Leiðin heim úr vinnu tók sex klukkustundir Árni Sæberg og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 17. desember 2022 22:05 Atli var lengur heim úr vinnunni en venjulega í nótt. Vísir Plötusnúðurinn Atli Kanill var einn af þeim fjölmörgu sem lentu í vandræðum vegna veðurs í nótt. Eftir að hafa lokið vinnu um klukkan tvö í nótt tók við sex klukkustunda langt ferðalag heim til Hveragerðis. „Þegar ég keyrði frá Hveragerði til Reykjavíkur var kominn smá þæfingur, skafrenningur, en ekkert til að gráta yfir. Það var ekkert vesen,“ segir Atli Viðar Þorsteinsson plötusnúður í samtali við fréttastofu. Þegar Atli viðar kíkti hins vegar á vef Vegagerðarinnar sá hann að búið var að loka Hellisheiðinni. „Sem var ekki í fyrsta skipti sem maður lendir í því þegar maður býr í Hveragerði en vinnur í Reykjavík,“ segir Atli. Hefði getað gist hjá mömmu Suðustrandarvegurinn var hins vegar opinn og Atli sló til og ákvað að keyra þá leiðina, sem er um fjórum sinnum lengri eða rúmar tvær klukkustundir. Þrátt fyrir að hafa staðið til boða að gista heima hjá móður sinni sem býr í Hlíðahverfi í Reykjavík. Hann segir að ferðalagið hafi gengið vel framan af. Á Grindavíkurveginum hafi til að mynda verið svo góð færð að ökuþórar úr Grindavík „gönnuðu“ fram úr honum á hundrað og tuttugu. Þegar inn í Grindavík var komið fór ferðalagið að versna. Atli ákvað að keyra niður að höfn og taka eldsneyti á Orkunni. Á leiðinni þangað festi hann bílinn sinn í litlum skafli við bensínstöðina. Atli ekur Kia Sportage smájeppa. Hann segir að hann hafi náð að losa bílinn með lítilli skóflu sem hann erfði af ömmu eiginkonu sinnar. Hann mælir með að allir Íslendingar geymi slíka skóflu í bifreiðum sínum. Þá segist hann hafa verið svo séður að pakka hlýjum fötum í bílinn áður en hann lagði af stað. Ökumaður snjómoksturstækis kom til bjargar Þá ákvað Atli að halda leið sinni áfram frá Grindavík enda hafi færðin litið ágætlega út og allt benti til þess að leiðin væri fær. Þá hefði Atli átt að eiga rétt rúman klukkutíma eftir af ferðalaginu. Þegar Atli var kominn fram hjá Krýsuvíkurbjargi var snjó farið að kyngja niður. Þá snerist bíll hans á veginum og festist. Til allrar hamingju kom snjóruðningstæki aftan að Atla skömmu síðar. Með aðstoð ökumanns þess tókst Atla að losa bílinn. Skömmu áður en Atli kom að Þorlákshöfn, í kjölfar snjóruðningstækisins, hitti hann fyrir björgunarsveitarmenn. Atli spurði þá hvort hann kæmist ekki örugglega heim til sín. „Nei, þú ert ekki að fara heim,“ sögðu björgunarsveitarmenn og bentu honum á fjöldahjálparmiðstöð sem búið var að opna í Þorlákshöfn. Festist rétt hjá fjöldahjálparmiðstöðinni Á leiðinni þangað festist snjóruðningstækið við hringtorgið sem liggur við Þorlákshöfn. Þar sat Atli fastur í þrjár klukkustundir, ásamt því sem hann kallar litlu samfélagi fólks sem hafði fest. Atli segir að á meðan hann sat fastur hafi verið mikil óvissa um það hvenær hann kæmist heim til Hveragerðis. Hann bendir á að hann hafi aldrei áður vitað til þess að vegurinn milli Þorlákshafnar og Hveragerðis væri ófær. Um sexleytið varð ljóst að hann gæti komist á milli bæanna tveggja en þá kom í ljós að bíllinn hans var pikkfastur. Það segir hann hafa verið mestu mildi enda hafi hann fengið far með björgunarsveitarmönnum og séð á leiðinni að hann hefði aldrei komist alla leið á eigin bíl. Sex tímum eftir að hafa lagt af stað frá Reykjavík kom hann heim til sín klukkan átta í morgun. Farið var fyrir veðrið sem skall á í nótt í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Þar var rætt við Atla. Veður Hveragerði Snjómokstur Mest lesið Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Innlent Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent Fleiri fréttir Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Sjá meira
