Tryggðu sig áfram þótt ekki tækist að troða boltanum í markið Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. desember 2022 22:31 Sveindís Jane er komin í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu. Andrea Staccioli/Getty Images Sveindís Jane Jónsdóttir spilaði 75 mínútur í markalausu jafntefli Wolfsburg og Slavia Prag í Meistaradeild Evrópu í fótbolta. Úrslit kvöldsins þýða að Wolfsburg hefur endanlega tryggt sæti sitt í 8-liða úrslitum. Sveindís Jane fékk tækifæri í byrjunarliði Wolfsburg en náði ekki að nýta tækifærið í kvöld. Það sama verður sagt um stöllur hennar en Wolfsburg náði ekki að nýta yfirburði sína. #WOBSLA 0:0 pic.twitter.com/NPGhFMrcq6— VfL Wolfsburg Frauen (@VfL_Frauen) December 16, 2022 Tölfræði leiksins var hreint út sagt ótrúleg. Wolfsburg var með boltann 62 prósent af leiknum. Þá átti liðið 33 skot, þar af 13 á markið. Í hinum leik B-riðils vann Roma 5-0 sigur á á St. Polten eftir að íhugað var að stöðva leikinn vegna rigningar. Roma vs. St. Pölten:UPDATE: There will be a pitch inspection shortly to assess the suitability of the pitch to continue the match. pic.twitter.com/Q22XUCRCno— DAZN Football (@DAZNFootball) December 16, 2022 Aðeins var eitt mark skorað í fyrri hálfleik en undir lok síðari hálfleiks opnuðust flóðgáttir. Annað mark Roma kom á 82. mínútu og í kjölfarið fylgdu þrjú mörk. Valentina Giacinti, Benedetta Glionna og Manuela Giugliano (2) með mörkin. Roma's victory is sealed now https://t.co/jX8nwuBQMV https://t.co/se7M6tyQvt https://t.co/VTBnW2mMSg pic.twitter.com/QGvTGT9iM2— DAZN Football (@DAZNFootball) December 16, 2022 Staðan í B-riðli er þannig að Wolfsburg og Roma eru komin áfram. Enn á þó eftir að útkljá hvort liðið endar á toppi riðilsins en Wolfsburg er sem stendur með 11 stig en Roma einu stigi minna. Stórleikur kvöldsins var svo viðureign París Saint-Germain og Real Madríd í A-riðli. Elisa De Almeida kom PSG yfir eftir stundarfjórðung. Var það eina mark fyrri hálfleiks. Corner converted! Élisa de Almeida heads it to the back of the net. https://t.co/EWMG6iS67T https://t.co/SZLfrXFiBQ https://t.co/A1Fo6US0Rq pic.twitter.com/tpajHIF15G— DAZN Football (@DAZNFootball) December 16, 2022 Kadidiatou Diani tvöfaldaði forystu PSG með marki úr vítaspyrnu þegar klukkustund var liðin og fór það langleiðina með að tryggja sigurinn. 2-0 PSG are rolling..! https://t.co/lNYXQkb6XA https://t.co/SZLfrXFiBQ https://t.co/A1Fo6US0Rq pic.twitter.com/pnN80trcSB— DAZN Football (@DAZNFootball) December 16, 2022 Gestirnir frá Madríd minnkuðu muninn undir lok leiks, Athenea del Castillo með markið. Fleiri urðu mörkin þó ekki og PSG er komið áfram í 8-liða úrslit þökk sé sigri kvöldsins. Berglind Björg Þorvaldsdóttir var ekki í leikmannahópi PSG í kvöld. Hinn leikur A-riðils fór fram í Albaníu þar sem Englandsmeistarar Chelsea voru í heimsókn. Lundúnaliðið átti ekki í miklum vandræðum og vann þægilegan 4-0 sigur. Sophie Ingle, Fran Kirby, Kateřina Svitková og Maren Mjelde með mörkin. Chelsea FINALLY get their 3 rd!Svitkova nods home and the quarter-finals are calling https://t.co/PRm1ddjIPg https://t.co/GeQtbXwJDW pic.twitter.com/2Zab88eCvT— DAZN Football (@DAZNFootball) December 16, 2022 Chelsea er á toppi riðilsins með 13 stig þegar ein umferð er eftir. Þar á eftir kemur PSG með 10 stig og Real með fimm stig. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Sjá meira
