„Ég er mjög glaður að vera kominn aftur til Íslands“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 12. desember 2022 18:31 Héraðsdómur Reykjavíkur felldi úr gildi úrskurð kærunefndar útlendingamála um að Hussein Hussein fengi umsókn sína um alþjóðlega vernd ekki tekna upp aftur. Systur hans hlakka mest til að mæta í skólann á morgun og lögmaður þeirra segir dóminn fordæmisgefandi. Hussein var meðal fimmtán hælisleitenda sem vísað var úr landi snemma í nóvember og flogið til Grikklands með valdi. „Ég er mjög glaður að vera kominn aftur hingað til Íslands,“ segir Hussein. Ósannað að fjölskyldan hafi tafið málið Fjölskyldan var fyrir brottvísun sökuð um að hafa tafið mál sitt. Lögmaður þeirra segir að dómurinn hafi talið það ósannað. „Hvaða þýðingu þetta hefur fyrir fólkið er að að óbreyttu ættu íslensk stjórnvöld að taka málið þeirra til efnislegrar meðferðar,“ segir Claudia Wilson, lögmaður. Claudia Wilson, lögmaður.Vísir/Stína Hussein notar hjólastól og gagnrýndu ýmis samtök hvernig stjórnvöld stóðu að framkvæmdinni. „Þegar ég var í Grikklandi var lífið martröð en þegar ég er hér er ég mjög glaður því hér get ég fengið heilbrigðisþjónustu og ég elska Ísland. Ég er mjög glaður,“ segir Hussein. Claudia segir dóminn hafa fordæmisgildi í þeim málum þar sem fólk hefur verið sakað um að tefja mál sitt. Systur Hussein stunduðu nám í Fjölbrautaskólanum við Ármúla áður en þeim var vísað úr landi og hafa stundað námið í fjarnámi í Grikklandi. Fjölskyldan sem um ræðir. Frá vinstri: Hussein Hussein, Sajjad Hussein, Yasameen Hussein, Maysoon Al Saedi, Zahraa Hussein.Vísir/Bjarni Hlakka til að mæta í skólann „Mér heyrist af stelpunum að þær séu mjög mjög ánægðar að geta farið aftur í skólann á morgun. Það fannst mér skemmtilegt. Þær vilja halda hundrað prósent mætingu,“ segir Claudia. „Á morgun fer ég í skólann. Ég er mjög spennt. Ég mun hitta vini mína og er mjög spennt að vera komin til Íslands.“ „Ég held að þær séu mjög efnilegar og vilja láta gott af sér leiða til samfélagsins,“ segir Claudia. Fréttin hefur verið uppfærð. Hælisleitendur Dómsmál Mál Hussein Hussein Tengdar fréttir Hussein kominn til landsins og fagnaði sigri í héraðsdómi Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að úrskurður kærunefndar útlendingamála sem synjaði Hussein Hussein, hælisleitanda frá Írak, og fjölskyldu hans um endurupptöku á hælisumsókn hafi byggst á ólögmætum rökum. Felldi hann úrskurðinn úr gildi. 12. desember 2022 15:06 Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Fleiri fréttir „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Sjá meira
Hussein var meðal fimmtán hælisleitenda sem vísað var úr landi snemma í nóvember og flogið til Grikklands með valdi. „Ég er mjög glaður að vera kominn aftur hingað til Íslands,“ segir Hussein. Ósannað að fjölskyldan hafi tafið málið Fjölskyldan var fyrir brottvísun sökuð um að hafa tafið mál sitt. Lögmaður þeirra segir að dómurinn hafi talið það ósannað. „Hvaða þýðingu þetta hefur fyrir fólkið er að að óbreyttu ættu íslensk stjórnvöld að taka málið þeirra til efnislegrar meðferðar,“ segir Claudia Wilson, lögmaður. Claudia Wilson, lögmaður.Vísir/Stína Hussein notar hjólastól og gagnrýndu ýmis samtök hvernig stjórnvöld stóðu að framkvæmdinni. „Þegar ég var í Grikklandi var lífið martröð en þegar ég er hér er ég mjög glaður því hér get ég fengið heilbrigðisþjónustu og ég elska Ísland. Ég er mjög glaður,“ segir Hussein. Claudia segir dóminn hafa fordæmisgildi í þeim málum þar sem fólk hefur verið sakað um að tefja mál sitt. Systur Hussein stunduðu nám í Fjölbrautaskólanum við Ármúla áður en þeim var vísað úr landi og hafa stundað námið í fjarnámi í Grikklandi. Fjölskyldan sem um ræðir. Frá vinstri: Hussein Hussein, Sajjad Hussein, Yasameen Hussein, Maysoon Al Saedi, Zahraa Hussein.Vísir/Bjarni Hlakka til að mæta í skólann „Mér heyrist af stelpunum að þær séu mjög mjög ánægðar að geta farið aftur í skólann á morgun. Það fannst mér skemmtilegt. Þær vilja halda hundrað prósent mætingu,“ segir Claudia. „Á morgun fer ég í skólann. Ég er mjög spennt. Ég mun hitta vini mína og er mjög spennt að vera komin til Íslands.“ „Ég held að þær séu mjög efnilegar og vilja láta gott af sér leiða til samfélagsins,“ segir Claudia. Fréttin hefur verið uppfærð.
Hælisleitendur Dómsmál Mál Hussein Hussein Tengdar fréttir Hussein kominn til landsins og fagnaði sigri í héraðsdómi Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að úrskurður kærunefndar útlendingamála sem synjaði Hussein Hussein, hælisleitanda frá Írak, og fjölskyldu hans um endurupptöku á hælisumsókn hafi byggst á ólögmætum rökum. Felldi hann úrskurðinn úr gildi. 12. desember 2022 15:06 Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Fleiri fréttir „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Sjá meira
Hussein kominn til landsins og fagnaði sigri í héraðsdómi Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að úrskurður kærunefndar útlendingamála sem synjaði Hussein Hussein, hælisleitanda frá Írak, og fjölskyldu hans um endurupptöku á hælisumsókn hafi byggst á ólögmætum rökum. Felldi hann úrskurðinn úr gildi. 12. desember 2022 15:06