Fótbolti

Markvörðurinn laminn til blóðs með tunnu - myndskeið

Hjörvar Ólafsson skrifar
Það sauð upp úr í nágrannaslagnum í Melbourne í nótt sem leið. 
Það sauð upp úr í nágrannaslagnum í Melbourne í nótt sem leið.  Vísir/Getty

Það fór allt úr böndunum í nágrannaslag Melbourne-liðanna Melbourne City og Melbourne Victory í efstu deild karla í fótbolta í nótt. Stuðningsmaður Melbourne Victory lamdi meðal annars markvörð Melbourne City, Thomas Glover, í höfuðið en leikurinn var flautaður af í kjölfarið af ólátum stuðningsmanna liðanna.  

Það var um miðbik fyrri hálfleiks sem stuðningsmenn Melbourne Victory ruddust inn á völlinn en þeir voru með því að mótmæla þeirri ákvörðun að leikurinn hefði verið færður til Sydney.

Stuðningsmenn beggja liða köstuðu blysum í átt að leikmönnum liðanna og dómarum leiksins og þustu svo inn á völlinn. 

Eins og áður segir varð Glover fyrir barðinu á stuðningsmönnum Melbourne Victory sem og dómari leiksins sem flautaði í kjölfarið leikinn af. 

Glover blóðgaðist við höggið sem hann fékk. Vísir/Getty

Myndskeið af ólátunum má sjá hér að neðan:




Fleiri fréttir

Sjá meira


×