Sveindís Jane fékk tækifæri í byrjunarliði Wolfsburg en náði ekki að nýta tækifærið í kvöld. Það sama verður sagt um stöllur hennar en Wolfsburg náði ekki að nýta yfirburði sína. #WOBSLA 0:0 pic.twitter.com/NPGhFMrcq6— VfL Wolfsburg Frauen (@VfL_Frauen) December 16, 2022 Tölfræði leiksins var hreint út sagt ótrúleg. Wolfsburg var með boltann 62 prósent af leiknum. Þá átti liðið 33 skot, þar af 13 á markið. Í hinum leik B-riðils vann Roma 5-0 sigur á á St. Polten eftir að íhugað var að stöðva leikinn vegna rigningar. Roma vs. St. Pölten:UPDATE: There will be a pitch inspection shortly to assess the suitability of the pitch to continue the match. pic.twitter.com/Q22XUCRCno— DAZN Football (@DAZNFootball) December 16, 2022 Aðeins var eitt mark skorað í fyrri hálfleik en undir lok síðari hálfleiks opnuðust flóðgáttir. Annað mark Roma kom á 82. mínútu og í kjölfarið fylgdu þrjú mörk. Valentina Giacinti, Benedetta Glionna og Manuela Giugliano (2) með mörkin. Roma's victory is sealed now https://t.co/jX8nwuBQMV https://t.co/se7M6tyQvt https://t.co/VTBnW2mMSg pic.twitter.com/QGvTGT9iM2— DAZN Football (@DAZNFootball) December 16, 2022 Staðan í B-riðli er þannig að Wolfsburg og Roma eru komin áfram. Enn á þó eftir að útkljá hvort liðið endar á toppi riðilsins en Wolfsburg er sem stendur með 11 stig en Roma einu stigi minna. Stórleikur kvöldsins var svo viðureign París Saint-Germain og Real Madríd í A-riðli. Elisa De Almeida kom PSG yfir eftir stundarfjórðung. Var það eina mark fyrri hálfleiks. Corner converted! Élisa de Almeida heads it to the back of the net. https://t.co/EWMG6iS67T https://t.co/SZLfrXFiBQ https://t.co/A1Fo6US0Rq pic.twitter.com/tpajHIF15G— DAZN Football (@DAZNFootball) December 16, 2022 Kadidiatou Diani tvöfaldaði forystu PSG með marki úr vítaspyrnu þegar klukkustund var liðin og fór það langleiðina með að tryggja sigurinn. 2-0 PSG are rolling..! https://t.co/lNYXQkb6XA https://t.co/SZLfrXFiBQ https://t.co/A1Fo6US0Rq pic.twitter.com/pnN80trcSB— DAZN Football (@DAZNFootball) December 16, 2022 Gestirnir frá Madríd minnkuðu muninn undir lok leiks, Athenea del Castillo með markið. Fleiri urðu mörkin þó ekki og PSG er komið áfram í 8-liða úrslit þökk sé sigri kvöldsins. Berglind Björg Þorvaldsdóttir var ekki í leikmannahópi PSG í kvöld. Hinn leikur A-riðils fór fram í Albaníu þar sem Englandsmeistarar Chelsea voru í heimsókn. Lundúnaliðið átti ekki í miklum vandræðum og vann þægilegan 4-0 sigur. Sophie Ingle, Fran Kirby, Kateřina Svitková og Maren Mjelde með mörkin. Chelsea FINALLY get their 3 rd!Svitkova nods home and the quarter-finals are calling https://t.co/PRm1ddjIPg https://t.co/GeQtbXwJDW pic.twitter.com/2Zab88eCvT— DAZN Football (@DAZNFootball) December 16, 2022 Chelsea er á toppi riðilsins með 13 stig þegar ein umferð er eftir. Þar á eftir kemur PSG með 10 stig og Real með fimm stig.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Sjá meira