Innlent

Sturlunarárið á Tenerife

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri og tásur á Tene.
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri og tásur á Tene. Vísir/Hjalti

Árið 2022 einkenndist einna helst af því að við kvöddum veiruna skæðu og byrjuðum að njóta lífsins, að því er virðist sem aldrei fyrr. Við flykktumst til útlanda, Tenerife nánar tiltekið, og keyptum hjólhýsi í bílförmum. En á meðan svitnaði fólkið í Seðlabankanum.

Það voru nefnilega ekki aðeins Teneferðir sem náðu hæstu hæðum á hinu öfgafulla neytendaári sem nú er að líða. Verðbólga rauk upp, stýrivextir tóku stökk og bensínlítrinn aldrei dýrari. Við kvöddum Svalann og Stjörnutorg - úr öskunni reis reyndar „Kúmen“ - og unglingar stálu skyrlokum í Bónus. Skin og skúrir, semsagt. 

Hér fyrir neðan er að finna ítarlega yfirferð yfir neytendamál ársins. Og það sem meira er, við þjörmuðum að viðskiptavinum Kringlunnar í aðventuösinni og spurðum þá hvort þeir hefðu farið til Tene á árinu. Seðlabankastjóri, líttu undan. 

Frétta­stofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar rifjar upp árið 2022 alla virka daga í desember.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×