Verða Argentínumenn enn eitt fórnarlamb Drake bölvunarinnar? Árni Jóhannsson skrifar 17. desember 2022 23:02 Drake hefur gert mörgum íþróttamanninum grikk með veðmálum sínum. Amy Sussman/Getty Images Komið hefur í ljós að kanadíski rapparinn Drake hefur lagt fé undir á það að Argentína verði heimsmeistari á morgun. Mörgum kann að þykja það óáhugaverðar fréttir en þegar rýnt er í þetta nánar þá kemur ýmislegt í ljós um það að þetta séu góðar fréttir fyrir Frakka. Drake finnst ekki leiðinlegt að reyna að ávaxta pund sitt í gegnum veðmál á íþróttir. Einnig þykir honum ekki leiðinlegt að hitta íþróttastjörnur og fá mynd af sér með þeim. það hefur komið í ljós á undanförnum árum að mögulega þýði það að hann leggi bölvun á viðkomandi íþróttamann eða lið. View this post on Instagram A post shared by ODDSbible (@oddsbible) Þrír knattspyrnumenn hugsa rapparanum væntanlega þegjandi þörfina en Jadon Sancho, Pierre-Emerick Aubameyang og Sergio Aguero áttu allir mjög slæman dag eftir að hafa hitt Drake. Sancho var í liði Dortmund sem tapaði 5-0 fyrir erkifjendunum í Bayenr München daginn eftir að hafa hitt Drake og Aubameyang var ískaldur í tapi fyrir Everton sömuleiðis daginn eftir að hafa hitt Drake. Sergio Aguero lét þá verja frá sér víti í leik við Tottenham í Meistaradeild Evrópu eftir að hafa eytt eftirmiðdegi með kanadíska rapparanum. Það gætu því verið slæmar fréttir fyrir Lionel Messi og hans menn að Drake haldi að þeir vinni úrslitaleikinn á morgun en Kanadamenn urðu heldur betur fyrir barðinu á Drake-bölvuninni. Kanada átti að koma á óvart á mótinu í Qatar en urðu hvorki fugl né fiskur eftir að Drake sýndi þeim stuðning. Israel Adesanya tapaði einnig meistaravörn sinni í UFC bardagadeildinni eftir að Drake lagði fé undir á sigur hans. Það eru þó undantekningar á þessu öllu saman, eins og góðri bölvun sæmir, því Tyson Fury stóð hana af sér. Fury vann Deontay Wilder eftir að Drake hafði líst yfir stuðningi sínum við breska boxarann. Það er því örlítil von að bölvunin hafi ekki áhrif á Argentínumenn. HM 2022 í Katar Mest lesið NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu Fótbolti Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Körfubolti Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Fótbolti „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Handbolti Dagskráin: Big Ben, taplaus lið mætast og Skiptiborðið missir ekki af neinu Sport Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Handbolti „Ég elska að vera í Njarðvík“ Sport Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Handbolti Vigdís Lilja lagði upp sigurmarkið þegar allt stefndi í vító Fótbolti Fleiri fréttir Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Vigdís Lilja lagði upp sigurmarkið þegar allt stefndi í vító Töpuðu á VAR-vítaspyrnu á áttundu mínútu í uppbótatíma Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Cecilía og Karólína verða líka í pottinum með Blikum Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Blikakonur í 16-liða úrslit í Evrópu Rekinn eftir tapið gegn Færeyjum: „Algjörlega óafsakanlegt og ég axla fulla ábyrgð“ Sjáðu öll mörk Salahs gegn United Fer frá KA í haust Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Tuchel hafði gaman að skotum enskra stuðningsmanna Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Jon Dahl rekinn Sjá meira
Drake finnst ekki leiðinlegt að reyna að ávaxta pund sitt í gegnum veðmál á íþróttir. Einnig þykir honum ekki leiðinlegt að hitta íþróttastjörnur og fá mynd af sér með þeim. það hefur komið í ljós á undanförnum árum að mögulega þýði það að hann leggi bölvun á viðkomandi íþróttamann eða lið. View this post on Instagram A post shared by ODDSbible (@oddsbible) Þrír knattspyrnumenn hugsa rapparanum væntanlega þegjandi þörfina en Jadon Sancho, Pierre-Emerick Aubameyang og Sergio Aguero áttu allir mjög slæman dag eftir að hafa hitt Drake. Sancho var í liði Dortmund sem tapaði 5-0 fyrir erkifjendunum í Bayenr München daginn eftir að hafa hitt Drake og Aubameyang var ískaldur í tapi fyrir Everton sömuleiðis daginn eftir að hafa hitt Drake. Sergio Aguero lét þá verja frá sér víti í leik við Tottenham í Meistaradeild Evrópu eftir að hafa eytt eftirmiðdegi með kanadíska rapparanum. Það gætu því verið slæmar fréttir fyrir Lionel Messi og hans menn að Drake haldi að þeir vinni úrslitaleikinn á morgun en Kanadamenn urðu heldur betur fyrir barðinu á Drake-bölvuninni. Kanada átti að koma á óvart á mótinu í Qatar en urðu hvorki fugl né fiskur eftir að Drake sýndi þeim stuðning. Israel Adesanya tapaði einnig meistaravörn sinni í UFC bardagadeildinni eftir að Drake lagði fé undir á sigur hans. Það eru þó undantekningar á þessu öllu saman, eins og góðri bölvun sæmir, því Tyson Fury stóð hana af sér. Fury vann Deontay Wilder eftir að Drake hafði líst yfir stuðningi sínum við breska boxarann. Það er því örlítil von að bölvunin hafi ekki áhrif á Argentínumenn.
HM 2022 í Katar Mest lesið NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu Fótbolti Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Körfubolti Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Fótbolti „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Handbolti Dagskráin: Big Ben, taplaus lið mætast og Skiptiborðið missir ekki af neinu Sport Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Handbolti „Ég elska að vera í Njarðvík“ Sport Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Handbolti Vigdís Lilja lagði upp sigurmarkið þegar allt stefndi í vító Fótbolti Fleiri fréttir Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Vigdís Lilja lagði upp sigurmarkið þegar allt stefndi í vító Töpuðu á VAR-vítaspyrnu á áttundu mínútu í uppbótatíma Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Cecilía og Karólína verða líka í pottinum með Blikum Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Blikakonur í 16-liða úrslit í Evrópu Rekinn eftir tapið gegn Færeyjum: „Algjörlega óafsakanlegt og ég axla fulla ábyrgð“ Sjáðu öll mörk Salahs gegn United Fer frá KA í haust Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Tuchel hafði gaman að skotum enskra stuðningsmanna Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Jon Dahl rekinn Sjá meira