Ferðamenn streyma í Bláa lónið en Grindavíkurvegur lokaður Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. desember 2022 12:34 Bláa lónið er fallegt á vetrardegi sem sumardegi. Í dag er hins vegar ófært í Bláa lónið. Vísir/Vilhelm Lögregla og björgunarsveitarfólk á Suðurnesjum hefur ekki undan við að vísa ferðamönnum frá Grindavíkurvegi sem nú er lokaður vegna ófærðar. Lögregla hvetur fólk til að vera ekki á ferð á Suðurnesjum að ástæðulausu. Um fjörutíu bílar eru fastir í ófærðinni á Grindavíkurvegi. Ásmundur Rúnar Gylfason aðstoðaryfirlögregluþjónn vill árétta að vegurinn sé lokaður. „Fólk streymir hingað að og ætlar að skella sér í Bláa lónið,“ segir Ásmundur Rúnar. Hann biðlar til fólks að halda kyrru heima fyrir. „Færðin er almennt þung á Suðurnesjum. Við beinum til fólks að vera ekki á ferli að nauðsynjalausu,“ segir Ásmundur Rúnar. Veðrið hafi ekki komið aftan að fólki á Suðurnesjum en ferðamenn virðast margir hverjir halda sínum plönum, óháð veðri. Margir hverjir ekki meðvitaðir um lokun Grindavíkurvegar. „Fjölmargir ferðamenn eru með einhver plön og það er stöðugur straumur af fólki á leiðinni í Bláa lónið. Það er bara búið að ákveða að það verði að fara í Bláa lónið.“ Grindavíkurvegur er lokaður frá Reykjanesbraut þar sem lögregla og björgunarsveitir standa vaktina. „Fólk streymir enn að. Það veldur erfiðleikum að þurfa að vísa fólki frá.“ Lögreglan sendi frá sér tilkynningu vegna færðarinnar Lögreglan á Suðurnesjum vill koma því á framfæri við ökumenn að Grindavíkurvegur er lokaður þessa stundina vegna ófærðar. Töluverður fjöldi ökutækja er þar fastur í ófærð og eru viðbragðsaðilar að vinna á vettvangi við að aðstoða ökumenn. Almennt um færð á vegum er það að frétta að þungfært er víða á Suðurnesjum og fólk beðið að vera ekki á ferðinni að óþörfu. Að lokum hvetur lögreglan fólk með að fylgjast með veðurspám og uppfærðum upplýsingum á vef Vegagerðarinnar. Bláa lónið Ferðamennska á Íslandi Samgöngur Grindavík Tengdar fréttir Björgunarsveitir frá öllu Suðvesturhorninu við störf Mikið fannfergi hefur leikið landann grátt síðastliðinn sólarhring og hefur mörgum helstu vegum á Suðurlandi verið lokað. Hátt í hundrað björgunarsveitarmenn eru við störf á Suðvesturhorninu. 17. desember 2022 12:01 Þrjátíu bílar fastir á Grindavíkurvegi Verið er að kalla út allar björgunarsveitir á Suðurnesjum og ræsa þar aðgerðarstjórn vegna þrjátíu bíla sem fastir eru á Grindavíkurvegi. 17. desember 2022 11:29 Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Innlent Fleiri fréttir Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Sjá meira
Um fjörutíu bílar eru fastir í ófærðinni á Grindavíkurvegi. Ásmundur Rúnar Gylfason aðstoðaryfirlögregluþjónn vill árétta að vegurinn sé lokaður. „Fólk streymir hingað að og ætlar að skella sér í Bláa lónið,“ segir Ásmundur Rúnar. Hann biðlar til fólks að halda kyrru heima fyrir. „Færðin er almennt þung á Suðurnesjum. Við beinum til fólks að vera ekki á ferli að nauðsynjalausu,“ segir Ásmundur Rúnar. Veðrið hafi ekki komið aftan að fólki á Suðurnesjum en ferðamenn virðast margir hverjir halda sínum plönum, óháð veðri. Margir hverjir ekki meðvitaðir um lokun Grindavíkurvegar. „Fjölmargir ferðamenn eru með einhver plön og það er stöðugur straumur af fólki á leiðinni í Bláa lónið. Það er bara búið að ákveða að það verði að fara í Bláa lónið.“ Grindavíkurvegur er lokaður frá Reykjanesbraut þar sem lögregla og björgunarsveitir standa vaktina. „Fólk streymir enn að. Það veldur erfiðleikum að þurfa að vísa fólki frá.“ Lögreglan sendi frá sér tilkynningu vegna færðarinnar Lögreglan á Suðurnesjum vill koma því á framfæri við ökumenn að Grindavíkurvegur er lokaður þessa stundina vegna ófærðar. Töluverður fjöldi ökutækja er þar fastur í ófærð og eru viðbragðsaðilar að vinna á vettvangi við að aðstoða ökumenn. Almennt um færð á vegum er það að frétta að þungfært er víða á Suðurnesjum og fólk beðið að vera ekki á ferðinni að óþörfu. Að lokum hvetur lögreglan fólk með að fylgjast með veðurspám og uppfærðum upplýsingum á vef Vegagerðarinnar.
Bláa lónið Ferðamennska á Íslandi Samgöngur Grindavík Tengdar fréttir Björgunarsveitir frá öllu Suðvesturhorninu við störf Mikið fannfergi hefur leikið landann grátt síðastliðinn sólarhring og hefur mörgum helstu vegum á Suðurlandi verið lokað. Hátt í hundrað björgunarsveitarmenn eru við störf á Suðvesturhorninu. 17. desember 2022 12:01 Þrjátíu bílar fastir á Grindavíkurvegi Verið er að kalla út allar björgunarsveitir á Suðurnesjum og ræsa þar aðgerðarstjórn vegna þrjátíu bíla sem fastir eru á Grindavíkurvegi. 17. desember 2022 11:29 Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Innlent Fleiri fréttir Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Sjá meira
Björgunarsveitir frá öllu Suðvesturhorninu við störf Mikið fannfergi hefur leikið landann grátt síðastliðinn sólarhring og hefur mörgum helstu vegum á Suðurlandi verið lokað. Hátt í hundrað björgunarsveitarmenn eru við störf á Suðvesturhorninu. 17. desember 2022 12:01
Þrjátíu bílar fastir á Grindavíkurvegi Verið er að kalla út allar björgunarsveitir á Suðurnesjum og ræsa þar aðgerðarstjórn vegna þrjátíu bíla sem fastir eru á Grindavíkurvegi. 17. desember 2022 11:29