Spánn: Eina land Evrópu sem heldur í grímuskyldu Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 18. desember 2022 14:30 Frá flugvellinum á Tenerife. Andrés Gutiérrez/Getty Images Spánn er eina landið í Evrópu þar sem enn er skylda að nota grímur í öllum almenningssamgöngum, þar á meðal þegar flogið er á milli landa. Spænsk flugfélög og ferðaskrifstofur mótmæla þessu ákaft og segja þetta hafa skaðleg áhrif á viðskiptin. Grímuskylda framlengd þrátt fyrir mikla andstöðu Spænsk stjórnvöld ákváðu síðast fyrir viku að framlengja grímuskyldu fólks í öllum almenningssamgöngum. Ákvörðunin uppskar hávær mótmæli talsmanna spænskra flugfélaga og ferðaskrifstofa, sem reyndar hafa mótmælt þessari mánaðarlegu framlengingu grímuskyldu um margra mánaða skeið. Enda engin furða, Spánn er nú eina land Evrópusambandsins þar sem þessari grímuskyldu er haldið til streitu. Styðst við ráðgjöf nafnlausra sérfræðinga Carolina Darias, heilbrigðisráðherra Spánar, segir að ákvörðunin sé tekin á grundvelli ráðlegginga sérfræðinganefndar, en ekki fæst uppgefið hvaða sérfræðingar það eru. Talsmenn ferðamála blása á þau rök og segja það undarlega sérfræðinga sem komist að annarri niðurstöðu en sérfræðinganefndir allra annarra ríkja í Evrópu. Segja grímuskyldu ógna afkomu fyrirtækja Þá segja talsmenn í flug-og ferðaþjónustu að grímuskyldan geti haft neikvæð áhrif á afkomu fyrirtækja. Til að mynda sé líklegt að einhverjir velji frekar að fljúga með erlendum félögum til og frá Spáni, svo viðkomandi þurfi ekki að vera með grímu í andlitinu allan þann tíma sem ferðast er. Sé flogið með erlendu flugfélagi, þarf bara að setja upp grímu á meðan vélin er í spænskri lofthelgi, en sé flogið með spænsku flugfélagi þarf að vera með grímu fyrir vitunum allan flugtímann. Menn geta svo velt fyrir sér gildi þeirrar forvarnar að þurfa að vera með grímu inni í spænskri lofthelgi í klukkustund eða svo og geta svo verið grímulausir afganginn af flugferðinni. Skortur á samhengi Svo má líka velta fyrir sér gildi grímuskyldu sem fáir hlíta. Örfáir ganga um með grímur á alþjóðaflugvöllum hér á Spáni og í neðanjarðarlestakerfum stórborganna eru sífellt færri með grímur fyrir vitunum. Engu að síður fara eftirlitsteymi á milli lesta og reka fólk til að setja upp grímurnar. Svo getur fólk velt fyrir sér samhenginu í því að þurfa að vera með grímu á 4ra klukkustunda lestarferðalagi til Madrid, einn í lestarklefa, en geta svo farið á tónleika daginn eftir þar sem samankomnir eru 50.000 tónleikagestir og þar þarf enginn að vera með grímu. Spánn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Innlent Fleiri fréttir Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Sjá meira
Grímuskylda framlengd þrátt fyrir mikla andstöðu Spænsk stjórnvöld ákváðu síðast fyrir viku að framlengja grímuskyldu fólks í öllum almenningssamgöngum. Ákvörðunin uppskar hávær mótmæli talsmanna spænskra flugfélaga og ferðaskrifstofa, sem reyndar hafa mótmælt þessari mánaðarlegu framlengingu grímuskyldu um margra mánaða skeið. Enda engin furða, Spánn er nú eina land Evrópusambandsins þar sem þessari grímuskyldu er haldið til streitu. Styðst við ráðgjöf nafnlausra sérfræðinga Carolina Darias, heilbrigðisráðherra Spánar, segir að ákvörðunin sé tekin á grundvelli ráðlegginga sérfræðinganefndar, en ekki fæst uppgefið hvaða sérfræðingar það eru. Talsmenn ferðamála blása á þau rök og segja það undarlega sérfræðinga sem komist að annarri niðurstöðu en sérfræðinganefndir allra annarra ríkja í Evrópu. Segja grímuskyldu ógna afkomu fyrirtækja Þá segja talsmenn í flug-og ferðaþjónustu að grímuskyldan geti haft neikvæð áhrif á afkomu fyrirtækja. Til að mynda sé líklegt að einhverjir velji frekar að fljúga með erlendum félögum til og frá Spáni, svo viðkomandi þurfi ekki að vera með grímu í andlitinu allan þann tíma sem ferðast er. Sé flogið með erlendu flugfélagi, þarf bara að setja upp grímu á meðan vélin er í spænskri lofthelgi, en sé flogið með spænsku flugfélagi þarf að vera með grímu fyrir vitunum allan flugtímann. Menn geta svo velt fyrir sér gildi þeirrar forvarnar að þurfa að vera með grímu inni í spænskri lofthelgi í klukkustund eða svo og geta svo verið grímulausir afganginn af flugferðinni. Skortur á samhengi Svo má líka velta fyrir sér gildi grímuskyldu sem fáir hlíta. Örfáir ganga um með grímur á alþjóðaflugvöllum hér á Spáni og í neðanjarðarlestakerfum stórborganna eru sífellt færri með grímur fyrir vitunum. Engu að síður fara eftirlitsteymi á milli lesta og reka fólk til að setja upp grímurnar. Svo getur fólk velt fyrir sér samhenginu í því að þurfa að vera með grímu á 4ra klukkustunda lestarferðalagi til Madrid, einn í lestarklefa, en geta svo farið á tónleika daginn eftir þar sem samankomnir eru 50.000 tónleikagestir og þar þarf enginn að vera með grímu.
Spánn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Innlent Fleiri fréttir Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Sjá meira