„Þegar ég keyrði frá Hveragerði til Reykjavíkur var kominn smá þæfingur, skafrenningur, en ekkert til að gráta yfir. Það var ekkert vesen,“ segir Atli Viðar Þorsteinsson plötusnúður í samtali við fréttastofu. Þegar Atli viðar kíkti hins vegar á vef Vegagerðarinnar sá hann að búið var að loka Hellisheiðinni. „Sem var ekki í fyrsta skipti sem maður lendir í því þegar maður býr í Hveragerði en vinnur í Reykjavík,“ segir Atli. Hefði getað gist hjá mömmu Suðustrandarvegurinn var hins vegar opinn og Atli sló til og ákvað að keyra þá leiðina, sem er um fjórum sinnum lengri eða rúmar tvær klukkustundir. Þrátt fyrir að hafa staðið til boða að gista heima hjá móður sinni sem býr í Hlíðahverfi í Reykjavík. Hann segir að ferðalagið hafi gengið vel framan af. Á Grindavíkurveginum hafi til að mynda verið svo góð færð að ökuþórar úr Grindavík „gönnuðu“ fram úr honum á hundrað og tuttugu. Þegar inn í Grindavík var komið fór ferðalagið að versna. Atli ákvað að keyra niður að höfn og taka eldsneyti á Orkunni. Á leiðinni þangað festi hann bílinn sinn í litlum skafli við bensínstöðina. Atli ekur Kia Sportage smájeppa. Hann segir að hann hafi náð að losa bílinn með lítilli skóflu sem hann erfði af ömmu eiginkonu sinnar. Hann mælir með að allir Íslendingar geymi slíka skóflu í bifreiðum sínum. Þá segist hann hafa verið svo séður að pakka hlýjum fötum í bílinn áður en hann lagði af stað. Ökumaður snjómoksturstækis kom til bjargar Þá ákvað Atli að halda leið sinni áfram frá Grindavík enda hafi færðin litið ágætlega út og allt benti til þess að leiðin væri fær. Þá hefði Atli átt að eiga rétt rúman klukkutíma eftir af ferðalaginu. Þegar Atli var kominn fram hjá Krýsuvíkurbjargi var snjó farið að kyngja niður. Þá snerist bíll hans á veginum og festist. Til allrar hamingju kom snjóruðningstæki aftan að Atla skömmu síðar. Með aðstoð ökumanns þess tókst Atla að losa bílinn. Skömmu áður en Atli kom að Þorlákshöfn, í kjölfar snjóruðningstækisins, hitti hann fyrir björgunarsveitarmenn. Atli spurði þá hvort hann kæmist ekki örugglega heim til sín. „Nei, þú ert ekki að fara heim,“ sögðu björgunarsveitarmenn og bentu honum á fjöldahjálparmiðstöð sem búið var að opna í Þorlákshöfn. Festist rétt hjá fjöldahjálparmiðstöðinni Á leiðinni þangað festist snjóruðningstækið við hringtorgið sem liggur við Þorlákshöfn. Þar sat Atli fastur í þrjár klukkustundir, ásamt því sem hann kallar litlu samfélagi fólks sem hafði fest. Atli segir að á meðan hann sat fastur hafi verið mikil óvissa um það hvenær hann kæmist heim til Hveragerðis. Hann bendir á að hann hafi aldrei áður vitað til þess að vegurinn milli Þorlákshafnar og Hveragerðis væri ófær. Um sexleytið varð ljóst að hann gæti komist á milli bæanna tveggja en þá kom í ljós að bíllinn hans var pikkfastur. Það segir hann hafa verið mestu mildi enda hafi hann fengið far með björgunarsveitarmönnum og séð á leiðinni að hann hefði aldrei komist alla leið á eigin bíl. Sex tímum eftir að hafa lagt af stað frá Reykjavík kom hann heim til sín klukkan átta í morgun. Farið var fyrir veðrið sem skall á í nótt í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Þar var rætt við Atla.
Veður Hveragerði Snjómokstur Mest lesið Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Innlent Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent Fleiri fréttir Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Sjá meira