Verða Argentínumenn enn eitt fórnarlamb Drake bölvunarinnar? Árni Jóhannsson skrifar 17. desember 2022 23:02 Drake hefur gert mörgum íþróttamanninum grikk með veðmálum sínum. Amy Sussman/Getty Images Komið hefur í ljós að kanadíski rapparinn Drake hefur lagt fé undir á það að Argentína verði heimsmeistari á morgun. Mörgum kann að þykja það óáhugaverðar fréttir en þegar rýnt er í þetta nánar þá kemur ýmislegt í ljós um það að þetta séu góðar fréttir fyrir Frakka. Drake finnst ekki leiðinlegt að reyna að ávaxta pund sitt í gegnum veðmál á íþróttir. Einnig þykir honum ekki leiðinlegt að hitta íþróttastjörnur og fá mynd af sér með þeim. það hefur komið í ljós á undanförnum árum að mögulega þýði það að hann leggi bölvun á viðkomandi íþróttamann eða lið. View this post on Instagram A post shared by ODDSbible (@oddsbible) Þrír knattspyrnumenn hugsa rapparanum væntanlega þegjandi þörfina en Jadon Sancho, Pierre-Emerick Aubameyang og Sergio Aguero áttu allir mjög slæman dag eftir að hafa hitt Drake. Sancho var í liði Dortmund sem tapaði 5-0 fyrir erkifjendunum í Bayenr München daginn eftir að hafa hitt Drake og Aubameyang var ískaldur í tapi fyrir Everton sömuleiðis daginn eftir að hafa hitt Drake. Sergio Aguero lét þá verja frá sér víti í leik við Tottenham í Meistaradeild Evrópu eftir að hafa eytt eftirmiðdegi með kanadíska rapparanum. Það gætu því verið slæmar fréttir fyrir Lionel Messi og hans menn að Drake haldi að þeir vinni úrslitaleikinn á morgun en Kanadamenn urðu heldur betur fyrir barðinu á Drake-bölvuninni. Kanada átti að koma á óvart á mótinu í Qatar en urðu hvorki fugl né fiskur eftir að Drake sýndi þeim stuðning. Israel Adesanya tapaði einnig meistaravörn sinni í UFC bardagadeildinni eftir að Drake lagði fé undir á sigur hans. Það eru þó undantekningar á þessu öllu saman, eins og góðri bölvun sæmir, því Tyson Fury stóð hana af sér. Fury vann Deontay Wilder eftir að Drake hafði líst yfir stuðningi sínum við breska boxarann. Það er því örlítil von að bölvunin hafi ekki áhrif á Argentínumenn. HM 2022 í Katar Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Íslenski boltinn Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Sjá meira
Drake finnst ekki leiðinlegt að reyna að ávaxta pund sitt í gegnum veðmál á íþróttir. Einnig þykir honum ekki leiðinlegt að hitta íþróttastjörnur og fá mynd af sér með þeim. það hefur komið í ljós á undanförnum árum að mögulega þýði það að hann leggi bölvun á viðkomandi íþróttamann eða lið. View this post on Instagram A post shared by ODDSbible (@oddsbible) Þrír knattspyrnumenn hugsa rapparanum væntanlega þegjandi þörfina en Jadon Sancho, Pierre-Emerick Aubameyang og Sergio Aguero áttu allir mjög slæman dag eftir að hafa hitt Drake. Sancho var í liði Dortmund sem tapaði 5-0 fyrir erkifjendunum í Bayenr München daginn eftir að hafa hitt Drake og Aubameyang var ískaldur í tapi fyrir Everton sömuleiðis daginn eftir að hafa hitt Drake. Sergio Aguero lét þá verja frá sér víti í leik við Tottenham í Meistaradeild Evrópu eftir að hafa eytt eftirmiðdegi með kanadíska rapparanum. Það gætu því verið slæmar fréttir fyrir Lionel Messi og hans menn að Drake haldi að þeir vinni úrslitaleikinn á morgun en Kanadamenn urðu heldur betur fyrir barðinu á Drake-bölvuninni. Kanada átti að koma á óvart á mótinu í Qatar en urðu hvorki fugl né fiskur eftir að Drake sýndi þeim stuðning. Israel Adesanya tapaði einnig meistaravörn sinni í UFC bardagadeildinni eftir að Drake lagði fé undir á sigur hans. Það eru þó undantekningar á þessu öllu saman, eins og góðri bölvun sæmir, því Tyson Fury stóð hana af sér. Fury vann Deontay Wilder eftir að Drake hafði líst yfir stuðningi sínum við breska boxarann. Það er því örlítil von að bölvunin hafi ekki áhrif á Argentínumenn.
HM 2022 í Katar Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Íslenski boltinn Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Sjá meira