„Svona myndi ekki gerast í nokkru öðru lýðræðisríki“ Kolbeinn Tumi Daðason og Margrét Björk Jónsdóttir skrifa 14. desember 2022 15:01 Sigríður Dögg Auðunsdóttir er formaður Blaðamannafélags Íslands. Vísir/Vilhelm Meirihluti fjárlaganefndar Alþingis leggur til að fjölmiðlar á landsbyggðinni sem framleiða sjónvarpsefni fái hundrað milljónir króna í styrk úr ríkissjóði á næsta ári. Formaður Blaðamannafélagsins segir erfitt að réttlæta slíka styrki sem veittir séu með jafn duttlungafullum hætti og kallar eftir gegnsærra ferli. Formaður fjárlaganefndar, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, segir í viðtali við Fréttablaðið í dag að meirihluti nefndarinnar telji að styðja eigi betur við einkafyrirtæki á landsbyggðinni sem framleiða efni fyrir sjónvarp. Þess vegna séu þeim ætlaðar 100 milljónir króna. Aðspurð gat Bjarkey nefnt tvo fjölmiðla sem uppfylla þessi skilyrði, það er, að vera á landsbyggðinni og framleiða sjónvarpsefni. Það eru N4 á Akureyri og Víkurfréttir á Suðurnesjum. Framkvæmdastjóri N4 sendi nýverið erindi á nefndina þar sem óskað var eftir hundrað milljón króna styrk. Sigríður Dögg Auðunsdóttir er formaður Blaðamannafélag Íslands. Hún gagnrýnir þetta fyrirkomulag harðlega. „Ég ætla að leyfa mér að fullyrða að svona myndi ekki gerast í nokkru öðru lýðræðisríki. Að fjárlaganefnd þingsins handvelji einn fjölmiðil til að veita 100 milljóna styrk,“ segir Sigríður Dögg. „Og það verður líka að benda á að þetta er fjórðungur af upphæðinni sem allir aðrir einkareknir miðlar á Íslandi fá.“ Sigríður segir að þó hún fagni því að verið sé að auka styrki til einkarekinna miðla hefði verið mun eðlilegra að hækka slíka styrki með þeim fyrirfram ákveðna hætti eins og tíðkast hefur. María Björk Ingvadóttir er framkvæmdastjóri N4.N4 „Það er kerfi sem hefur verið samþykkt, það er gagnsætt, það eru reglur um það. Í staðinn fyrir að styrkja með jafn duttlungafullum hætti og þarna er gert.“ Blaðamannafélagið hefur sett málið á dagskrá stjórnarfunds í næstu viku. Sigríður segir að þó hún hafi ekkert á móti því að N4 hljóti slíkan styrk verði það sama að ganga yfir alla miðla. „Mér finnst mjög erfitt að réttlæta það að þessi miðill fái þennan margfalt hærri styrk en aðrir miðlar, og mér þætti áhugavert að sjá rökstuðning nefndarinnar fyrir því.“ Fjölmiðlar Alþingi Akureyri Fjárlagafrumvarp 2023 Mest lesið Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur Ballið búið hjá Bankanum bistró Viðskipti innlent Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Viðskipti innlent Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Viðskipti innlent Sorglega lítið að frétta af árangri kynjakvóta í jafnréttisparadís Framúrskarandi fyrirtæki Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Viðskipti innlent Vara við sósum sem geta sprungið Neytendur Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Viðskipti innlent „Sjálfbærni getur líka haft áhrif á stolt starfsmanna“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Sjá meira
Formaður Blaðamannafélagsins segir erfitt að réttlæta slíka styrki sem veittir séu með jafn duttlungafullum hætti og kallar eftir gegnsærra ferli. Formaður fjárlaganefndar, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, segir í viðtali við Fréttablaðið í dag að meirihluti nefndarinnar telji að styðja eigi betur við einkafyrirtæki á landsbyggðinni sem framleiða efni fyrir sjónvarp. Þess vegna séu þeim ætlaðar 100 milljónir króna. Aðspurð gat Bjarkey nefnt tvo fjölmiðla sem uppfylla þessi skilyrði, það er, að vera á landsbyggðinni og framleiða sjónvarpsefni. Það eru N4 á Akureyri og Víkurfréttir á Suðurnesjum. Framkvæmdastjóri N4 sendi nýverið erindi á nefndina þar sem óskað var eftir hundrað milljón króna styrk. Sigríður Dögg Auðunsdóttir er formaður Blaðamannafélag Íslands. Hún gagnrýnir þetta fyrirkomulag harðlega. „Ég ætla að leyfa mér að fullyrða að svona myndi ekki gerast í nokkru öðru lýðræðisríki. Að fjárlaganefnd þingsins handvelji einn fjölmiðil til að veita 100 milljóna styrk,“ segir Sigríður Dögg. „Og það verður líka að benda á að þetta er fjórðungur af upphæðinni sem allir aðrir einkareknir miðlar á Íslandi fá.“ Sigríður segir að þó hún fagni því að verið sé að auka styrki til einkarekinna miðla hefði verið mun eðlilegra að hækka slíka styrki með þeim fyrirfram ákveðna hætti eins og tíðkast hefur. María Björk Ingvadóttir er framkvæmdastjóri N4.N4 „Það er kerfi sem hefur verið samþykkt, það er gagnsætt, það eru reglur um það. Í staðinn fyrir að styrkja með jafn duttlungafullum hætti og þarna er gert.“ Blaðamannafélagið hefur sett málið á dagskrá stjórnarfunds í næstu viku. Sigríður segir að þó hún hafi ekkert á móti því að N4 hljóti slíkan styrk verði það sama að ganga yfir alla miðla. „Mér finnst mjög erfitt að réttlæta það að þessi miðill fái þennan margfalt hærri styrk en aðrir miðlar, og mér þætti áhugavert að sjá rökstuðning nefndarinnar fyrir því.“
Fjölmiðlar Alþingi Akureyri Fjárlagafrumvarp 2023 Mest lesið Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur Ballið búið hjá Bankanum bistró Viðskipti innlent Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Viðskipti innlent Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Viðskipti innlent Sorglega lítið að frétta af árangri kynjakvóta í jafnréttisparadís Framúrskarandi fyrirtæki Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Viðskipti innlent Vara við sósum sem geta sprungið Neytendur Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Viðskipti innlent „Sjálfbærni getur líka haft áhrif á stolt starfsmanna“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Sjá meira
Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur
Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur