Þingmaður tók þátt í að samþykkja beiðni mágkonu sinnar Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 14. desember 2022 16:27 María Björk Ingvadóttir, framkvæmdastjóri N4, er mágkona Stefáns Vagns Stefánssonar, sem situr í meirihluta fjárlaganefndar. Skjáskot/Vísir/Vilhelm Þingmaður Framsóknarflokksins stóð að tillögu fjárlaganefndar um hundrað milljóna króna styrk til fjölmiðla á landsbyggðinni. Þingmaðurinn er mágur framkvæmdastjóra N4 sem sendi nefndinni bréf og óskaði eftir styrknum. Ein af fjölmörgum breytingum á frumvarpi til fjárlaga sem meirihluti fjárlaganefndar leggur til er hundrað milljóna króna styrkur til sjónvarpsstöðva á landsbyggðinni. Tillagan var lögð fram nokkrum dögum eftir að nefndinni barst tillagan frá framkvæmdastjóra N4. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, formaður fjárlaganefndar, sagði í viðtali við Fréttablaðið í dag að meirihluti nefndarinnar teldi að styðja eigi betur við einkafyrirtæki á landsbyggðinni sem framleiða sjónvarp. Aðspurð gat hún aðeins nefnt tvo fjölmiðla sem uppfylla skilyrðin, það eru N4 á Akureyri og Víkurfréttir á Suðurnesjum. Kjarninn greinir frá því að María Björk Ingvadóttir, framkvæmdastjóri N4, hafi óskað eftir því að ríkissjóður veitti fjölmiðlinum hundrað milljón króna styrk. Með styrknum yrði N4 langstyrkjahæsti einkarekni fjölmiðillinn á Íslandi. Stefán Vagn Stefánsson, þingmaður Framsóknarflokksins, var einn sex fulltrúa meirihlutans í fjárlaganefnd sem skrifaði undir álit um að samþykkja skyldi tillöguna um styrkina. Bróðir Stefáns, Ómar Bragi Stefánsson, er giftur Maríu Björk, framkvæmdastjóra N4. María Björk Ingvadóttir er framkvæmdastjóri N4.N4 Eins og fyrr segir samþykkti meirihluti fjárlaganefndar beiðnina en bréfið var ekki birt. María Björk leggur til að starfsemi RÚV utan höfuðborgarsvæðisins verði lögð niður og stofna eigi nýja sjónvarpsstöð á grunni N4. Stundin hefur efni bréfsins undir höndum og segir að um sannkallað „leynibréf“ sé að ræða. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, situr í minnihluta fjárlaganefndar. Hann segir í samtali við fréttastofu að hann hafi sent fyrirspurn á meirihlutann um hvort úttekt á hagsmunatengslum hafi verið gerð. Svo var ekki. „Lögin, til að byrja með, gera ráð fyrir því að þingmaður geti ekki greitt fjármagn beint til sín, það er þrönga útskýringin. Mágkona er aðeins lengra en það svo sem, en það er líka í siðareglum þingsins - það myndi kannski ná þar yfir,“ segir Björn Leví og furðar sig á því að úttekt hafi ekki verið gerð. Stefán Vagn Stefánsson hefur ekki svarað símtölum fréttastofu vegna málsins. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjárlagafrumvarp 2023 Fjölmiðlar Framsóknarflokkurinn Styrkbeiðni N4 Tengdar fréttir „Svona myndi ekki gerast í nokkru öðru lýðræðisríki“ Meirihluti fjárlaganefndar Alþingis leggur til að fjölmiðlar á landsbyggðinni sem framleiða sjónvarpsefni fái hundrað milljónir króna í styrk úr ríkissjóði á næsta ári. 14. desember 2022 15:01 Veit um tvo fjölmiðla sem gætu skipt með sér hundrað milljón króna styrk Meirihluti fjárlaganefndar leggur til að fjölmiðlar á landsbyggðinni sem framleiða sjónvarpsefni fái hundrað milljón króna styrk úr ríkissjóði á næsta ári. Formaður nefndarinnar getur bent á tvo slíka fjölmiðla, N4 á Akureyri og Víkurfréttir á Suðurnesjum. Framkvæmdastjóri N4 sendi nýverið erindi á nefndina þar sem óskað var eftir hundrað milljón króna styrk. 14. desember 2022 08:48 Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Fleiri fréttir Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Sjá meira
