Björgunarsveitir frá öllu Suðvesturhorninu við störf Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. desember 2022 12:01 Bílar sitja víða fastir og mörgum helstu vegum á Suðurlandi hefur verið lokað. Landsbjörg Mikið fannfergi hefur leikið landann grátt síðastliðinn sólarhring og hefur mörgum helstu vegum á Suðurlandi verið lokað. Hátt í hundrað björgunarsveitarmenn eru við störf á Suðvesturhorninu. Samgöngur hafa víða rakast á suðvestanverðu landinu vegna veðurs. Hellisheiði, Þrengsli og Krýsuvíkurvegur eru lokuð, ófært er um Mosfellsheiði og Kjósarskarð og víða annars staðar eru vegir lokaðir. Þá var fjöldahjálparstöð opnuð í Þorlákshöfn í nótt fyrir þá sem komust ekki leiðar sinnar vegna veðursins. Flugferðum hefur mörgum verið aflýst eða seinkað og ferðum strætisvagna sem ganga norður til Akureyrar frá Reykjavík og um Suðurland verið aflýst. Strætóferðir í Reykjavík ganga samkvæmt áætlun en notendur þjónustunnar verið beðnir um að fylgast með rauntímakorti þar sem ferðum getur seinkað vegna slæmrar færðar. Frá aðgerðum á Grindarvíkurvegi.Landsbjörg „Margir ætla að nota daginn í innkaup og snatt svo fólk þarf að taka því rólega þangað til er búið að ryðja göturnar almennilega,“segir Þorsteinn V. Jónsson, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var með starfsmann á Twittervaktinni í gærkvöldi og í nótt, sem er árlegur viðburður, þar sem greint var frá öllum útköllum lögreglu. Veðurtengdar tilkynningar voru áberandi og mikið um minniháttar umferðarslys tengd snjókomunni. Þá þurfti lögregla að koma nokkrum til aðstoðar í miðborginni í nótt sem komust ekki leiðar sinnar vegna ófærðarinnar. Minniháttar umferðarslys í snjónum, dráttarbílar færðu ökutæki af vettvangi. #löggutíst #færðin— LRH (@logreglan) December 16, 2022 Tilkynnt var um sídettandi manneskju með trefil og húfu í miðbæ Reykjavíkur. Lögregla fór á stúfana og fann viðkomandi og kom henni heim #löggutíst— LRH (@logreglan) December 17, 2022 Snjórinn mældist dýpstur við Vogsósa í morgun, eða átján sentímetrar. Jólasnjórinn er því líklega kominn en stytta á upp í dag. Veðrið verður þó áfram leiðinlegt. „Það hvessir dálítið annað kvöld og svo verður mjög hvasst á mánudaginn og við erum komin með gula viðvörun fyrir Suðausturlandið þá út af stormi og öflugum vindhviðum,“ segir Þorsteinn. Björgunarsveitir hafa átt í nógu að snúast, sérstaklega á suðvesturhorninu, þar sem hundrað björgunarsveitarmenn eru að störfum. „Það er búið að kalla út sveitir á nánast öllu Suðvesturhorninu frá Vogum, Suðurnesjum og Grindavík. Það er fjöldi bíla í vandræðum á Grindavíkurvegi. Einhverjir fastir, einhverjir sem komast ekki út af föstum bílum,“ segir Jón Þór Víglundsson upplýsingafulltrúi Landsbjargar. Helstu verkefni í morgun voru að koma heilbrigðisstarfsfólki til vinnu en útköllum fjölgaði í dagrenningu. „Við hvetjum fólk til að taka því rólega og huga að færð og veðri en í augnablikinu er best að vera heima,“ sagði Jón Þór Víglundsson upplýsingafulltrúi Landsbjargar. Veður Björgunarsveitir Tengdar fréttir Þrjátíu bílar fastir á Grindavíkurvegi Verið er að kalla út allar björgunarsveitir á Suðurnesjum og ræsa þar aðgerðarstjórn vegna þrjátíu bíla sem fastir eru á Grindavíkurvegi. 17. desember 2022 11:29 Gular viðvaranir í gildi til hádegis Búist er við snjókomu sunnan- og vestanlands fram yfir hádegi. Gular viðvaranir á höfuðborgarsvæðinu, Faxaflóa, Breiðafirði og Suðurlandi gilda til hádegis. 17. desember 2022 09:09 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira
