Sluppu fyrir horn frá lagabroti með eftiráskýringum í N4-málinu Jakob Bjarnar skrifar 16. desember 2022 13:14 Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir Vg, formaður fjárlaganefndar. Meirihluti nefndarinnar, var að mati stjórnsýslufræðings á afar vafasömu róli, svo ekki sé meira sagt, með þá ætlan sína að úthluta N4 á Akureyri 100 milljóna króna styrk utan dagskrár. vísir/vilhelm Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur segir að gerningur fjárlaganefndar vegna fyrirhugaðs styrks til N4 sjónvarpsstöðvarinnar á Akureyri brjóti í bága við lög um opinber fjármál. Þetta kemur meðal annars fram í grein sem Haukur birtir á Vísi en þar má lesa á milli lína að Hauki þykir allt þetta mál grátbroslegt. Hann segir að þegar fjárlaganefnd hafi dregið í land, að sögn Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur formanns fjárlaganefndar vegna þess að málið komst í hámæli, þá hafi nefndin skáskotið sér hjá því sem kalla má brot við lögum. Bjarkey heldur því fram að málið sé ekki klúður en Haukur telur það af og frá. „Við getum sagt að gerningur fjárlaganefndar vegna N4 við aðra umræðu brjóti í bága við lögin um opinber fjármál. En fara má í kringum það með eftiráskýringu og segja að fjárveitingin hafi „bara alls ekki“ verið ætluð til eins aðila, heldur renni hún í styrkjapott sem framkvæmdarvaldið hefur fyrir frjálsa fjölmiðla og Lilja Alfreðsdóttir var í mörg ár að koma á koppinn og hefur einu sinni úthlutað úr, á síðast liðnu sumri. Þá lítur þetta faglega út,“ segir Haukur meðal annars í grein sinni. Reyndar stangast þessi gerningur á við eitt og annað varðandi vafstur löggjafarvaldsins að mati Hauks. Til að mynda þá standist það enga skoðun að sjóði sem ætlað er að veita fé til frjálsra fjölmiðla beri að taka sérstakt tillit til staðsetningar þeirra. Haukur telur það ekki standast jafnræðisreglu þar sem allir fjölmiðlar þjóna landsbyggðinni. „Staðsetning kemur málinu raunar ekki við á tímum netsins og ef taka á tillit til þess hvort efni fjölmiðilsins er „um málefni ákveðinna svæða“ eða ekki er það óréttmætt skilyrði því þá er verið að blanda sér inn í ritstjórnarstefnu fjölmiðlanna.“ Haukur segir meirihlutann á þingi nú láta sem „opinber umræða“ hafi valdið því að sveigt hafi verið frá upphaflegum sjónarmiðum með fjárveitingunni, en telur líklegra að starfsmenn framkvæmdarvaldsins, einkum starfsmenn fjármálaráðuneytisins, hafi stöðvað málið með þeim rökum að það bryti í bága við lögin um opinber fjármál. „Ekki eru aðrir aðilar líklegri til að verja það sjónarmið – og ábending um lagabrot er ástæða sem beygir pólitískan vilja oftast.“ Stjórnsýsla Fjölmiðlar Alþingi Fjárlagafrumvarp 2023 Styrkbeiðni N4 Tengdar fréttir Þingmaður tók þátt í að samþykkja beiðni mágkonu sinnar Þingmaður Framsóknarflokksins stóð að tillögu fjárlaganefndar um hundrað milljóna króna styrk til fjölmiðla á landsbyggðinni. Þingmaðurinn er mágur framkvæmdastjóra N4 sem sendi nefndinni bréf og óskaði eftir styrknum. 