Innlent

Bókari á heimili fyrir þroska­hamlaða á­kærður fyrir fjár­drátt

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Skálatún er heimili 35 einstaklinga með þroskahömlun, en auk þess er þar rekin dagþjónusta og sundlaug.
Skálatún er heimili 35 einstaklinga með þroskahömlun, en auk þess er þar rekin dagþjónusta og sundlaug. Vísir/Vilhelm

Launafulltrúi og bókari Skálatúns í Mosfellsbæ hefur verið ákærður fyrir fjárdrátt. Honum er gefið að sök að hafa dregið sér rúmlega ellefu milljónir króna yfir níu ára tímabil. Málið er til meðferðar hjá Héraðsdómi Reykjaness.

Ákærði er rúmlega sextugur karlmaður. Grunur kviknaði hjá stjórnendum Skálatúns, sem er heimili 35 einstaklinga með þroskahömlun, og var starfsmaðurinn sendur heim.

Þórey I. Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Skálatúns, tjáði Vísi í október 2020 að málið væri til skoðunar innanhúss. Það hefði ekki verið tilkynnt til lögreglu. Sú varð þó raunin og er málið komið til kasta dómstólanna.

Bókarinn dró sér 53 sinnum fé með því að millifæra af bankareikningi Skálatúns inn á persónulegan bankareikning. Millifærslurnar voru iðullega í kringum mánaðamót og skýringin sögð greiðsla í lífeyrissjóð.

Hæsta einstaka millifærslan var upp á 350 þúsund krónur.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×