Innlent

Gular viðvaranir í gildi til hádegis

Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar
Víða er spáð snjókomu, en styttir upp seinnipartinn og lengst af þurrt suðaustantil.
Víða er spáð snjókomu, en styttir upp seinnipartinn og lengst af þurrt suðaustantil. Vísir/Vilhelm

Búist er við snjókomu sunnan- og vestanlands fram yfir hádegi. Gular viðvaranir á höfuðborgarsvæðinu, Faxaflóa, Breiðafirði og Suðurlandi gilda til hádegis.

Talsverð snjókoma á köflum og lélegt skyggni verður á höfuðborgarsvæðinu í dag og búast má við erfiðum akstursskilyrðum.

Víða er spáð snjókomu, en styttir upp seinnipartinn og lengst af þurrt suðaustantil.

Hægari vindur verður á Norðaustur- og Austurlandi og dálítil él við ströndina. Spáð er  0 til 15 stiga frosti og kaldast norðaustantil.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×