14. desember 2022 16:27 „Svona myndi ekki gerast í nokkru öðru lýðræðisríki“ Meirihluti fjárlaganefndar Alþingis leggur til að fjölmiðlar á landsbyggðinni sem framleiða sjónvarpsefni fái hundrað milljónir króna í styrk úr ríkissjóði á næsta ári. 14. desember 2022 15:01 Telur fjölmiðlastyrkinn ekki klúður og stendur við tillöguna Formaður fjárlaganefndar lítur ekki svo á að breytingartillaga meirihluta nefndarinnar, um hundrað milljóna króna styrk til fjölmiðla sem sinna sjónvarpsvinnslu á landsbyggðinni, hafi verið klúður. Þingmaður Framsóknarflokksins, sem tengdur er framkvæmdastjóra norðlensku sjónvarpsstöðvarinnar N4 fjölskylduböndum, hafi ekki verið með í ráðum þegar umræðan var tekin innan fjárlaganefndar, þó hann hafi skrifað undir nefndarálitið. 15. desember 2022 11:08 Bréfið sem leiddi til hundrað milljóna króna styrks birtist ekki fyrir mistök María Björk Ingvadóttir, framkvæmdastjóri N4, lagði til í bréfi sínu til fjárlaganefndar Alþingis að starfsemi RÚV utan höfuðborgarsvæðisins yrði lögð niður. Starfsmenn þeirra stöðva yrðu færðir undir nýja sjónvarpsstöð sem yrði stofnuð á grunni N4. Þetta kemur fram í bréfinu sem loks hefur verið birt á vef Alþingis. 15. desember 2022 13:01 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Fleiri fréttir Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni Sjá meira
Þetta kemur meðal annars fram í grein sem Haukur birtir á Vísi en þar má lesa á milli lína að Hauki þykir allt þetta mál grátbroslegt. Hann segir að þegar fjárlaganefnd hafi dregið í land, að sögn Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur formanns fjárlaganefndar vegna þess að málið komst í hámæli, þá hafi nefndin skáskotið sér hjá því sem kalla má brot við lögum. Bjarkey heldur því fram að málið sé ekki klúður en Haukur telur það af og frá. „Við getum sagt að gerningur fjárlaganefndar vegna N4 við aðra umræðu brjóti í bága við lögin um opinber fjármál. En fara má í kringum það með eftiráskýringu og segja að fjárveitingin hafi „bara alls ekki“ verið ætluð til eins aðila, heldur renni hún í styrkjapott sem framkvæmdarvaldið hefur fyrir frjálsa fjölmiðla og Lilja Alfreðsdóttir var í mörg ár að koma á koppinn og hefur einu sinni úthlutað úr, á síðast liðnu sumri. Þá lítur þetta faglega út,“ segir Haukur meðal annars í grein sinni. Reyndar stangast þessi gerningur á við eitt og annað varðandi vafstur löggjafarvaldsins að mati Hauks. Til að mynda þá standist það enga skoðun að sjóði sem ætlað er að veita fé til frjálsra fjölmiðla beri að taka sérstakt tillit til staðsetningar þeirra. Haukur telur það ekki standast jafnræðisreglu þar sem allir fjölmiðlar þjóna landsbyggðinni. „Staðsetning kemur málinu raunar ekki við á tímum netsins og ef taka á tillit til þess hvort efni fjölmiðilsins er „um málefni ákveðinna svæða“ eða ekki er það óréttmætt skilyrði því þá er verið að blanda sér inn í ritstjórnarstefnu fjölmiðlanna.“ Haukur segir meirihlutann á þingi nú láta sem „opinber umræða“ hafi valdið því að sveigt hafi verið frá upphaflegum sjónarmiðum með fjárveitingunni, en telur líklegra að starfsmenn framkvæmdarvaldsins, einkum starfsmenn fjármálaráðuneytisins, hafi stöðvað málið með þeim rökum að það bryti í bága við lögin um opinber fjármál. „Ekki eru aðrir aðilar líklegri til að verja það sjónarmið – og ábending um lagabrot er ástæða sem beygir pólitískan vilja oftast.“
