ég veit ekki af hverju það skeði en það skeði alla vega. En við redduðum því bara,“ segir Bogi. Vonar að landsmenn séu sprengjuglaðir Óvíst sé hvenær verkefninu lauk. „Ég veit bara að liðið mitt fór í svefn hálf fimm. Þá var komin smá ró í þetta.“ Svona verkefni sé gríðarlega dýrt og tímafrekt og nú stóli björgunarsveitir á að landsmenn verði sprengjuglaðir um áramótin. „Nú treystir maður á að menn verði sprengjuglaðir. Því meira sem þú kaupir, því meira get ég hjálpað þér. Rótarskotin eru frábær líka fyrir þá sem ekki vilja sprengja.“
Björgunarsveitir Veður Grindavík Tengdar fréttir Um þrjú hundruð bílum komið af Grindavíkurvegi í nótt Björgunarsveitin Þorbjörn í Grindavík stóð í ströngu, ásamt Lögreglunni á Suðurnesjum og Vegagerðinni, við að létta á umferð og gera Grindavíkurveg færan. Áætlað er að um þrjú hundruð bílar hafi verið ferjaðir af veginum í bílalestum. 18. desember 2022 10:02 Leiðin heim úr vinnu tók sex klukkustundir Plötusnúðurinn Atli Kanill var einn af þeim fjölmörgu sem lentu í vandræðum vegna veðurs í nótt. Eftir að hafa lokið vinnu um klukkan tvö í nótt tók við sex klukkustunda langt ferðalag heim til Hveragerðis. 17. desember 2022 22:05 Fimmtán ferðamenn ferjaðir með snjóbílnum Tinna Björgunarsveitir á Suðurlandi komu fimmtán ferðamönnum til bjargar í dag eftir að þeir höfðu fests inni á bílastæði vegna fannfergis. 17. desember 2022 19:08 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Um þrjú hundruð bílum komið af Grindavíkurvegi í nótt Björgunarsveitin Þorbjörn í Grindavík stóð í ströngu, ásamt Lögreglunni á Suðurnesjum og Vegagerðinni, við að létta á umferð og gera Grindavíkurveg færan. Áætlað er að um þrjú hundruð bílar hafi verið ferjaðir af veginum í bílalestum. 18. desember 2022 10:02
Leiðin heim úr vinnu tók sex klukkustundir Plötusnúðurinn Atli Kanill var einn af þeim fjölmörgu sem lentu í vandræðum vegna veðurs í nótt. Eftir að hafa lokið vinnu um klukkan tvö í nótt tók við sex klukkustunda langt ferðalag heim til Hveragerðis. 17. desember 2022 22:05
Fimmtán ferðamenn ferjaðir með snjóbílnum Tinna Björgunarsveitir á Suðurlandi komu fimmtán ferðamönnum til bjargar í dag eftir að þeir höfðu fests inni á bílastæði vegna fannfergis. 17. desember 2022 19:08