„Ég fann norðurevrópska kuldann fylla hjartað mitt þegar ég fylgdist með þessu“ Snorri Másson skrifar 16. desember 2022 08:55 Sigurjón Guðjónsson (@SiffiG) og Tómas Steindórsson (@tommisteindors), báðir einkum þekktir af málflutningi sínum á samfélagsmiðlinum Twitter, voru fengnir í pallborð Íslands í dag til að gera upp árið á Twitter. Þar kom margt misgott fram, en á meðal þess er það sem Siffi taldi tvímælalaust versta augnablik ársins á samfélagsmiðlinum: „Það var eitt sem vakti upp óhug hjá mér. Það er þegar einhver spurði fylgjendur sína hver væri með flottasta rassinn á forritinu. Sigurjón Guðjónsson, betur þekktur sem Siffi G, hefur margt að segja um framvindu mála á einum mest notaða samfélagsmiðli landsmanna.Vísir/Garpur Þá byrjaði fólk að metast og pósta myndum af rassinum sínum. Einn póstaði myndbandi af sér að dilla sér. Og ég fann norðurevrópska kuldann fylla hjartað mitt þegar ég fylgdist með þessu.“ Tómas tók undir þetta: „Þetta er ofbeldi gagnvart mér þegar ég sé svona.“ Að mati Tómasar reyndist versta tíst ársins vera ummæli óþekkts ungs sjálfstæðismanns sem benti á að „einstaklingurinn“ væri í raun stærsti minnihlutahópurinn. Það er af mörgu að taka á Twitter árið 2022 og breytingarnar eru þær helstar að sögn þessara álitsgjafa, að þrótturinn er farinn úr slaufunartilburðum góða fólksins, eins og þeir eru kallaðir. Í þættinum er valinn nýliði ársins, besta tíst ársins og versta tíst ársins. Eins og Tómas segir réttilega er þetta ekki einfalt mál því að hvert tíst hefur margar hliðar: „Þetta getur verið það sama, besta og versta.“ Sjón er sögu ríkari, umfjöllunin hefst á fyrstu mínútu þáttarins og þar eru tíst ársins hvort sem eru verstu eða bestu sýnd í nánast allri sinni dýrð. Farið var yfir árið í sérstökum uppgjörsþætti Íslands í dag. Gestir voru Sigurjón Guðjónsson og Tómas Steindórsson.Vísir/Garpur Samfélagsmiðlar Twitter Ísland í dag Tengdar fréttir Musk segist ætla í stríð við Apple Elon Musk, eigandi samfélagsmiðilsins Twitter, bölsótaðist út í tæknirisann Apple og sakaði fyrirtækið óbeint um að hata tjáningarfrelsi í gær. Ef eitthvað er að marka yfirlýsingar Musk er Apple að íhuga að henda Twitter út úr snjallforritaverslun sinni. 29. nóvember 2022 09:12 Trump mættur aftur á Twitter Búið er að opna aftur fyrir Twitter-reikning Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Elon Musk, forstjóri Twitter, tilkynnti í nótt um að aðgangurinn yrði opnaður aftur eftir skoðanakönnun sem yfir fimmtán milljón notendur tóku þátt í. 20. nóvember 2022 02:28 Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ Erlent Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Innlent Fleiri fréttir Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Sjá meira
Þar kom margt misgott fram, en á meðal þess er það sem Siffi taldi tvímælalaust versta augnablik ársins á samfélagsmiðlinum: „Það var eitt sem vakti upp óhug hjá mér. Það er þegar einhver spurði fylgjendur sína hver væri með flottasta rassinn á forritinu. Sigurjón Guðjónsson, betur þekktur sem Siffi G, hefur margt að segja um framvindu mála á einum mest notaða samfélagsmiðli landsmanna.Vísir/Garpur Þá byrjaði fólk að metast og pósta myndum af rassinum sínum. Einn póstaði myndbandi af sér að dilla sér. Og ég fann norðurevrópska kuldann fylla hjartað mitt þegar ég fylgdist með þessu.“ Tómas tók undir þetta: „Þetta er ofbeldi gagnvart mér þegar ég sé svona.“ Að mati Tómasar reyndist versta tíst ársins vera ummæli óþekkts ungs sjálfstæðismanns sem benti á að „einstaklingurinn“ væri í raun stærsti minnihlutahópurinn. Það er af mörgu að taka á Twitter árið 2022 og breytingarnar eru þær helstar að sögn þessara álitsgjafa, að þrótturinn er farinn úr slaufunartilburðum góða fólksins, eins og þeir eru kallaðir. Í þættinum er valinn nýliði ársins, besta tíst ársins og versta tíst ársins. Eins og Tómas segir réttilega er þetta ekki einfalt mál því að hvert tíst hefur margar hliðar: „Þetta getur verið það sama, besta og versta.“ Sjón er sögu ríkari, umfjöllunin hefst á fyrstu mínútu þáttarins og þar eru tíst ársins hvort sem eru verstu eða bestu sýnd í nánast allri sinni dýrð. Farið var yfir árið í sérstökum uppgjörsþætti Íslands í dag. Gestir voru Sigurjón Guðjónsson og Tómas Steindórsson.Vísir/Garpur
Samfélagsmiðlar Twitter Ísland í dag Tengdar fréttir Musk segist ætla í stríð við Apple Elon Musk, eigandi samfélagsmiðilsins Twitter, bölsótaðist út í tæknirisann Apple og sakaði fyrirtækið óbeint um að hata tjáningarfrelsi í gær. Ef eitthvað er að marka yfirlýsingar Musk er Apple að íhuga að henda Twitter út úr snjallforritaverslun sinni. 29. nóvember 2022 09:12 Trump mættur aftur á Twitter Búið er að opna aftur fyrir Twitter-reikning Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Elon Musk, forstjóri Twitter, tilkynnti í nótt um að aðgangurinn yrði opnaður aftur eftir skoðanakönnun sem yfir fimmtán milljón notendur tóku þátt í. 20. nóvember 2022 02:28 Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ Erlent Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Innlent Fleiri fréttir Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Sjá meira
Musk segist ætla í stríð við Apple Elon Musk, eigandi samfélagsmiðilsins Twitter, bölsótaðist út í tæknirisann Apple og sakaði fyrirtækið óbeint um að hata tjáningarfrelsi í gær. Ef eitthvað er að marka yfirlýsingar Musk er Apple að íhuga að henda Twitter út úr snjallforritaverslun sinni. 29. nóvember 2022 09:12
Trump mættur aftur á Twitter Búið er að opna aftur fyrir Twitter-reikning Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Elon Musk, forstjóri Twitter, tilkynnti í nótt um að aðgangurinn yrði opnaður aftur eftir skoðanakönnun sem yfir fimmtán milljón notendur tóku þátt í. 20. nóvember 2022 02:28