Erlent

Tíu látnir eftir elds­voða skammt frá Lyon

Atli Ísleifsson skrifar
Um 170 slökkviliðsmenn tóku þátt í að slökkva eldinn. Myndin er úr safni.
Um 170 slökkviliðsmenn tóku þátt í að slökkva eldinn. Myndin er úr safni. Getty

Tíu eru látnir, þar af fimm börn, eftir eldsvoða sem varð í átta hæða íbúðahúsi í úthverfi frönsku stórborginnarinnar Lyon í austurhluta landsins í nótt.

Franskir fjölmiðlar segja eldinn hafa komið upp í húsi í við götuna Chemin des Barques í hverfinu Vaulx-en-Velin, norðaustur af miðborg Lyon.

Fjórir eru sagðir alvarlega slasaðir á meðan aðrir eru með minni meiðsli, að því er fram kemur í yfirlýsingu frá lögreglu í morgun.

Tilkynnt var um eldinn um klukkan þrjú í nótt að staðartíma.

Um 170 slökkviliðsmenn tóku þátt í að slökkva eldinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×