Verða Argentínumenn enn eitt fórnarlamb Drake bölvunarinnar? Árni Jóhannsson skrifar 17. desember 2022 23:02 Drake hefur gert mörgum íþróttamanninum grikk með veðmálum sínum. Amy Sussman/Getty Images Komið hefur í ljós að kanadíski rapparinn Drake hefur lagt fé undir á það að Argentína verði heimsmeistari á morgun. Mörgum kann að þykja það óáhugaverðar fréttir en þegar rýnt er í þetta nánar þá kemur ýmislegt í ljós um það að þetta séu góðar fréttir fyrir Frakka. Drake finnst ekki leiðinlegt að reyna að ávaxta pund sitt í gegnum veðmál á íþróttir. Einnig þykir honum ekki leiðinlegt að hitta íþróttastjörnur og fá mynd af sér með þeim. það hefur komið í ljós á undanförnum árum að mögulega þýði það að hann leggi bölvun á viðkomandi íþróttamann eða lið. View this post on Instagram A post shared by ODDSbible (@oddsbible) Þrír knattspyrnumenn hugsa rapparanum væntanlega þegjandi þörfina en Jadon Sancho, Pierre-Emerick Aubameyang og Sergio Aguero áttu allir mjög slæman dag eftir að hafa hitt Drake. Sancho var í liði Dortmund sem tapaði 5-0 fyrir erkifjendunum í Bayenr München daginn eftir að hafa hitt Drake og Aubameyang var ískaldur í tapi fyrir Everton sömuleiðis daginn eftir að hafa hitt Drake. Sergio Aguero lét þá verja frá sér víti í leik við Tottenham í Meistaradeild Evrópu eftir að hafa eytt eftirmiðdegi með kanadíska rapparanum. Það gætu því verið slæmar fréttir fyrir Lionel Messi og hans menn að Drake haldi að þeir vinni úrslitaleikinn á morgun en Kanadamenn urðu heldur betur fyrir barðinu á Drake-bölvuninni. Kanada átti að koma á óvart á mótinu í Qatar en urðu hvorki fugl né fiskur eftir að Drake sýndi þeim stuðning. Israel Adesanya tapaði einnig meistaravörn sinni í UFC bardagadeildinni eftir að Drake lagði fé undir á sigur hans. Það eru þó undantekningar á þessu öllu saman, eins og góðri bölvun sæmir, því Tyson Fury stóð hana af sér. Fury vann Deontay Wilder eftir að Drake hafði líst yfir stuðningi sínum við breska boxarann. Það er því örlítil von að bölvunin hafi ekki áhrif á Argentínumenn. HM 2022 í Katar Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Körfubolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Fleiri fréttir Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Sjá meira
Drake finnst ekki leiðinlegt að reyna að ávaxta pund sitt í gegnum veðmál á íþróttir. Einnig þykir honum ekki leiðinlegt að hitta íþróttastjörnur og fá mynd af sér með þeim. það hefur komið í ljós á undanförnum árum að mögulega þýði það að hann leggi bölvun á viðkomandi íþróttamann eða lið. View this post on Instagram A post shared by ODDSbible (@oddsbible) Þrír knattspyrnumenn hugsa rapparanum væntanlega þegjandi þörfina en Jadon Sancho, Pierre-Emerick Aubameyang og Sergio Aguero áttu allir mjög slæman dag eftir að hafa hitt Drake. Sancho var í liði Dortmund sem tapaði 5-0 fyrir erkifjendunum í Bayenr München daginn eftir að hafa hitt Drake og Aubameyang var ískaldur í tapi fyrir Everton sömuleiðis daginn eftir að hafa hitt Drake. Sergio Aguero lét þá verja frá sér víti í leik við Tottenham í Meistaradeild Evrópu eftir að hafa eytt eftirmiðdegi með kanadíska rapparanum. Það gætu því verið slæmar fréttir fyrir Lionel Messi og hans menn að Drake haldi að þeir vinni úrslitaleikinn á morgun en Kanadamenn urðu heldur betur fyrir barðinu á Drake-bölvuninni. Kanada átti að koma á óvart á mótinu í Qatar en urðu hvorki fugl né fiskur eftir að Drake sýndi þeim stuðning. Israel Adesanya tapaði einnig meistaravörn sinni í UFC bardagadeildinni eftir að Drake lagði fé undir á sigur hans. Það eru þó undantekningar á þessu öllu saman, eins og góðri bölvun sæmir, því Tyson Fury stóð hana af sér. Fury vann Deontay Wilder eftir að Drake hafði líst yfir stuðningi sínum við breska boxarann. Það er því örlítil von að bölvunin hafi ekki áhrif á Argentínumenn.
HM 2022 í Katar Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Körfubolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Fleiri fréttir Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Sjá meira