Fótbolti

Bayern halda á­fram að stela leik­mönnum af keppi­nautum sínum

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Konrad Laimer verður áfram í rauðu á næstu leiktíð, Bayern-rauðu.
Konrad Laimer verður áfram í rauðu á næstu leiktíð, Bayern-rauðu. Joachim Bywaletz/Getty Images

Það styttist í að Þýskalandsmeistarar Bayern München tilkynni komu Konrad Laimer en sá leikur með RB Leipzig í þýsku úrvalsdeildinni. Það yrði þriðji leikmaðurinn sem fer frá Leipzig til Bayern á stuttum tíma.

Það er ítalski blaðamaðurinn Fabrizio Romano sem greinir frá. Samkvæmt honum mun hinn 25 ára gamli Laimer ganga í raðir Bayern þegar samningur hans við Leipzig rennur út sumarið 2023.

Bæjarar hafa verið duglegir að sækja leikmenn, og þjálfara, til Leipzig að undanförnu. Julian Nagelsmann fór frá Leipzig til að taka við Bayern síðasta sumar. Áður höfðu meistararnir þegar samið við franska landsliðsmanninn Dayot Upamecano um að ganga í raðir liðsins.

Eftir að Nagelsmann tók við stjórnartaumunum hjá Bayern ákvað hann að sækja Marcel Sabitzer, samlanda Laimer, til síns gamla félags.

Búnir eru dagarnir þegar Bayern stal bestu leikmönnum Borussia Dortmund [Robert Lewandowski, Mats Hummls og Mario Götze]. Nú einbeita þeir sér að því að sækja bestu bita RB Leipzig.

Bayern er á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar og virðist lítið geta komið í veg fyrir að liðið vinni deildina ellefta árið í röð. Yrði það 33. deildartitill Bayern frá upphafi. Leipzig er í 3. sæti, sex stigum á eftir Bayern.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×