Ein af fjölmörgum breytingum á frumvarpi til fjárlaga sem meirihluti fjárlaganefndar leggur til er hundrað milljóna króna styrkur til sjónvarpsstöðva á landsbyggðinni. Tillagan var lögð fram nokkrum dögum eftir að nefndinni barst tillagan frá framkvæmdastjóra N4. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, formaður fjárlaganefndar, sagði í viðtali við Fréttablaðið í dag að meirihluti nefndarinnar teldi að styðja eigi betur við einkafyrirtæki á landsbyggðinni sem framleiða sjónvarp. Aðspurð gat hún aðeins nefnt tvo fjölmiðla sem uppfylla skilyrðin, það eru N4 á Akureyri og Víkurfréttir á Suðurnesjum. Kjarninn greinir frá því að María Björk Ingvadóttir, framkvæmdastjóri N4, hafi óskað eftir því að ríkissjóður veitti fjölmiðlinum hundrað milljón króna styrk. Með styrknum yrði N4 langstyrkjahæsti einkarekni fjölmiðillinn á Íslandi. Stefán Vagn Stefánsson, þingmaður Framsóknarflokksins, var einn sex fulltrúa meirihlutans í fjárlaganefnd sem skrifaði undir álit um að samþykkja skyldi tillöguna um styrkina. Bróðir Stefáns, Ómar Bragi Stefánsson, er giftur Maríu Björk, framkvæmdastjóra N4. María Björk Ingvadóttir er framkvæmdastjóri N4.N4 Eins og fyrr segir samþykkti meirihluti fjárlaganefndar beiðnina en bréfið var ekki birt. María Björk leggur til að starfsemi RÚV utan höfuðborgarsvæðisins verði lögð niður og stofna eigi nýja sjónvarpsstöð á grunni N4. Stundin hefur efni bréfsins undir höndum og segir að um sannkallað „leynibréf“ sé að ræða. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, situr í minnihluta fjárlaganefndar. Hann segir í samtali við fréttastofu að hann hafi sent fyrirspurn á meirihlutann um hvort úttekt á hagsmunatengslum hafi verið gerð. Svo var ekki. „Lögin, til að byrja með, gera ráð fyrir því að þingmaður geti ekki greitt fjármagn beint til sín, það er þrönga útskýringin. Mágkona er aðeins lengra en það svo sem, en það er líka í siðareglum þingsins - það myndi kannski ná þar yfir,“ segir Björn Leví og furðar sig á því að úttekt hafi ekki verið gerð. Stefán Vagn Stefánsson hefur ekki svarað símtölum fréttastofu vegna málsins.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjárlagafrumvarp 2023 Fjölmiðlar Framsóknarflokkurinn Styrkbeiðni N4 Tengdar fréttir „Svona myndi ekki gerast í nokkru öðru lýðræðisríki“ Meirihluti fjárlaganefndar Alþingis leggur til að fjölmiðlar á landsbyggðinni sem framleiða sjónvarpsefni fái hundrað milljónir króna í styrk úr ríkissjóði á næsta ári. 14. desember 2022 15:01 Veit um tvo fjölmiðla sem gætu skipt með sér hundrað milljón króna styrk Meirihluti fjárlaganefndar leggur til að fjölmiðlar á landsbyggðinni sem framleiða sjónvarpsefni fái hundrað milljón króna styrk úr ríkissjóði á næsta ári. Formaður nefndarinnar getur bent á tvo slíka fjölmiðla, N4 á Akureyri og Víkurfréttir á Suðurnesjum. Framkvæmdastjóri N4 sendi nýverið erindi á nefndina þar sem óskað var eftir hundrað milljón króna styrk. 14. desember 2022 08:48 Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Fleiri fréttir Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Sjá meira
„Svona myndi ekki gerast í nokkru öðru lýðræðisríki“ Meirihluti fjárlaganefndar Alþingis leggur til að fjölmiðlar á landsbyggðinni sem framleiða sjónvarpsefni fái hundrað milljónir króna í styrk úr ríkissjóði á næsta ári. 14. desember 2022 15:01
Veit um tvo fjölmiðla sem gætu skipt með sér hundrað milljón króna styrk Meirihluti fjárlaganefndar leggur til að fjölmiðlar á landsbyggðinni sem framleiða sjónvarpsefni fái hundrað milljón króna styrk úr ríkissjóði á næsta ári. Formaður nefndarinnar getur bent á tvo slíka fjölmiðla, N4 á Akureyri og Víkurfréttir á Suðurnesjum. Framkvæmdastjóri N4 sendi nýverið erindi á nefndina þar sem óskað var eftir hundrað milljón króna styrk. 14. desember 2022 08:48