Stjórnsýsla Fjölmiðlar Alþingi Fjárlagafrumvarp 2023 Styrkbeiðni N4 Tengdar fréttir Þingmaður tók þátt í að samþykkja beiðni mágkonu sinnar Þingmaður Framsóknarflokksins stóð að tillögu fjárlaganefndar um hundrað milljóna króna styrk til fjölmiðla á landsbyggðinni. Þingmaðurinn er mágur framkvæmdastjóra N4 sem sendi nefndinni bréf og óskaði eftir styrknum. 14. desember 2022 16:27 „Svona myndi ekki gerast í nokkru öðru lýðræðisríki“ Meirihluti fjárlaganefndar Alþingis leggur til að fjölmiðlar á landsbyggðinni sem framleiða sjónvarpsefni fái hundrað milljónir króna í styrk úr ríkissjóði á næsta ári. 14. desember 2022 15:01 Telur fjölmiðlastyrkinn ekki klúður og stendur við tillöguna Formaður fjárlaganefndar lítur ekki svo á að breytingartillaga meirihluta nefndarinnar, um hundrað milljóna króna styrk til fjölmiðla sem sinna sjónvarpsvinnslu á landsbyggðinni, hafi verið klúður. Þingmaður Framsóknarflokksins, sem tengdur er framkvæmdastjóra norðlensku sjónvarpsstöðvarinnar N4 fjölskylduböndum, hafi ekki verið með í ráðum þegar umræðan var tekin innan fjárlaganefndar, þó hann hafi skrifað undir nefndarálitið. 15. desember 2022 11:08 Bréfið sem leiddi til hundrað milljóna króna styrks birtist ekki fyrir mistök María Björk Ingvadóttir, framkvæmdastjóri N4, lagði til í bréfi sínu til fjárlaganefndar Alþingis að starfsemi RÚV utan höfuðborgarsvæðisins yrði lögð niður. Starfsmenn þeirra stöðva yrðu færðir undir nýja sjónvarpsstöð sem yrði stofnuð á grunni N4. Þetta kemur fram í bréfinu sem loks hefur verið birt á vef Alþingis. 15. desember 2022 13:01 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Fleiri fréttir Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni Sjá meira
Þingmaður tók þátt í að samþykkja beiðni mágkonu sinnar Þingmaður Framsóknarflokksins stóð að tillögu fjárlaganefndar um hundrað milljóna króna styrk til fjölmiðla á landsbyggðinni. Þingmaðurinn er mágur framkvæmdastjóra N4 sem sendi nefndinni bréf og óskaði eftir styrknum. 14. desember 2022 16:27
„Svona myndi ekki gerast í nokkru öðru lýðræðisríki“ Meirihluti fjárlaganefndar Alþingis leggur til að fjölmiðlar á landsbyggðinni sem framleiða sjónvarpsefni fái hundrað milljónir króna í styrk úr ríkissjóði á næsta ári. 14. desember 2022 15:01
Telur fjölmiðlastyrkinn ekki klúður og stendur við tillöguna Formaður fjárlaganefndar lítur ekki svo á að breytingartillaga meirihluta nefndarinnar, um hundrað milljóna króna styrk til fjölmiðla sem sinna sjónvarpsvinnslu á landsbyggðinni, hafi verið klúður. Þingmaður Framsóknarflokksins, sem tengdur er framkvæmdastjóra norðlensku sjónvarpsstöðvarinnar N4 fjölskylduböndum, hafi ekki verið með í ráðum þegar umræðan var tekin innan fjárlaganefndar, þó hann hafi skrifað undir nefndarálitið. 15. desember 2022 11:08
Bréfið sem leiddi til hundrað milljóna króna styrks birtist ekki fyrir mistök María Björk Ingvadóttir, framkvæmdastjóri N4, lagði til í bréfi sínu til fjárlaganefndar Alþingis að starfsemi RÚV utan höfuðborgarsvæðisins yrði lögð niður. Starfsmenn þeirra stöðva yrðu færðir undir nýja sjónvarpsstöð sem yrði stofnuð á grunni N4. Þetta kemur fram í bréfinu sem loks hefur verið birt á vef Alþingis. 15. desember 2022 13:01