Samgöngur hafa víða rakast á suðvestanverðu landinu vegna veðurs. Hellisheiði, Þrengsli og Krýsuvíkurvegur eru lokuð, ófært er um Mosfellsheiði og Kjósarskarð og víða annars staðar eru vegir lokaðir. Þá var fjöldahjálparstöð opnuð í Þorlákshöfn í nótt fyrir þá sem komust ekki leiðar sinnar vegna veðursins. Flugferðum hefur mörgum verið aflýst eða seinkað og ferðum strætisvagna sem ganga norður til Akureyrar frá Reykjavík og um Suðurland verið aflýst. Strætóferðir í Reykjavík ganga samkvæmt áætlun en notendur þjónustunnar verið beðnir um að fylgast með rauntímakorti þar sem ferðum getur seinkað vegna slæmrar færðar. Frá aðgerðum á Grindarvíkurvegi.Landsbjörg „Margir ætla að nota daginn í innkaup og snatt svo fólk þarf að taka því rólega þangað til er búið að ryðja göturnar almennilega,“segir Þorsteinn V. Jónsson, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var með starfsmann á Twittervaktinni í gærkvöldi og í nótt, sem er árlegur viðburður, þar sem greint var frá öllum útköllum lögreglu. Veðurtengdar tilkynningar voru áberandi og mikið um minniháttar umferðarslys tengd snjókomunni. Þá þurfti lögregla að koma nokkrum til aðstoðar í miðborginni í nótt sem komust ekki leiðar sinnar vegna ófærðarinnar. Minniháttar umferðarslys í snjónum, dráttarbílar færðu ökutæki af vettvangi. #löggutíst #færðin— LRH (@logreglan) December 16, 2022 Tilkynnt var um sídettandi manneskju með trefil og húfu í miðbæ Reykjavíkur. Lögregla fór á stúfana og fann viðkomandi og kom henni heim #löggutíst— LRH (@logreglan) December 17, 2022 Snjórinn mældist dýpstur við Vogsósa í morgun, eða átján sentímetrar. Jólasnjórinn er því líklega kominn en stytta á upp í dag. Veðrið verður þó áfram leiðinlegt. „Það hvessir dálítið annað kvöld og svo verður mjög hvasst á mánudaginn og við erum komin með gula viðvörun fyrir Suðausturlandið þá út af stormi og öflugum vindhviðum,“ segir Þorsteinn. Björgunarsveitir hafa átt í nógu að snúast, sérstaklega á suðvesturhorninu, þar sem hundrað björgunarsveitarmenn eru að störfum. „Það er búið að kalla út sveitir á nánast öllu Suðvesturhorninu frá Vogum, Suðurnesjum og Grindavík. Það er fjöldi bíla í vandræðum á Grindavíkurvegi. Einhverjir fastir, einhverjir sem komast ekki út af föstum bílum,“ segir Jón Þór Víglundsson upplýsingafulltrúi Landsbjargar. Helstu verkefni í morgun voru að koma heilbrigðisstarfsfólki til vinnu en útköllum fjölgaði í dagrenningu. „Við hvetjum fólk til að taka því rólega og huga að færð og veðri en í augnablikinu er best að vera heima,“ sagði Jón Þór Víglundsson upplýsingafulltrúi Landsbjargar.
Veður Björgunarsveitir Tengdar fréttir Þrjátíu bílar fastir á Grindavíkurvegi Verið er að kalla út allar björgunarsveitir á Suðurnesjum og ræsa þar aðgerðarstjórn vegna þrjátíu bíla sem fastir eru á Grindavíkurvegi. 17. desember 2022 11:29 Gular viðvaranir í gildi til hádegis Búist er við snjókomu sunnan- og vestanlands fram yfir hádegi. Gular viðvaranir á höfuðborgarsvæðinu, Faxaflóa, Breiðafirði og Suðurlandi gilda til hádegis. 17. desember 2022 09:09 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira
Þrjátíu bílar fastir á Grindavíkurvegi Verið er að kalla út allar björgunarsveitir á Suðurnesjum og ræsa þar aðgerðarstjórn vegna þrjátíu bíla sem fastir eru á Grindavíkurvegi. 17. desember 2022 11:29
Gular viðvaranir í gildi til hádegis Búist er við snjókomu sunnan- og vestanlands fram yfir hádegi. Gular viðvaranir á höfuðborgarsvæðinu, Faxaflóa, Breiðafirði og Suðurlandi gilda til hádegis. 17. desember 2022 09:09